Horfum fram á veginn Anna Hrefna Ingimundardóttir skrifar 24. nóvember 2023 11:31 Blikur eru á lofti í heimshagkerfinu. Stríðsátök fara vaxandi. Innanlands er við náttúruöflin að etja. Þegar kemur að efnahagslegri óvissu er því af nægu að taka um þessar mundir. Hvað verðbólguna varðar nefnir Seðlabankinn komandi kjaraviðræður sem veigamesta innlenda áhættuþáttinn. Í nýútgefnum Peningamálum Seðlabankans er víða komið inn á þátt kjaraviðræðna í verðbólguhorfum. Ljóst er að þær munu ráða nokkru um þróun verðbólguhorfa á næstunni. Segir m.a.: „virðist kjölfesta verðbólguvæntinga hafa laskast og framundan eru kjaraviðræður sem gætu sett horfur um áframhaldandi hjöðnun verðbólgu í uppnám.“ Þá kemur fram að kjarasamningar „muni skipta miklu máli fyrir verðbólguþróun á gildistíma sínum“. Í ritinu var einnig að finna sérstaka greiningu á áhrifum álagningarhlutfalls fyrirtækja á verðlag og niðurstaðan sú að álagning hafi haft lítil sem engin áhrif á verðbólguna að undanförnu. Sem þýði jafnframt að þar sem fyrirtæki hafi ekki aukið álagningarhlutfall sitt sé lítið svigrúm í rekstri til að taka við auknum kostnaðarhækkunum. Ef samið verði um „ríflegar“ launahækkanir í komandi samningum munu þær hækkanir því leiða til hærra verðlags, ef launahækkanirnar leiði til aukinnar eftirspurnar. Seinustu samningar hafi þegar verið kostnaðarsamir og launakostnaður á framleidda einingu hafi hækkað vel umfram það sem samræmist verðbólgumarkmiði bankans og útlit fyrir að svo verði áfram. Væntingar eru lykilatriði Að mati Seðlabankans hefur kjölfesta verðbólguvæntinga veikst sem þýðir að fólk hefur minni trú á því en áður að verðbólga fari aftur í markmið innan ásættanlegs tíma. „Aukin tregða í verðbólgu getur komið til vegna þess að æ fleiri heimili og fyrirtæki móta væntingar sínar um framtíðarþróun verðbólgu út frá nýliðinni þróun hennar“. Sé það tilfellið geti verðbólguáhrif verið meiri og langvinnari en ella, sem kallar jafnframt á harðara viðbragð peningastefnu, þ.e. hærra vaxtastig. Atvinnurekendur undirbúa nú rekstraráætlanir fyrir næsta ár og þeim mun hærri sem verðbólguvæntingar eru þeim mun meiri áhrif mun það hafa á ákvarðanir þeirra um verðlag. Þar skipta væntingar þeirra um niðurstöður komandi kjarasamninga máli. Í þeim viðræðum er mikilvægt að aðilar horfi fram á veg, frekar en í baksýnisspegilinn. Ábyrgir langtímasamningar draga úr óvissu Þó áhrifaþættir verðbólgu séu margir, og sumir hverjir illviðráðanlegir, er nú tækifæri til að eyða einum helsta óvissuþætti sem snýr að innlendri verðbólgu. Þar sem niðurstöður kjaraviðræðna velta á samstarfi aðila vinnumarkaðarins ættum við að vera fullfær um að útrýma þessari óvissu. Hlutverk okkar er að ganga hið fyrsta frá ábyrgum og skynsamlegum langtímasamningum sem myndu stuðla að auknum fyrirsjáanleika á vinnumarkaði og hóflegri verðbólguvæntingum heimila og fyrirtækja. Dempun verðbólguvæntinga dregur úr verðbólgunni og stuðlar að lægra vaxtastigi, sem öllum þykir eftirsóknarvert. Til mikils væri að vinna að grípa það tækifæri. Eyðum óvissunni og horfum fram á veginn. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Hrefna Ingimundardóttir Kjaraviðræður 2023 Seðlabankinn Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Sjá meira
Blikur eru á lofti í heimshagkerfinu. Stríðsátök fara vaxandi. Innanlands er við náttúruöflin að etja. Þegar kemur að efnahagslegri óvissu er því af nægu að taka um þessar mundir. Hvað verðbólguna varðar nefnir Seðlabankinn komandi kjaraviðræður sem veigamesta innlenda áhættuþáttinn. Í nýútgefnum Peningamálum Seðlabankans er víða komið inn á þátt kjaraviðræðna í verðbólguhorfum. Ljóst er að þær munu ráða nokkru um þróun verðbólguhorfa á næstunni. Segir m.a.: „virðist kjölfesta verðbólguvæntinga hafa laskast og framundan eru kjaraviðræður sem gætu sett horfur um áframhaldandi hjöðnun verðbólgu í uppnám.“ Þá kemur fram að kjarasamningar „muni skipta miklu máli fyrir verðbólguþróun á gildistíma sínum“. Í ritinu var einnig að finna sérstaka greiningu á áhrifum álagningarhlutfalls fyrirtækja á verðlag og niðurstaðan sú að álagning hafi haft lítil sem engin áhrif á verðbólguna að undanförnu. Sem þýði jafnframt að þar sem fyrirtæki hafi ekki aukið álagningarhlutfall sitt sé lítið svigrúm í rekstri til að taka við auknum kostnaðarhækkunum. Ef samið verði um „ríflegar“ launahækkanir í komandi samningum munu þær hækkanir því leiða til hærra verðlags, ef launahækkanirnar leiði til aukinnar eftirspurnar. Seinustu samningar hafi þegar verið kostnaðarsamir og launakostnaður á framleidda einingu hafi hækkað vel umfram það sem samræmist verðbólgumarkmiði bankans og útlit fyrir að svo verði áfram. Væntingar eru lykilatriði Að mati Seðlabankans hefur kjölfesta verðbólguvæntinga veikst sem þýðir að fólk hefur minni trú á því en áður að verðbólga fari aftur í markmið innan ásættanlegs tíma. „Aukin tregða í verðbólgu getur komið til vegna þess að æ fleiri heimili og fyrirtæki móta væntingar sínar um framtíðarþróun verðbólgu út frá nýliðinni þróun hennar“. Sé það tilfellið geti verðbólguáhrif verið meiri og langvinnari en ella, sem kallar jafnframt á harðara viðbragð peningastefnu, þ.e. hærra vaxtastig. Atvinnurekendur undirbúa nú rekstraráætlanir fyrir næsta ár og þeim mun hærri sem verðbólguvæntingar eru þeim mun meiri áhrif mun það hafa á ákvarðanir þeirra um verðlag. Þar skipta væntingar þeirra um niðurstöður komandi kjarasamninga máli. Í þeim viðræðum er mikilvægt að aðilar horfi fram á veg, frekar en í baksýnisspegilinn. Ábyrgir langtímasamningar draga úr óvissu Þó áhrifaþættir verðbólgu séu margir, og sumir hverjir illviðráðanlegir, er nú tækifæri til að eyða einum helsta óvissuþætti sem snýr að innlendri verðbólgu. Þar sem niðurstöður kjaraviðræðna velta á samstarfi aðila vinnumarkaðarins ættum við að vera fullfær um að útrýma þessari óvissu. Hlutverk okkar er að ganga hið fyrsta frá ábyrgum og skynsamlegum langtímasamningum sem myndu stuðla að auknum fyrirsjáanleika á vinnumarkaði og hóflegri verðbólguvæntingum heimila og fyrirtækja. Dempun verðbólguvæntinga dregur úr verðbólgunni og stuðlar að lægra vaxtastigi, sem öllum þykir eftirsóknarvert. Til mikils væri að vinna að grípa það tækifæri. Eyðum óvissunni og horfum fram á veginn. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun