Ófrjósemi; vegferð von og vonbrigða Kristín Láretta Sighvatsdóttir skrifar 6. nóvember 2023 08:00 Foreldrar. Gildishlaðið orð og að mínu mati hlaðið fallegum gildum. Ég var samt aldrei sérstaklega viss um hvort ég vildi verða foreldri sjálf. Satt að segja hélt ég hreinlega alltaf að ég þyrfti ekkert endilega að ákveða það heldur væri það eitt af hlutverkum eða jafnvel skyldum mínum í lífinu. Á þeim tíma sem ég ólst upp var frjósemi aldrei til umræðu, enn síður ófrjósemi. Auðvitað hefur ófrjósemi alltaf verið vandamál sumra en það var þá ekki endilega rætt opinberlega. Jú vissulega vissi maður af eða þekkti eitt og eitt barn sem hafði verið ættleitt en aðrir krakkar vissu ekki endilega afhverju kom til ættleiðingarinnar. Ég bjó til þá sögu fyrir mig sjálfa að foreldrar þessa barna væru bara svona góðhjörtuð og hafi viljað bjarga börnunum úr slæmum aðstæðum heimalands þeirra. Án þess að efast um góðvilja téðra foreldra að þá er augljóst að meira lá að baki. Foreldrarnir voru að glíma við ófrjósemi. Nú, eftir á að hyggja, getur maður ímyndað sér allar þær raunir, þjáningar, sorg og hindranir sem þetta fólk hlítur að hafa gengið í gegnum áður en þau fengu draum sinn loksins rættan, að verða foreldrar. Það kom svo á daginn að ég þurfti aldeilis að ákveða það hvort ég vildi verða foreldri enda færði lífið mér og manninum mínum sjúkdóminn „ófrjósemi“. Um leið og sá dómur féll að þá breyttist allt. Kannski myndi ég aldrei verða foreldri, kannski myndi enginn kalla mig „mamma“, leita til mín eftir ráðum, eftir umhyggju, eftir skilyrðislausri ást. Ég vissi kannski ekki hvort ég vildi verða foreldri en um leið og möguleikinn var ekki sjálfsagður, þá varð hann nauðsynlegur. Við tók tímabil vona og vonbrigða sem virtist engan endi ætla að taka. Aldrei kom þetta jákvæða óléttupróf. Með hjálp og ráðum frá vinafólki sem hafði verið í sömu stöðu, fórum við erlendis í glasameðferð. Með hvatning og styrk allra í kringum okkur héldum við til utan til þess að láta drauminn rætast. Nú átti þetta að takast. Hvernig mátti annað vera? Við, með hjálp fjölskyldu búin að fjárfesta í rándýrri aðstoð sérfræðinga. Hvað gat klikkað? Það sem við vissum ekki þá var að jafnvel með aðstoð eru einungis 30 prósent líkur á jákvæðri niðurstöðu. Ef þú ert svo heppin að falla í þann hóp þá þarftu líka að vonast til að vera svo heppin að verða ekki fyrir fósturmissi. Um leið og prófið verður jákvætt tekur þessi nýi ótti við og hann hverfur ekki fyrr en barn er fætt lifandi. Við komum tómhent heim eftir utanlandsferðina en við erum foreldrar fullkomins drengs í dag eftir fleiri tilraunir. Ekki allir eru svo heppnir. Ófrjósemi hefur marga fylgifiska og er algjört mein fyrir þá sem hana hrjáir. Fólk í þessum sporum upplifir sig oft einangrað og hjálparlaust. Margir finna ekki skilning frá nærumhverfi sínu og þurfa að þola ónærgætni og skilningsleysi og fá spurningar á borð við „Afhverju ættleiðið þið ekki bara?“Ég skal ganga með barn fyrir ykkur“ „Getur þú ekki bara skroppið í bæinn eitt kvöldið?“ Þegar fólk er í þessu ferli er nauðsynlegt að geta talað við aðra sem eru í sömu sporum. Það var okkar reynsla. Góð vinkona mín benti okkur á samtökin Tilveru og þar höfum við fengið ómældan stuðning. Tilvera eru samtök um ófrjósemi og eru einu samtökin á landinu sem halda utan um málefnið. Meðlimir félagsins hafa aðgang að ómetanlegum stuðningi stjórnarmeðlima og annarra meðlima sem öll eru í sömu sporum, bæði með reglulegum samkomum og umræðuhóp á samfélagsmiðlum. Tilvera býður einnig sínum meðlimum upp á símatíma hjá sálfræðing sér að kostnaðarlausu. Tilvera heldur úti árlegri vitundarvakningu dagana 6.- 12. nóvember og í ár er viðfangsefnið „ófrjósemi og geðheilbrigði“. Hægt er að sjá dagskrá vitundarvakningu Tilveru á heimasíðu félagsins tilvera.is Höfundur er stjórnarmeðlimur Tilveru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Foreldrar. Gildishlaðið orð og að mínu mati hlaðið fallegum gildum. Ég var samt aldrei sérstaklega viss um hvort ég vildi verða foreldri sjálf. Satt að segja hélt ég hreinlega alltaf að ég þyrfti ekkert endilega að ákveða það heldur væri það eitt af hlutverkum eða jafnvel skyldum mínum í lífinu. Á þeim tíma sem ég ólst upp var frjósemi aldrei til umræðu, enn síður ófrjósemi. Auðvitað hefur ófrjósemi alltaf verið vandamál sumra en það var þá ekki endilega rætt opinberlega. Jú vissulega vissi maður af eða þekkti eitt og eitt barn sem hafði verið ættleitt en aðrir krakkar vissu ekki endilega afhverju kom til ættleiðingarinnar. Ég bjó til þá sögu fyrir mig sjálfa að foreldrar þessa barna væru bara svona góðhjörtuð og hafi viljað bjarga börnunum úr slæmum aðstæðum heimalands þeirra. Án þess að efast um góðvilja téðra foreldra að þá er augljóst að meira lá að baki. Foreldrarnir voru að glíma við ófrjósemi. Nú, eftir á að hyggja, getur maður ímyndað sér allar þær raunir, þjáningar, sorg og hindranir sem þetta fólk hlítur að hafa gengið í gegnum áður en þau fengu draum sinn loksins rættan, að verða foreldrar. Það kom svo á daginn að ég þurfti aldeilis að ákveða það hvort ég vildi verða foreldri enda færði lífið mér og manninum mínum sjúkdóminn „ófrjósemi“. Um leið og sá dómur féll að þá breyttist allt. Kannski myndi ég aldrei verða foreldri, kannski myndi enginn kalla mig „mamma“, leita til mín eftir ráðum, eftir umhyggju, eftir skilyrðislausri ást. Ég vissi kannski ekki hvort ég vildi verða foreldri en um leið og möguleikinn var ekki sjálfsagður, þá varð hann nauðsynlegur. Við tók tímabil vona og vonbrigða sem virtist engan endi ætla að taka. Aldrei kom þetta jákvæða óléttupróf. Með hjálp og ráðum frá vinafólki sem hafði verið í sömu stöðu, fórum við erlendis í glasameðferð. Með hvatning og styrk allra í kringum okkur héldum við til utan til þess að láta drauminn rætast. Nú átti þetta að takast. Hvernig mátti annað vera? Við, með hjálp fjölskyldu búin að fjárfesta í rándýrri aðstoð sérfræðinga. Hvað gat klikkað? Það sem við vissum ekki þá var að jafnvel með aðstoð eru einungis 30 prósent líkur á jákvæðri niðurstöðu. Ef þú ert svo heppin að falla í þann hóp þá þarftu líka að vonast til að vera svo heppin að verða ekki fyrir fósturmissi. Um leið og prófið verður jákvætt tekur þessi nýi ótti við og hann hverfur ekki fyrr en barn er fætt lifandi. Við komum tómhent heim eftir utanlandsferðina en við erum foreldrar fullkomins drengs í dag eftir fleiri tilraunir. Ekki allir eru svo heppnir. Ófrjósemi hefur marga fylgifiska og er algjört mein fyrir þá sem hana hrjáir. Fólk í þessum sporum upplifir sig oft einangrað og hjálparlaust. Margir finna ekki skilning frá nærumhverfi sínu og þurfa að þola ónærgætni og skilningsleysi og fá spurningar á borð við „Afhverju ættleiðið þið ekki bara?“Ég skal ganga með barn fyrir ykkur“ „Getur þú ekki bara skroppið í bæinn eitt kvöldið?“ Þegar fólk er í þessu ferli er nauðsynlegt að geta talað við aðra sem eru í sömu sporum. Það var okkar reynsla. Góð vinkona mín benti okkur á samtökin Tilveru og þar höfum við fengið ómældan stuðning. Tilvera eru samtök um ófrjósemi og eru einu samtökin á landinu sem halda utan um málefnið. Meðlimir félagsins hafa aðgang að ómetanlegum stuðningi stjórnarmeðlima og annarra meðlima sem öll eru í sömu sporum, bæði með reglulegum samkomum og umræðuhóp á samfélagsmiðlum. Tilvera býður einnig sínum meðlimum upp á símatíma hjá sálfræðing sér að kostnaðarlausu. Tilvera heldur úti árlegri vitundarvakningu dagana 6.- 12. nóvember og í ár er viðfangsefnið „ófrjósemi og geðheilbrigði“. Hægt er að sjá dagskrá vitundarvakningu Tilveru á heimasíðu félagsins tilvera.is Höfundur er stjórnarmeðlimur Tilveru.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun