Djúpir vasar skattgreiðenda Páll Steingrímsson skrifar 7. nóvember 2023 10:00 Á haustmánuðum boðaði ríkisstjórnin aðhald í ríkisfjármálum og skýra forgangsröðun verkefna til að nýta fjármuni þjóðarinnar sem best. Því er forvitnilegt að skoða hvernig forgangsröðunin og aðhaldið birtist í meðförum einstaka ráðherra, það er ráðherra fjölmiðla. Alls hlutu 25 fjölmiðlar stuðning. Ekki kemur á óvart að þeir fjölmiðlar sem bera höfuð og herðar yfir aðra hlutu mest, Árvakur og Sýn. Báðir halda úti metnaðarfullri dagskrá, Árvakur á vefmiðlum og prentmiðlum en Sýn á vefmiðlum, útvarpi og sjónvarpi. Ef aðeins er rýnt í vikulega vefmiðlanotkun þeirra sést að báðir hafa á þriðja hundrað þúsund notendur, um hálfa milljón innlita og um tvær milljónir flettinga. Með jafn fjölbreytta fjölmiðlun er fjöldi blaðamanna og annarra starfsmanna á hvorum miðli eðlilega þónokkur og fjölmiðlastyrkurinn þetta árið því allhár eða rúmlega 100 milljónir til hvors um sig. Það er þó einn fjölmiðill sem sker sig úr þegar rýnt er í tölfræði – og raunar á alla aðra vegu ef út í það er farið: Missögn, afsakið, Heimildin. Samkvæmt ársreikningi rekstrarfélags Heimildarinnar er fjórði hver blaðamaður á miðlinum með stöðu sakbornings. Líklega er það einsdæmi á heimsvísu. En skoðum aðeins tölfræðina þegar kemur að fjölmiðlastyrknum. Vil ég því bera Heimildina saman við Mannlíf, Árvakur og Sýn. Vert er að taka fram að samanburðurinn er heldur ósanngjarn í garð Árvakurs og Sýnar þar sem þeir fjölmiðlar nýta fjölmiðlastyrkinn ekki eingöngu í vefmiðil sinn heldur einnig í starfsemi sem snýr að prentmiðlum, útvarpi og sjónvarpi. Það er því varla hægt að segja að eftirfarandi samanburður sé á kostnað Heimildarinnar. Heimildir til samanburðarins eru fengnar af Topplista vefmiðla Gallup í nýliðinni viku og tilkynningu Fjölmiðlanefndar um úthlutun fjölmiðlastyrkja vegna ársins 2023. Skoðaði ég fjölmiðlastyrkinn miðað við fjölda notenda, innlita og flettinga á mbl.is, visir.is, mannlif.is og heimildin.is. Vissulega er um vikulegar tölur að ræða en þær eru engu að síður upplýsandi: 1) Styrkur per notanda a. Árvakur 510 kr. b. Sýn 502 kr. c. Mannlíf 417 kr. d. Heimildin 3299 kr. 2) Styrkur per innlit a. Árvakur 222 kr. b. Sýn 233 kr. c. Mannlíf 309 kr. d. Heimildin 2616 kr. 3) Styrkur per flettingu a. Árvakur 50 kr. b. Sýn 60 kr. c. Mannlíf 169 kr. d. Heimildin 1402 kr. Samkvæmt heimasíðu Heimildarinnar starfa 16 blaðamenn á ritstjórn auk 11 manns í margmiðlun, áskrift og sölu. Mikið held ég að einn ónefndur bloggari í Garðabæ væri sáttur ef hann fengi viðlíka stuðning fyrir að upplýsa um stærstu spillingarmál í íslenskum fjölmiðlaheimi sem styrkþegar keppast um að þagga niður. Til gamans má geta að notendur bloggsins hans eru 75% af vikulegum notendum Heimildarinnar og innlit nema tæplega 70%. Ekki nýtur hann stuðnings 11 manna söluteymis eða 16 manna ritstjórnar. Þrátt fyrir heilan her blaða- og sölumanna, sterkefnaða bakhjarla og samanlagt 37 milljón króna fjölmiðlastyrk árið 2022, töpuðu forverar Heimildarinnar tæplega 50 milljónum króna fyrir skatta samkvæmt ársreikningi 2022. Það er hverjum manni deginum ljósara að reksturinn er eins fjarri því að vera sjálfbær eða traustur og hugsast getur, fjölmiðillinn ofmannaður og neikvæðar og í mörgum tilfellum rangar fréttir þeirra ekki eftirsóknarverðar hjá íslensku þjóðinni. Er það nema von að samkvæmt glænýrri skýrslu um traust í íslensku samfélagi treysta innan við 30% íslenskum fjölmiðlum og fleiri vantreysta þeim heldur en ókunnugu fólki! Þegar rýnt er í framangreindar tölur: ósjálfbæran rekstur Heimildarinnar, lítið traust og mikið vantraust til íslenskra fjölmiðla, er þá lausnin að kasta á sjötta tug milljóna í slíka hít? Væri þá ekki nær að kalla fjölmiðlastyrkinn sínu rétta nafni? Styrk til góðgerðarmála. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Fjölmiðlar Mest lesið Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð – loksins orðin að veruleika Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Á haustmánuðum boðaði ríkisstjórnin aðhald í ríkisfjármálum og skýra forgangsröðun verkefna til að nýta fjármuni þjóðarinnar sem best. Því er forvitnilegt að skoða hvernig forgangsröðunin og aðhaldið birtist í meðförum einstaka ráðherra, það er ráðherra fjölmiðla. Alls hlutu 25 fjölmiðlar stuðning. Ekki kemur á óvart að þeir fjölmiðlar sem bera höfuð og herðar yfir aðra hlutu mest, Árvakur og Sýn. Báðir halda úti metnaðarfullri dagskrá, Árvakur á vefmiðlum og prentmiðlum en Sýn á vefmiðlum, útvarpi og sjónvarpi. Ef aðeins er rýnt í vikulega vefmiðlanotkun þeirra sést að báðir hafa á þriðja hundrað þúsund notendur, um hálfa milljón innlita og um tvær milljónir flettinga. Með jafn fjölbreytta fjölmiðlun er fjöldi blaðamanna og annarra starfsmanna á hvorum miðli eðlilega þónokkur og fjölmiðlastyrkurinn þetta árið því allhár eða rúmlega 100 milljónir til hvors um sig. Það er þó einn fjölmiðill sem sker sig úr þegar rýnt er í tölfræði – og raunar á alla aðra vegu ef út í það er farið: Missögn, afsakið, Heimildin. Samkvæmt ársreikningi rekstrarfélags Heimildarinnar er fjórði hver blaðamaður á miðlinum með stöðu sakbornings. Líklega er það einsdæmi á heimsvísu. En skoðum aðeins tölfræðina þegar kemur að fjölmiðlastyrknum. Vil ég því bera Heimildina saman við Mannlíf, Árvakur og Sýn. Vert er að taka fram að samanburðurinn er heldur ósanngjarn í garð Árvakurs og Sýnar þar sem þeir fjölmiðlar nýta fjölmiðlastyrkinn ekki eingöngu í vefmiðil sinn heldur einnig í starfsemi sem snýr að prentmiðlum, útvarpi og sjónvarpi. Það er því varla hægt að segja að eftirfarandi samanburður sé á kostnað Heimildarinnar. Heimildir til samanburðarins eru fengnar af Topplista vefmiðla Gallup í nýliðinni viku og tilkynningu Fjölmiðlanefndar um úthlutun fjölmiðlastyrkja vegna ársins 2023. Skoðaði ég fjölmiðlastyrkinn miðað við fjölda notenda, innlita og flettinga á mbl.is, visir.is, mannlif.is og heimildin.is. Vissulega er um vikulegar tölur að ræða en þær eru engu að síður upplýsandi: 1) Styrkur per notanda a. Árvakur 510 kr. b. Sýn 502 kr. c. Mannlíf 417 kr. d. Heimildin 3299 kr. 2) Styrkur per innlit a. Árvakur 222 kr. b. Sýn 233 kr. c. Mannlíf 309 kr. d. Heimildin 2616 kr. 3) Styrkur per flettingu a. Árvakur 50 kr. b. Sýn 60 kr. c. Mannlíf 169 kr. d. Heimildin 1402 kr. Samkvæmt heimasíðu Heimildarinnar starfa 16 blaðamenn á ritstjórn auk 11 manns í margmiðlun, áskrift og sölu. Mikið held ég að einn ónefndur bloggari í Garðabæ væri sáttur ef hann fengi viðlíka stuðning fyrir að upplýsa um stærstu spillingarmál í íslenskum fjölmiðlaheimi sem styrkþegar keppast um að þagga niður. Til gamans má geta að notendur bloggsins hans eru 75% af vikulegum notendum Heimildarinnar og innlit nema tæplega 70%. Ekki nýtur hann stuðnings 11 manna söluteymis eða 16 manna ritstjórnar. Þrátt fyrir heilan her blaða- og sölumanna, sterkefnaða bakhjarla og samanlagt 37 milljón króna fjölmiðlastyrk árið 2022, töpuðu forverar Heimildarinnar tæplega 50 milljónum króna fyrir skatta samkvæmt ársreikningi 2022. Það er hverjum manni deginum ljósara að reksturinn er eins fjarri því að vera sjálfbær eða traustur og hugsast getur, fjölmiðillinn ofmannaður og neikvæðar og í mörgum tilfellum rangar fréttir þeirra ekki eftirsóknarverðar hjá íslensku þjóðinni. Er það nema von að samkvæmt glænýrri skýrslu um traust í íslensku samfélagi treysta innan við 30% íslenskum fjölmiðlum og fleiri vantreysta þeim heldur en ókunnugu fólki! Þegar rýnt er í framangreindar tölur: ósjálfbæran rekstur Heimildarinnar, lítið traust og mikið vantraust til íslenskra fjölmiðla, er þá lausnin að kasta á sjötta tug milljóna í slíka hít? Væri þá ekki nær að kalla fjölmiðlastyrkinn sínu rétta nafni? Styrk til góðgerðarmála. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar