Ályktun um vopnahlé samþykkt – en hvað svo? Linda Ósk Árnadóttir, Sema Erla Serdaroglu og Yousef Ingi Tamimi skrifa 13. nóvember 2023 07:00 Eftir mánuð af endurteknum mótmælum, fjölda samstöðufunda og stöðugum þrýstingi frá almenningi á þingfólk, eftir áskoranir frá mannréttindasamtökum og fagfélögum sem og undirskriftalista sem þúsundir Íslendinga settu nafni sitt við, brást Alþingi loksins við þeim þjóðernishreinsunum sem eiga sér nú stað á Gaza og ályktaði þann 9. nóvember s.l. samhljóða um að kalla eftir vopnahléi í árásum Ísraelsríkis á Palestínu. Eftir að hafa orðið landi og þjóð til skammar á alþjóðavettvangi með því að sitja hjá í kosningu um svipaða ályktun á vettvangi Sameinuðu þjóðanna lét Alþingi sig málið loks varða eftir ákall frá almenningi en fram að því hafði ríkisstjórnin ekki vogað sér að segja upphátt orðið vopnahlé. Síðan Alþingi Íslendinga ályktaði um að kalla eftir vopnahléi hafa hundruðir saklausra borgara verið drepnir í Palestínu. Ísrael hefur áfram ráðist á fólk á flótta og myrt það, sprengt heimili fólks og látið sprengjum rigna yfir spítala sem hefur meðal annars haft þær afleiðingar að ekki hafi verið hægt að sinna fyrirburum sem þurfa á lífsnauðsynlegri aðstoð að halda vegna skorts á rafmagni og súrefni og hafa nokkur þeirra dáið. Þjóðarmorðið heldur áfram! Ísrael hefur skýrt markmið. Markmiðið er að þurrka út palestínsku þjóðina, drepa eins marga og hægt er, reka aðra á flótta og taka yfir restina af landi og auðlindum hennar. Markmiðið er frekari nýlendustefna og þjóðernishreinsanir. Allt eru þetta skýr brot á alþjóðalögum. Það er mjög skýrt að íslenska þjóðin styður ekki þær þjóðernishreinsanir sem eiga sér stað í Palestínu og fer fram á að Alþingi beiti sér að því að stöðva þjóðarmorðið í Palestínu. Í ályktun Alþingis stendur: „Alþingi fordæmir sömuleiðis allar aðgerðir ísraelskra stjórnvalda í kjölfarið sem brjóta gegn alþjóðlegum mannúðarlögum, þ.m.t. óheyrilega þjáningu, manntjón, mannfall almennra borgara og eyðileggingu borgaralegra innviða.“ Ályktun Alþingis um vopnahlé var lítið skref í rétta átt - en hvað tekur svo við? Íslenska ríkisstjórnin var, réttilega, fljót að fordæma innrás Rússlands í Úkraínu og tekur þátt í viðskiptaþvingunum á Rússland í þeim tilgangi að þvinga rússnesk stjórnvöld til þess að fara að alþjóðalögum og láta af stríðsrekstri sínum í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld “minnkuðu” að sama skapi stjórnmálasamband sitt við Rússland vegna innrásarinnar sem hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir saklausa borgara landsins og á sjálfstæði og fullveldi Úkraínu. Það er því með öllu óásættanlegt að íslenska ríkisstjórnin bregðist ekki við með afdráttarlausari hætti þegar Ísrael hefur myrt fleiri en 11 þúsund saklausa borgara Palestínu á einum mánuði, þar af yfir 4 þúsund börn, eyðilagt helming allra heimila á Gaza, ráðist á sjúkrahús og sjúkrabíla ásamt því að loka fyrir nánast allt flæði neyðabirgða, vatns, matvæla og rafmagns. Það fer ekki á milli mála að Ísrael hefur margbrotið alþjóðalög og farið gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, ekki bara undanfarinn mánuð, ávallt án nokkurra afleiðinga. Amnesty International, Human Right Watch og ísraelsku mannréttindasamtökin B’tselem hafa öll lýst því yfir að stefna Ísraels gegn Palestínu flokkist sem aðskilnaðarstefna (e.apartheid) sem er glæpur gegn mannkyni. Að Ísland skuli eiga í stjórnmála- og viðskiptasambandi við ríki sem hefur um árabil gerst sekt um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni er svartur blettur á utanríkisstefnu Íslands. Við getum og eigum að gera betur! Vægi pólitískrar ályktunar er fyrst og fremst mælt í þeim aðgerðum sem gripið er til svo kröfum hennar verður náð. Því er mikilvægt að ríkisstjórn Íslands grípi án tafar til aðgerða til þess að fylgja ályktuninni eftir og stuðla að því að fjöldamorð, stríðsglæpir og landrán ísraelskra stjórnvalda verði stöðvuð án tafar. Slíkar aðgerðir eiga að fela í sér slit á stjórnmálasambandi við Ísrael og viðskiptabann á ísraelska framleiðslu! Hvers konar diplómatískt samstarf við ísraelsk stjórnvöld sendir þau skilaboð til Ísraelsríkis að nýlendustefna þeirra og þjóðernishreinsanir séu ásættanlegar. Að sama skapi er samvinna í alþjóðlegum viðskiptum við Ísrael fjárhagslegur stuðningur við landrán þeirra, hernám og stríðsglæpi. Á meðan Ísland tekur ekki skýra afstöðu með alþjóðalögum og sýni það í verki að Ísland krefjist þess að ríki fylgi alþjóðalögum, þá ber Ísland óbeina ábyrgð á þeim fjöldamorðum sem eiga sér nú stað í Palestínu og gerir okkur öll samsek stríðsglæpum. Við neitum að vera gerð samsek í þjóðarmorði og förum því fram á að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael og setji viðskiptabann á ríkið án tafar! Höfundar þessarar greinar eru Linda Ósk Árnadóttir, Sema Erla Serdaroglu og Yousef Ingi Tamimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Yousef Ingi Tamimi Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eftir mánuð af endurteknum mótmælum, fjölda samstöðufunda og stöðugum þrýstingi frá almenningi á þingfólk, eftir áskoranir frá mannréttindasamtökum og fagfélögum sem og undirskriftalista sem þúsundir Íslendinga settu nafni sitt við, brást Alþingi loksins við þeim þjóðernishreinsunum sem eiga sér nú stað á Gaza og ályktaði þann 9. nóvember s.l. samhljóða um að kalla eftir vopnahléi í árásum Ísraelsríkis á Palestínu. Eftir að hafa orðið landi og þjóð til skammar á alþjóðavettvangi með því að sitja hjá í kosningu um svipaða ályktun á vettvangi Sameinuðu þjóðanna lét Alþingi sig málið loks varða eftir ákall frá almenningi en fram að því hafði ríkisstjórnin ekki vogað sér að segja upphátt orðið vopnahlé. Síðan Alþingi Íslendinga ályktaði um að kalla eftir vopnahléi hafa hundruðir saklausra borgara verið drepnir í Palestínu. Ísrael hefur áfram ráðist á fólk á flótta og myrt það, sprengt heimili fólks og látið sprengjum rigna yfir spítala sem hefur meðal annars haft þær afleiðingar að ekki hafi verið hægt að sinna fyrirburum sem þurfa á lífsnauðsynlegri aðstoð að halda vegna skorts á rafmagni og súrefni og hafa nokkur þeirra dáið. Þjóðarmorðið heldur áfram! Ísrael hefur skýrt markmið. Markmiðið er að þurrka út palestínsku þjóðina, drepa eins marga og hægt er, reka aðra á flótta og taka yfir restina af landi og auðlindum hennar. Markmiðið er frekari nýlendustefna og þjóðernishreinsanir. Allt eru þetta skýr brot á alþjóðalögum. Það er mjög skýrt að íslenska þjóðin styður ekki þær þjóðernishreinsanir sem eiga sér stað í Palestínu og fer fram á að Alþingi beiti sér að því að stöðva þjóðarmorðið í Palestínu. Í ályktun Alþingis stendur: „Alþingi fordæmir sömuleiðis allar aðgerðir ísraelskra stjórnvalda í kjölfarið sem brjóta gegn alþjóðlegum mannúðarlögum, þ.m.t. óheyrilega þjáningu, manntjón, mannfall almennra borgara og eyðileggingu borgaralegra innviða.“ Ályktun Alþingis um vopnahlé var lítið skref í rétta átt - en hvað tekur svo við? Íslenska ríkisstjórnin var, réttilega, fljót að fordæma innrás Rússlands í Úkraínu og tekur þátt í viðskiptaþvingunum á Rússland í þeim tilgangi að þvinga rússnesk stjórnvöld til þess að fara að alþjóðalögum og láta af stríðsrekstri sínum í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld “minnkuðu” að sama skapi stjórnmálasamband sitt við Rússland vegna innrásarinnar sem hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir saklausa borgara landsins og á sjálfstæði og fullveldi Úkraínu. Það er því með öllu óásættanlegt að íslenska ríkisstjórnin bregðist ekki við með afdráttarlausari hætti þegar Ísrael hefur myrt fleiri en 11 þúsund saklausa borgara Palestínu á einum mánuði, þar af yfir 4 þúsund börn, eyðilagt helming allra heimila á Gaza, ráðist á sjúkrahús og sjúkrabíla ásamt því að loka fyrir nánast allt flæði neyðabirgða, vatns, matvæla og rafmagns. Það fer ekki á milli mála að Ísrael hefur margbrotið alþjóðalög og farið gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, ekki bara undanfarinn mánuð, ávallt án nokkurra afleiðinga. Amnesty International, Human Right Watch og ísraelsku mannréttindasamtökin B’tselem hafa öll lýst því yfir að stefna Ísraels gegn Palestínu flokkist sem aðskilnaðarstefna (e.apartheid) sem er glæpur gegn mannkyni. Að Ísland skuli eiga í stjórnmála- og viðskiptasambandi við ríki sem hefur um árabil gerst sekt um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni er svartur blettur á utanríkisstefnu Íslands. Við getum og eigum að gera betur! Vægi pólitískrar ályktunar er fyrst og fremst mælt í þeim aðgerðum sem gripið er til svo kröfum hennar verður náð. Því er mikilvægt að ríkisstjórn Íslands grípi án tafar til aðgerða til þess að fylgja ályktuninni eftir og stuðla að því að fjöldamorð, stríðsglæpir og landrán ísraelskra stjórnvalda verði stöðvuð án tafar. Slíkar aðgerðir eiga að fela í sér slit á stjórnmálasambandi við Ísrael og viðskiptabann á ísraelska framleiðslu! Hvers konar diplómatískt samstarf við ísraelsk stjórnvöld sendir þau skilaboð til Ísraelsríkis að nýlendustefna þeirra og þjóðernishreinsanir séu ásættanlegar. Að sama skapi er samvinna í alþjóðlegum viðskiptum við Ísrael fjárhagslegur stuðningur við landrán þeirra, hernám og stríðsglæpi. Á meðan Ísland tekur ekki skýra afstöðu með alþjóðalögum og sýni það í verki að Ísland krefjist þess að ríki fylgi alþjóðalögum, þá ber Ísland óbeina ábyrgð á þeim fjöldamorðum sem eiga sér nú stað í Palestínu og gerir okkur öll samsek stríðsglæpum. Við neitum að vera gerð samsek í þjóðarmorði og förum því fram á að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael og setji viðskiptabann á ríkið án tafar! Höfundar þessarar greinar eru Linda Ósk Árnadóttir, Sema Erla Serdaroglu og Yousef Ingi Tamimi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar