Hvað verður um pappírinn þinn? Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 10. nóvember 2023 10:01 Pappír hefur fylgt manninum í mörg hundruð ár. Elstu dæmi um endurvinnslu á pappír birtast á níundu öld, þegar Japanir eru sagðir hafa endurnýtt pappír fyrstir allra. Pappír, og pappi, eru því gott endurvinnsluefni og mikilvægt að flokka rétt og vel. Rétt flokkun er nefnilega forsenda þess að öll endurvinnslukeðjan sem á eftir kemur virki sem skildi. SORPA tekur á móti 8.700 tonnum af pappír og pappa frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu í gegnum söfnunarkerfið við heimili, grenndarstöðvar og endurvinnslustöðvar. Öllum þessum tonnum er safnað saman í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi, sem má eiginlega kalla hjarta starfsemi SORPU, og þau flutt með skipi til útlanda, þar sem þau eru sett í endurvinnslufarveg. Það er nokkuð mismunandi nákvæmlega hvar pappírinn er á endanum endurunninn, því Stena Recycling, fyrirtækið sem tekur á móti pappírnum frá SORPU, endurvinnur hann ekki sjálft, heldur flokkar hann aðeins betur og kemur til fyrirtækja sem sérhæfa sig í pappírsendurvinnslu. Þessi fyrirtæki eru öll í Evrópu, til dæmis í Svíþjóð og Hollandi. Hvernig er pappír endurunninn? Endurvinnsluhlutfall pappírs er nokkuð hátt. Það er engin leið að segja hversu hátt endurvinnsluhlutfall nákvæmlega þess pappírs sem SORPA tekur á móti er, en meðaltöl pappírsendurvinnslufyrirtækjanna sem pappírinn endar hjá eru um 90 prósent. Restin sem ekki er hægt að endurvinna, er ýmist óendurvinnanlegur pappír, rusl sem var flokkað vitlaust eða annað efni sem af einhverjum ástæðum rataði í þennan farveg. Pappírsendurvinnsla er í sjálfu sér ekki verulega flókin. Notaður pappír er settur í risavaxið kar þar sem trefjarnar í honum eru leystar upp í heitu vatni, sem er í einhverjum tilvikum blandað ýmsum efnum. Þessar trefjar eru svo notaðar til að framleiða til dæmis pappírsumbúðir og allskonar pappír eins og eldhús- og salernispappír. Þannig pappír er vel að merkja sjaldnast hægt að endurvinna aftur. Notaður eldhúspappír á því frekar heima í tunnunni fyrir matarleifar eða blönduðum úrgangi heldur en í tunnunni fyrir pappír. Þessi um það bil 10 prósent af því sem fer í pappírsendurvinnslu og ekki er hægt að endurvinna er svo komið í endurnýtingarfarveg. Það þýðir að þessi 10 prósent eru ekki endurunnin heldur brennd til að framleiða orku, sem er skárri nýting á hráefni en að farga því með því að urða það, eins og við fjölluðum um í þessari grein. Hvaða máli skiptir endurvinnsla á pappír? Þegar öllu er á botninn hvolft: skiptir þessi flokkun og endurvinnsla á pappír einhverju máli? Væri ekki betra að brenna þetta allt saman og framleiða orku? Í stuttu máli: já, hún skiptir máli. Nei, það væri ekki betra. En hér er svarið í löngu máli. Það má til dæmis horfa til losunar koltvísýrings við notkun á nýjum pappír samanborið við endurunninn pappír. Í lífsferilsgreiningu, þar sem hlutur er skoðaður frá eins mörgum ófjárhagslegum hliðum og hægt er, kemur til dæmis í ljós að brennsla á endurvinnsluefnum til orkuvinnslu, sem reyndar telur hvort tveggja pappír og plast – það síðarnefnda hafandi mjög stórt kolefnisspor – veldur losun á rúmlega einu kílói af koltvísýringi fyrir hvert kíló sem er brennt. Til samanburðar sparast 0,36 kíló af koltvísýringi fyrir hvert kíló af endurvinnsluefnum þegar þau eru endurunnin – aftur, bæði pappír og plasti – samanborið við að framleiða úr nýjum hráefnum. Stuttu útgáfuna af þessari greiningu má finna hér og löngu, löngu útgáfuna hér. Í næstu viku tökum við svo fyrir annan, áhugaverðan ruslflokk: plast. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dofri Ólafsson Sorphirða Sorpa Umhverfismál Tengdar fréttir Hvað verður um blandaða ruslið þitt? Það rusl sem ekki er hægt að endurnota, endurvinna flokkast oft sem blandað rusl. Þetta getur verið ýmis konar rusl: dömubindi, blautklútar, bleyjur, ryksugupokar, kattasandur, hundaskítur, tyggjó, og margt, margt fleira. 1. nóvember 2023 10:30 Hvað verður um matarleifarnar þínar? Eitt það besta sem þú getur gert fyrir loftslagið er að flokka matarleifar. Fyrir skömmu hófst sérsöfnun á matarleifum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Í stað þess að urða matarleifar, sem veldur mikilli uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda, vinnum við þær í GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU. 25. október 2023 08:00 Hvað eru endurnot, endurvinnsla og endurnýting? Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? 18. október 2023 08:00 Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Pappír hefur fylgt manninum í mörg hundruð ár. Elstu dæmi um endurvinnslu á pappír birtast á níundu öld, þegar Japanir eru sagðir hafa endurnýtt pappír fyrstir allra. Pappír, og pappi, eru því gott endurvinnsluefni og mikilvægt að flokka rétt og vel. Rétt flokkun er nefnilega forsenda þess að öll endurvinnslukeðjan sem á eftir kemur virki sem skildi. SORPA tekur á móti 8.700 tonnum af pappír og pappa frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu í gegnum söfnunarkerfið við heimili, grenndarstöðvar og endurvinnslustöðvar. Öllum þessum tonnum er safnað saman í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi, sem má eiginlega kalla hjarta starfsemi SORPU, og þau flutt með skipi til útlanda, þar sem þau eru sett í endurvinnslufarveg. Það er nokkuð mismunandi nákvæmlega hvar pappírinn er á endanum endurunninn, því Stena Recycling, fyrirtækið sem tekur á móti pappírnum frá SORPU, endurvinnur hann ekki sjálft, heldur flokkar hann aðeins betur og kemur til fyrirtækja sem sérhæfa sig í pappírsendurvinnslu. Þessi fyrirtæki eru öll í Evrópu, til dæmis í Svíþjóð og Hollandi. Hvernig er pappír endurunninn? Endurvinnsluhlutfall pappírs er nokkuð hátt. Það er engin leið að segja hversu hátt endurvinnsluhlutfall nákvæmlega þess pappírs sem SORPA tekur á móti er, en meðaltöl pappírsendurvinnslufyrirtækjanna sem pappírinn endar hjá eru um 90 prósent. Restin sem ekki er hægt að endurvinna, er ýmist óendurvinnanlegur pappír, rusl sem var flokkað vitlaust eða annað efni sem af einhverjum ástæðum rataði í þennan farveg. Pappírsendurvinnsla er í sjálfu sér ekki verulega flókin. Notaður pappír er settur í risavaxið kar þar sem trefjarnar í honum eru leystar upp í heitu vatni, sem er í einhverjum tilvikum blandað ýmsum efnum. Þessar trefjar eru svo notaðar til að framleiða til dæmis pappírsumbúðir og allskonar pappír eins og eldhús- og salernispappír. Þannig pappír er vel að merkja sjaldnast hægt að endurvinna aftur. Notaður eldhúspappír á því frekar heima í tunnunni fyrir matarleifar eða blönduðum úrgangi heldur en í tunnunni fyrir pappír. Þessi um það bil 10 prósent af því sem fer í pappírsendurvinnslu og ekki er hægt að endurvinna er svo komið í endurnýtingarfarveg. Það þýðir að þessi 10 prósent eru ekki endurunnin heldur brennd til að framleiða orku, sem er skárri nýting á hráefni en að farga því með því að urða það, eins og við fjölluðum um í þessari grein. Hvaða máli skiptir endurvinnsla á pappír? Þegar öllu er á botninn hvolft: skiptir þessi flokkun og endurvinnsla á pappír einhverju máli? Væri ekki betra að brenna þetta allt saman og framleiða orku? Í stuttu máli: já, hún skiptir máli. Nei, það væri ekki betra. En hér er svarið í löngu máli. Það má til dæmis horfa til losunar koltvísýrings við notkun á nýjum pappír samanborið við endurunninn pappír. Í lífsferilsgreiningu, þar sem hlutur er skoðaður frá eins mörgum ófjárhagslegum hliðum og hægt er, kemur til dæmis í ljós að brennsla á endurvinnsluefnum til orkuvinnslu, sem reyndar telur hvort tveggja pappír og plast – það síðarnefnda hafandi mjög stórt kolefnisspor – veldur losun á rúmlega einu kílói af koltvísýringi fyrir hvert kíló sem er brennt. Til samanburðar sparast 0,36 kíló af koltvísýringi fyrir hvert kíló af endurvinnsluefnum þegar þau eru endurunnin – aftur, bæði pappír og plasti – samanborið við að framleiða úr nýjum hráefnum. Stuttu útgáfuna af þessari greiningu má finna hér og löngu, löngu útgáfuna hér. Í næstu viku tökum við svo fyrir annan, áhugaverðan ruslflokk: plast. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs.
Hvað verður um blandaða ruslið þitt? Það rusl sem ekki er hægt að endurnota, endurvinna flokkast oft sem blandað rusl. Þetta getur verið ýmis konar rusl: dömubindi, blautklútar, bleyjur, ryksugupokar, kattasandur, hundaskítur, tyggjó, og margt, margt fleira. 1. nóvember 2023 10:30
Hvað verður um matarleifarnar þínar? Eitt það besta sem þú getur gert fyrir loftslagið er að flokka matarleifar. Fyrir skömmu hófst sérsöfnun á matarleifum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Í stað þess að urða matarleifar, sem veldur mikilli uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda, vinnum við þær í GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU. 25. október 2023 08:00
Hvað eru endurnot, endurvinnsla og endurnýting? Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? 18. október 2023 08:00
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun