Sex þúsund „skátar“, sextíu starfsmenn og blóðið rennur Sveinn Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2023 12:01 Um þessar mundir eru liðin sjötíu ár frá því að Blóðbankinn hóf formlega starfsemi sína. Fram að þeim tíma voru blóðgjafir skipulagðar af skátahreyfingunni. Blóðgjafi lagðist þá á bekk við hliðina á skurðarborðinu og blóðið rann beint til sjúklingsins. Þessari aðferð var reyndar beitt á afskekktari svæðum langt fram eftir öldinni og þótt gallar hennar hafi verið margir þá átti hún sér einn kost, sem þó er léttvægur í samhengi hlutanna; að blóðgjafi sá með eigin augum gagnsemi blóðgjafar sinnar. Í dag mæta blóðgjafar í húsnæði Blóðbankans á Snorrabraut eða Glerártorgi – eða í Blóðbankabílinn sem Rauði krossinn fjármagnaði í upphafi aldarinnar – og gefa blóð sem er síðan flokkað niður í blóðhluta og getur nýst allt að þremur sjúklingum. Blóðgjafarnir eru um sex þúsund talsins; þeim hefur því fjölgað mikið „skátunum“ sem gera nútíma heilbrigðisþjónustu mögulega með óeigingjörnu sjálfboðaliðastarfi sínu. Hvort sem litið er til krabbameinsmeðferðar eða meðferðar blóðsjúkdóma, skurðlækninga eða slysa, fæðinga eða nýburalækninga, þá er notkun blóðhluta einn af hornsteinum árangursríkar meðferðar og getur oft skilið milli lífs og dauða. Við sem samfélag eigum því blóðgjöfum mikið að þakka, því hvert og eitt okkar veit aldrei hvort og þá hvenær það gæti þurft á blóðhluta að halda. Sívaxandi starfsemi Þegar Blóðbankinn var stofnaður störfuðu þar fimm einstaklingar. Í dag erum við um sextíu og tilheyrum ólíkum fagstéttum. Okkar á meðal er fagfólk með gríðarlega sérþekkingu á vandasömum störfum á sviði læknisfræði, hjúkrunar, lífeindafræði, líffræði, starfsfólk sem sendir skilaboð til blóðgjafa, tryggir að nóg sé til af kexi og nasli og skipuleggur blóðsöfnun víða um land. Saman myndum við keðju sem má engan hlekk missa. Því okkar hlutverk er að tryggja öryggi blóðgjafanna, gæði blóðhlutanna, gæðaeftirlit, góða þjónustu og fagmennsku í hvívetna. Auk blóðsöfnunar sinnum við meðal annars blóðhlutavinnslu og afgreiðslu blóðhluta, ásamt því að veita mikilvæga þjónustu á sviði vefjaflokkunar fyrir þega og gjafa vegna líffæraígræðslu og þjónustu sem tengist blóðmyndandi stofnfrumumeðferð. Við störfum eftir ströngum gæðastöðlum en Blóðbankinn var brautryðjandi í gæðavottaðri heilbrigðisþjónustu á Íslandi og hefur verið með alþjóðlega ISO-9001-gæðavottun sinnar starfsemi frá árinu 2000. Mikilvægi Blóðbankans mun síst fara minnkandi á komandi árum. Með fólksfjölgun, hækkandi meðalaldri og gróskumikilli ferðaþjónustu eykst þörf fyrir blóðhluta í heilbrigðisþjónustu. Við þurfum því öll að leggjast á árarnar: heilbrigðisyfirvöld með framsækinni stefnumótun sem miðar að því að tryggja endurnýjun blóðgjafa, hið ómetanlega Blóðgjafafélag og blóðgjafar með sínu óeigingjarna starfi og síðan við í Blóðbankanum og á Landspítala sem berum ábyrgð á blóðbankaþjónustunni. Þakklæti til blóðgjafa Í dag hugsum við fyrst og fremst til allra þeirra sem notið hafa góðs af blóðbankaþjónustunni og þeirra sem gera hana mögulega. Þessi stóri skari Íslendinga og aðfluttra Íslendinga sem leggja frá sér skóflu, haka, blýant, tölvu, bók, ryksugu eða önnur verk og leggja leið sína í Blóðbankann til að gefa blóð. Þau liggja ekki við hlið þeirra sem njóta góðs af, en gefa engu að síður og bjarga þannig lífum fólks sem þau vita engin deili á. Þetta eru hetjur hvunndagsins, sjálfboðaliðar sem eru einn af hornsteinum íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Við fögnum í Blóðbankanum og þökkum öllu því framsækna fólki sem hefur átt þátt í stofnun og rekstri Blóðbankans í sjötíu ár. Til hamingju með daginn! Höfundur er yfirlæknir Blóðbankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðgjöf Heilbrigðismál Landsbankinn Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru liðin sjötíu ár frá því að Blóðbankinn hóf formlega starfsemi sína. Fram að þeim tíma voru blóðgjafir skipulagðar af skátahreyfingunni. Blóðgjafi lagðist þá á bekk við hliðina á skurðarborðinu og blóðið rann beint til sjúklingsins. Þessari aðferð var reyndar beitt á afskekktari svæðum langt fram eftir öldinni og þótt gallar hennar hafi verið margir þá átti hún sér einn kost, sem þó er léttvægur í samhengi hlutanna; að blóðgjafi sá með eigin augum gagnsemi blóðgjafar sinnar. Í dag mæta blóðgjafar í húsnæði Blóðbankans á Snorrabraut eða Glerártorgi – eða í Blóðbankabílinn sem Rauði krossinn fjármagnaði í upphafi aldarinnar – og gefa blóð sem er síðan flokkað niður í blóðhluta og getur nýst allt að þremur sjúklingum. Blóðgjafarnir eru um sex þúsund talsins; þeim hefur því fjölgað mikið „skátunum“ sem gera nútíma heilbrigðisþjónustu mögulega með óeigingjörnu sjálfboðaliðastarfi sínu. Hvort sem litið er til krabbameinsmeðferðar eða meðferðar blóðsjúkdóma, skurðlækninga eða slysa, fæðinga eða nýburalækninga, þá er notkun blóðhluta einn af hornsteinum árangursríkar meðferðar og getur oft skilið milli lífs og dauða. Við sem samfélag eigum því blóðgjöfum mikið að þakka, því hvert og eitt okkar veit aldrei hvort og þá hvenær það gæti þurft á blóðhluta að halda. Sívaxandi starfsemi Þegar Blóðbankinn var stofnaður störfuðu þar fimm einstaklingar. Í dag erum við um sextíu og tilheyrum ólíkum fagstéttum. Okkar á meðal er fagfólk með gríðarlega sérþekkingu á vandasömum störfum á sviði læknisfræði, hjúkrunar, lífeindafræði, líffræði, starfsfólk sem sendir skilaboð til blóðgjafa, tryggir að nóg sé til af kexi og nasli og skipuleggur blóðsöfnun víða um land. Saman myndum við keðju sem má engan hlekk missa. Því okkar hlutverk er að tryggja öryggi blóðgjafanna, gæði blóðhlutanna, gæðaeftirlit, góða þjónustu og fagmennsku í hvívetna. Auk blóðsöfnunar sinnum við meðal annars blóðhlutavinnslu og afgreiðslu blóðhluta, ásamt því að veita mikilvæga þjónustu á sviði vefjaflokkunar fyrir þega og gjafa vegna líffæraígræðslu og þjónustu sem tengist blóðmyndandi stofnfrumumeðferð. Við störfum eftir ströngum gæðastöðlum en Blóðbankinn var brautryðjandi í gæðavottaðri heilbrigðisþjónustu á Íslandi og hefur verið með alþjóðlega ISO-9001-gæðavottun sinnar starfsemi frá árinu 2000. Mikilvægi Blóðbankans mun síst fara minnkandi á komandi árum. Með fólksfjölgun, hækkandi meðalaldri og gróskumikilli ferðaþjónustu eykst þörf fyrir blóðhluta í heilbrigðisþjónustu. Við þurfum því öll að leggjast á árarnar: heilbrigðisyfirvöld með framsækinni stefnumótun sem miðar að því að tryggja endurnýjun blóðgjafa, hið ómetanlega Blóðgjafafélag og blóðgjafar með sínu óeigingjarna starfi og síðan við í Blóðbankanum og á Landspítala sem berum ábyrgð á blóðbankaþjónustunni. Þakklæti til blóðgjafa Í dag hugsum við fyrst og fremst til allra þeirra sem notið hafa góðs af blóðbankaþjónustunni og þeirra sem gera hana mögulega. Þessi stóri skari Íslendinga og aðfluttra Íslendinga sem leggja frá sér skóflu, haka, blýant, tölvu, bók, ryksugu eða önnur verk og leggja leið sína í Blóðbankann til að gefa blóð. Þau liggja ekki við hlið þeirra sem njóta góðs af, en gefa engu að síður og bjarga þannig lífum fólks sem þau vita engin deili á. Þetta eru hetjur hvunndagsins, sjálfboðaliðar sem eru einn af hornsteinum íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Við fögnum í Blóðbankanum og þökkum öllu því framsækna fólki sem hefur átt þátt í stofnun og rekstri Blóðbankans í sjötíu ár. Til hamingju með daginn! Höfundur er yfirlæknir Blóðbankans.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun