Í tilkynningu kemur fram að Gunnar Már hafi starfað hjá Icelandair í 37 ár þar sem hann var framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs í tvígang og síðar framkvæmdastjóri Icelandair Cargo í 15 ár. Hann lét nýverið af störfum sem sem framkvæmdastjóri Icelandair Cargo.
Hjá GA Telesis Engine Service OY verður hann yfir einni af grunnstarfsemi félagsins, hreyflaviðhaldsstöð þess sem er í Finnlandi.
GA Telesis er með starfsstöðvar víða um heim, en höfuðstöðvar þess eru í Bandaríkjunum. Gunnar hefur þegar hafið störf sem forstjóri GA Telesis Engine Service OY.