Biðstaða á leikskólum -Fjölskylduland bjargar geðheilsunni Margrét Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2023 16:01 Sonur minn sem er 2,5 árs hefur enn ekki fengið að mæta á leikskólann sem hann komst inn á núna í haust, vegna manneklu. Það þarf að ráða inn 6 starfsmenn áður en hann má mæta, sem þýðir að það gæti mögulega gerst eftir áramót eða næsta haust. Þessi óvissa er mjög óþægileg. Leikskólinn er staðsettur fyrir framan húsið okkar og hann horfir oft á krakkana og segir „þarna gaman..krakkar róla“. Ég hef oft farið með hann út á róló, en þar er hann oft einn að róla og engin börn sjáanleg. Það vill svo heppilega til að ég er í fæðingarorlofi núna, dóttir mín er orðin 7 mánaða gömul, en þau sofa á mismunandi tímum. Ferðirnar út á róló hafa verið mislukkulegar því stelpan er stundum mjög þreytt og ekki tilbúin að sofa í vagninum. Sonur minn nær ekki að fá þá örvun sem hann þarf hérna heima og nær ekki að þroskast félagslega. Hann reynir sitt besta með því að hoppa í sófanum og hlaupa um allt ásamt ýmsum uppátækjum. Þetta er ansi snúin staða að barnið fái ekki að upplifa það að vera í kringum börn á hans aldri. Margt í boði. Eftir að hafa leitað lengi að stað sem væri skemmtilegur fyrir hann, þar sem hann getur þroskast í leik með börnum á hans aldri og aukið í leiðinni orðaforðann, þá fann ég loksins stað sem heitir Fjölskylduland sem er innileikvöllur. Þessi staður hefur gjörsamlega bjargað dögunum okkar og við náð að leika okkur saman og notið stundarinnar ásamt því að allir ná að sofa á réttum tíma. Tala nú ekki um þegar það er rok úti á morgnana og ískalt. Reykjavíkurborg virðist ekki ná að gera neitt fyrir foreldra í minni stöðu, engar heimgreiðslur né lausnir. Hann er of gamall til að vera hjá dagmömmu eða á ungbarnamorgnum í samfélagshúsum upp á félagsþroskann að gera. Dóttir Margrétar er aðeins sjö mánaða. Á þessum stað hleypur hann um skælbrosandi og hlæjandi með öðrum börnum á milli mismunandi skemmtilegra leiksvæða sem innihalda stóra rennibraut, sandkassa, skemmtilegt tréhús á 2 hæðum, rólur og allskonar skemmtilegt dót sem er fullkomið fyrir hans aldur. Það er virkilega gaman að fylgjast með honum þarna og geta einnig leikið við dóttur mína og spjallað við aðra foreldra. Það er líka gaman að sjá hvernig heilu fjölskyldurnar mæta saman og borða jafnvel kvöldmatinn þarna og fara svo beint heim með börnin í háttinn. Ömmur og afar hafa einnig verið að mæta með barnabörnin sín, þau geta sest í notalega sófa og fengið sér kaffi og með því á meðan. Mig langar að enda þessa litlu grein á því að þakka innilega fyrir þennan stað sem virðist eingöngu vera rekinn með hjartanu. Höfundur er móðir sem bíður eftir leikskólaplássi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Leikskólar Réttindi barna Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Sonur minn sem er 2,5 árs hefur enn ekki fengið að mæta á leikskólann sem hann komst inn á núna í haust, vegna manneklu. Það þarf að ráða inn 6 starfsmenn áður en hann má mæta, sem þýðir að það gæti mögulega gerst eftir áramót eða næsta haust. Þessi óvissa er mjög óþægileg. Leikskólinn er staðsettur fyrir framan húsið okkar og hann horfir oft á krakkana og segir „þarna gaman..krakkar róla“. Ég hef oft farið með hann út á róló, en þar er hann oft einn að róla og engin börn sjáanleg. Það vill svo heppilega til að ég er í fæðingarorlofi núna, dóttir mín er orðin 7 mánaða gömul, en þau sofa á mismunandi tímum. Ferðirnar út á róló hafa verið mislukkulegar því stelpan er stundum mjög þreytt og ekki tilbúin að sofa í vagninum. Sonur minn nær ekki að fá þá örvun sem hann þarf hérna heima og nær ekki að þroskast félagslega. Hann reynir sitt besta með því að hoppa í sófanum og hlaupa um allt ásamt ýmsum uppátækjum. Þetta er ansi snúin staða að barnið fái ekki að upplifa það að vera í kringum börn á hans aldri. Margt í boði. Eftir að hafa leitað lengi að stað sem væri skemmtilegur fyrir hann, þar sem hann getur þroskast í leik með börnum á hans aldri og aukið í leiðinni orðaforðann, þá fann ég loksins stað sem heitir Fjölskylduland sem er innileikvöllur. Þessi staður hefur gjörsamlega bjargað dögunum okkar og við náð að leika okkur saman og notið stundarinnar ásamt því að allir ná að sofa á réttum tíma. Tala nú ekki um þegar það er rok úti á morgnana og ískalt. Reykjavíkurborg virðist ekki ná að gera neitt fyrir foreldra í minni stöðu, engar heimgreiðslur né lausnir. Hann er of gamall til að vera hjá dagmömmu eða á ungbarnamorgnum í samfélagshúsum upp á félagsþroskann að gera. Dóttir Margrétar er aðeins sjö mánaða. Á þessum stað hleypur hann um skælbrosandi og hlæjandi með öðrum börnum á milli mismunandi skemmtilegra leiksvæða sem innihalda stóra rennibraut, sandkassa, skemmtilegt tréhús á 2 hæðum, rólur og allskonar skemmtilegt dót sem er fullkomið fyrir hans aldur. Það er virkilega gaman að fylgjast með honum þarna og geta einnig leikið við dóttur mína og spjallað við aðra foreldra. Það er líka gaman að sjá hvernig heilu fjölskyldurnar mæta saman og borða jafnvel kvöldmatinn þarna og fara svo beint heim með börnin í háttinn. Ömmur og afar hafa einnig verið að mæta með barnabörnin sín, þau geta sest í notalega sófa og fengið sér kaffi og með því á meðan. Mig langar að enda þessa litlu grein á því að þakka innilega fyrir þennan stað sem virðist eingöngu vera rekinn með hjartanu. Höfundur er móðir sem bíður eftir leikskólaplássi.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar