Opið bréf til ríkisstjórnarinnar! Aðgerðir núna Hafdís Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2023 13:01 Kæru ráðherrar, Ég er ekki vön því að skrifa ráðamönnum eða vera hávær opinberlega. En það er ekki hægt að horfa á það sem er að gerast í Palestínu og aðhafast ekkert eða að leyfa ykkur að draga Ísland niður í svaðið með fleiri vestrænum ríkjum. Ísrael hefur ítrekað brotið alþjóðalög, mannúðarlög og gerst sekt um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Má þar nefna með hernáminu, með því að koma á aðskilnaðarstefnu á hernumdum svæðum Palestínu, með ólöglegum landtökubyggðum, með því að vernda ekki óbreytta borgara heldur þvert á móti ráðast á þá sem og heilbrigðisstarfsfólk og fréttamenn, með því að sprengja sjúkrahús, skóla, sjúkrabíla og með því að loka á vatnsbirgðir, olíu, rafmagn, mat og hjálpargögn og aðrar lífsnauðsynjar til Gaza og svo áfram mætti telja. En til hvers eru lögin ef ekki er farið eftir þeim eða eiga lögin bara við um suma? Vestrænir pólitíkusar og fjölmiðlar margir virðast hafa fengið sömu handbókina um hvernig eigi að svara ásökunum á hendur Ísraels. Jú “Ísrael á rétt á að verja sig” og bera við Sáttmála Sameinuðu þjóðanna grein 51. En það er einfaldlega ekki rétt. Samkvæmt Alþjóðadómstólnum í Haag hefur Ísrael ekki rétt á að verja sig fyrir árásum frá svæði sem þeir sjálfir hernema (málsgrein 139, ráðgefandi álit frá 2004). Gaza er hernumið af Ísrael. Það er verið að fremja þjóðarmorð fyrir framan augun á okkur og þið aðhafist ekkert. Þið hunsið alþjóðalög, sitjið hjá í okkar nafni í atkvæðagreiðslu Neyðarfundar SU, utanríkisráðherra efast um að Ísraelsher sé að ráðast á Gaza og áfram er hægt að þylja upp tilvik þar sem vanhæfni ykkar sem þjóðarleiðtoga er augljós. Hver eruð þið eiginlega? Hvar er mannúðin? Hvar er réttlætið? Beitið ykkur fyrir því að koma á vopnahléi, fordæmið árásir og mannréttindabrot Ísraela gagnvart Palestínu, slítið stjórnmálasambandi við Ísrael og hvetjið til efnahagsþvingana gegn Ísrael þar til þau láta af aðskilnaðarstefnu sinni gagnvart Palestínu. Núna er tíminn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru ráðherrar, Ég er ekki vön því að skrifa ráðamönnum eða vera hávær opinberlega. En það er ekki hægt að horfa á það sem er að gerast í Palestínu og aðhafast ekkert eða að leyfa ykkur að draga Ísland niður í svaðið með fleiri vestrænum ríkjum. Ísrael hefur ítrekað brotið alþjóðalög, mannúðarlög og gerst sekt um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Má þar nefna með hernáminu, með því að koma á aðskilnaðarstefnu á hernumdum svæðum Palestínu, með ólöglegum landtökubyggðum, með því að vernda ekki óbreytta borgara heldur þvert á móti ráðast á þá sem og heilbrigðisstarfsfólk og fréttamenn, með því að sprengja sjúkrahús, skóla, sjúkrabíla og með því að loka á vatnsbirgðir, olíu, rafmagn, mat og hjálpargögn og aðrar lífsnauðsynjar til Gaza og svo áfram mætti telja. En til hvers eru lögin ef ekki er farið eftir þeim eða eiga lögin bara við um suma? Vestrænir pólitíkusar og fjölmiðlar margir virðast hafa fengið sömu handbókina um hvernig eigi að svara ásökunum á hendur Ísraels. Jú “Ísrael á rétt á að verja sig” og bera við Sáttmála Sameinuðu þjóðanna grein 51. En það er einfaldlega ekki rétt. Samkvæmt Alþjóðadómstólnum í Haag hefur Ísrael ekki rétt á að verja sig fyrir árásum frá svæði sem þeir sjálfir hernema (málsgrein 139, ráðgefandi álit frá 2004). Gaza er hernumið af Ísrael. Það er verið að fremja þjóðarmorð fyrir framan augun á okkur og þið aðhafist ekkert. Þið hunsið alþjóðalög, sitjið hjá í okkar nafni í atkvæðagreiðslu Neyðarfundar SU, utanríkisráðherra efast um að Ísraelsher sé að ráðast á Gaza og áfram er hægt að þylja upp tilvik þar sem vanhæfni ykkar sem þjóðarleiðtoga er augljós. Hver eruð þið eiginlega? Hvar er mannúðin? Hvar er réttlætið? Beitið ykkur fyrir því að koma á vopnahléi, fordæmið árásir og mannréttindabrot Ísraela gagnvart Palestínu, slítið stjórnmálasambandi við Ísrael og hvetjið til efnahagsþvingana gegn Ísrael þar til þau láta af aðskilnaðarstefnu sinni gagnvart Palestínu. Núna er tíminn.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar