Strækum á ofbeldi! Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2023 09:00 Þann 24. október s.l. lögðu tugir þúsundir kvenna niður störf sín og lýstu yfir kvennaverkfalli. Kröfurnar voru einfaldar en því miður kunnuglegar. Fyrir utan almennar kröfur um útrýmingu á launamisrétti og mismunun þá var lögð sérstök áhersla á að ráða niðurlögum kynbundis ofbeldis. Árið er 2023 og kvenfrelsinu er enn haldið í skefjum ekki aðeins með almennri mismunun heldur einnig með ofbeldishegðun af hendi þess sem oft stendur konunni næst. Hættulegasti staður konunnar er enn heimili hennar. Þrátt fyrir aukna fræðslu, aukið umtal, fleiri úrræði – þá virðist kynbundið ofbeldi í nánum samböndum grassera sem aldrei fyrr. Konurnar nýta sér í auknum mæli þau úrræði sem standa til boða. Kvennaathvarfið er jafnan vel sótt af konum og börnum sem einfaldlega þurfa að rífa sig upp og flýja sín eigin heimili sökum ofbeldis. Aðsókn í viðtalsþjónustu Kvennaathvarfsins eykst stöðugt og hefur margfaldast á síðustu árum. En af hverju minnkar ekki ofbeldið? Hvað erum við að gera vitlaust? Á Arnarhóli stóðu konur á sviði og lásu upp svo hrikalega tölfræði um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi í íslenskum raunveruleika að það sló þögn á kvenhafið. Þessi viðbjóður er jafnvel svo algengur að fámennur hópur kvenna getur ekki komið saman án þess að þar sé á meðal kona sem þolað hefur slíkt ofbeldi. Hvernig getur þetta staðist? Ég man að ég hugsaði með mér á þessari stundu á Arnarhóli „Vá, nú gerist eitthvað. Nú snúum við þessu við.“ Umræðurnar sem sköpuðust dagana eftir verkfallið voru svekkjandi og á algerum villigötum. Sáralítið fór lítið fyrir umræðu um kynbundið ofbeldi og hvernig við ættum að bregðast við þessum hrikalega faraldri sem nú geysar sem aldrei fyrr. Getur verið að samfélagið sé orðið svo gegnsýrt af ofbeldi að okkur hreinlega fallast hendur? Er baráttan vonlaus? Eru þetta einfaldlega hlutskipti nær helmings kynsystra minna? Nú þegar ég er aðeins búin að jafna mig á svekkelsinu þá finn ég baráttuandann rísa á ný. Auðvitað er fullt sem við getum gert! Nú er rétt að byggja á þeirri þekkingu sem hefur safnast saman í áranna rás og finna gloppurnar. Það er nauðsynlegt að halda áfram að þjónusta vel þolendur ofbeldis en líka mikilvægt að leggjast í meiri samfélagsrýni; hvað er það nákvæmlega í samfélagi okkar sem getur af sér slíka ofbeldismenn? Ofbeldismenn sem virðast ekki hafa neinn einkennandi bakgrunn, heldur koma úr öllum krókum og kimum samfélagsins. Einnig er mikilvægt að skoða hvernig við getum sem samfélag aðstoðað konur við að stíga út úr ofbeldissambandi. Konur sem dvelja í Kvennaathvarfinu voru á sínum tíma spurðar hvað hefði mögulega getað flýtt því að þær slitu ofbeldissambandi. Margar töluðu um mikilvægi þess að einhver í umhverfi þeirra hefði einfaldlega spurt útí þeirra aðstæður. Slíkt getur verið vandmeðfarið fyrir aðstandanda og þá er gagnlegt leita til fagaðila. Vaktsími Kvennaathvarfsins er opinn allan sólarhringinn og þar getur fólk í þessum sporum leitað ráða. Mikilvægt er að hafa í huga að einangrun er helsta verkfæri ofbeldismannsins og hafa konur því oft lítið tengslanet. Þannig getur eina tenging konunnar við samfélagið verið í gegnum vinnu hennar, skóla barnanna, vini ofbeldismannsins eða annað slíkt. Þetta þýðir að við sem samfélag berum ábyrgð og með því að vera vakandi fyrir vísbendingum um ofbeldi getum við öll átt þátt í að rjúfa ofbeldishringinn sem þolendur eru gjarnan flæktir í. Baráttan við kynbundið ofbeldi í nánum samböndum er ekki einkamál kvenna heldur á ábyrgð samfélagsins í heild. Að uppræta kynbundið ofbeldi mun aldrei takast fyrr en öll kyn taka höndum saman og stræka á ofbeldi – ekki bara á tyllidögum heldur alla daga! Höfundur er framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 24. október s.l. lögðu tugir þúsundir kvenna niður störf sín og lýstu yfir kvennaverkfalli. Kröfurnar voru einfaldar en því miður kunnuglegar. Fyrir utan almennar kröfur um útrýmingu á launamisrétti og mismunun þá var lögð sérstök áhersla á að ráða niðurlögum kynbundis ofbeldis. Árið er 2023 og kvenfrelsinu er enn haldið í skefjum ekki aðeins með almennri mismunun heldur einnig með ofbeldishegðun af hendi þess sem oft stendur konunni næst. Hættulegasti staður konunnar er enn heimili hennar. Þrátt fyrir aukna fræðslu, aukið umtal, fleiri úrræði – þá virðist kynbundið ofbeldi í nánum samböndum grassera sem aldrei fyrr. Konurnar nýta sér í auknum mæli þau úrræði sem standa til boða. Kvennaathvarfið er jafnan vel sótt af konum og börnum sem einfaldlega þurfa að rífa sig upp og flýja sín eigin heimili sökum ofbeldis. Aðsókn í viðtalsþjónustu Kvennaathvarfsins eykst stöðugt og hefur margfaldast á síðustu árum. En af hverju minnkar ekki ofbeldið? Hvað erum við að gera vitlaust? Á Arnarhóli stóðu konur á sviði og lásu upp svo hrikalega tölfræði um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi í íslenskum raunveruleika að það sló þögn á kvenhafið. Þessi viðbjóður er jafnvel svo algengur að fámennur hópur kvenna getur ekki komið saman án þess að þar sé á meðal kona sem þolað hefur slíkt ofbeldi. Hvernig getur þetta staðist? Ég man að ég hugsaði með mér á þessari stundu á Arnarhóli „Vá, nú gerist eitthvað. Nú snúum við þessu við.“ Umræðurnar sem sköpuðust dagana eftir verkfallið voru svekkjandi og á algerum villigötum. Sáralítið fór lítið fyrir umræðu um kynbundið ofbeldi og hvernig við ættum að bregðast við þessum hrikalega faraldri sem nú geysar sem aldrei fyrr. Getur verið að samfélagið sé orðið svo gegnsýrt af ofbeldi að okkur hreinlega fallast hendur? Er baráttan vonlaus? Eru þetta einfaldlega hlutskipti nær helmings kynsystra minna? Nú þegar ég er aðeins búin að jafna mig á svekkelsinu þá finn ég baráttuandann rísa á ný. Auðvitað er fullt sem við getum gert! Nú er rétt að byggja á þeirri þekkingu sem hefur safnast saman í áranna rás og finna gloppurnar. Það er nauðsynlegt að halda áfram að þjónusta vel þolendur ofbeldis en líka mikilvægt að leggjast í meiri samfélagsrýni; hvað er það nákvæmlega í samfélagi okkar sem getur af sér slíka ofbeldismenn? Ofbeldismenn sem virðast ekki hafa neinn einkennandi bakgrunn, heldur koma úr öllum krókum og kimum samfélagsins. Einnig er mikilvægt að skoða hvernig við getum sem samfélag aðstoðað konur við að stíga út úr ofbeldissambandi. Konur sem dvelja í Kvennaathvarfinu voru á sínum tíma spurðar hvað hefði mögulega getað flýtt því að þær slitu ofbeldissambandi. Margar töluðu um mikilvægi þess að einhver í umhverfi þeirra hefði einfaldlega spurt útí þeirra aðstæður. Slíkt getur verið vandmeðfarið fyrir aðstandanda og þá er gagnlegt leita til fagaðila. Vaktsími Kvennaathvarfsins er opinn allan sólarhringinn og þar getur fólk í þessum sporum leitað ráða. Mikilvægt er að hafa í huga að einangrun er helsta verkfæri ofbeldismannsins og hafa konur því oft lítið tengslanet. Þannig getur eina tenging konunnar við samfélagið verið í gegnum vinnu hennar, skóla barnanna, vini ofbeldismannsins eða annað slíkt. Þetta þýðir að við sem samfélag berum ábyrgð og með því að vera vakandi fyrir vísbendingum um ofbeldi getum við öll átt þátt í að rjúfa ofbeldishringinn sem þolendur eru gjarnan flæktir í. Baráttan við kynbundið ofbeldi í nánum samböndum er ekki einkamál kvenna heldur á ábyrgð samfélagsins í heild. Að uppræta kynbundið ofbeldi mun aldrei takast fyrr en öll kyn taka höndum saman og stræka á ofbeldi – ekki bara á tyllidögum heldur alla daga! Höfundur er framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar