Styður héraðsdómur þjóðarmorð? Ástþór Magnússon skrifar 2. nóvember 2023 11:00 Í dag fer fram málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur sem snýst um hvort Íslenskt þjóðfélag sé svo gegnumsýrt af hernaðarhyggju að það teljist hér eðlilegt að ræna matarpeningum af einstaklingum sem eiga um sárt að binda vegna hernaðaraðgerða sem þeir eru ekki þátttakendur í eða geta haft nein áhrif á. Snýst um grundvallarmannréttindi Um er ræða þrjú hundruð dollara peningasendingu til einstaklings í landi sem Íslensk stjórnvöld hafa skilgreint sem einræðisríki. Undir stjórn einræðisherra sem fyrrum utanríkisráðherra Íslands sagði “vega að þeim gildum sem við byggjum tilveru okkar á - grundvallarmannréttindum” Í hátíðisræðum vísa ráðamenn á að Ísland sé í fararbroddi í alþjóðlegri mannréttindabaráttu. En hátíðarræðurnar virðast ekki eiga við þá sjálfa eða okkar litla Ísland þegar kemur að því að virða mannréttindi. Sömu stjórnmálaforingjar virðast telja það fullkomlega eðlilegt að hafa af sveltandi fólki matarpeninga m.a. greiðslu fyrir fjarvinnu í þágu Íslensks fyrirtækis. Heimavinnandi húsmóður refsað Heimavinnandi húsmóðir sem hefur engar tengingar við hernað eða stjórnmál, búsett í landi sem Íslenskir ráðamenn hafa sagt stríð á hendur og segja stjórnað af miskunnarlausum einræðisherra. Vilja Íslensk stjórnvöld refsa þessari húsmóður fyrir gjörðir einræðisherrans? Arionbanki tók við 300 bandaríkjadölum sem áttu að sendast til einstaklings í Rússlandi þann 4 apríl 2022. Átján mánuðum síðar hefur bankinn hvorki skilað greiðslunni til viðtakanda í Rússlandi né skilað peningum til sendanda á Íslandi. Íslandi stjórnað frá Bandaríkjunum Bankinn ber fyrir sig viðskiptaþvingunum bandaríkjanna og segist hvorki geta komið peningunum áfram né skilað þeim til baka, peningarnir séu fastir hjá viðskiptafélögum sínum, Bank of America. Peningana sendi Arionbanki til vesturs í stað austurs. Þann 8 apríl 2022 segir starfsmaður Arionbanka: “Greiðslan er örugglega stopp hjá Regluvörslu Bank of America því það er ekki búið að skuldfæra okkar reikning fyrir þessari greiðslu.” Samkvæmt þessu fóru peningarnir aldrei út af reikningi Arionbanka sem virðast einfaldlega hafa dregið að sér þessa fjármuni sveltandi einstaklings í Rússlandi. Ekki aðeins fjárdráttur, einnig þátttaka í þjóðarmorði gegn rússneskum almenningi. Glæpur gegn mannúð Þvingunaraðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu geta ekki haft þau áhrif að verktakagreiðslum til almennra borgara í Rússlandi sé ekki komið til skila með þeim afleiðingum að óbreyttir borgarar kunni að svelta eða verða fyrir miklu óhagræði vegna þess. Sjá til hliðsjónar y-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 144/2018 um refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018144.html Athygli starfsmanna bankans var vakin á þessu með tölvupósti 17 ágúst 2022: “Mín skoðun á þessu máli og skoðun flestra í Friði 2000 að stöðva svona litlar launagreiðslur til almennra borgara í Rússlandi sé þjóðarmorð og með því að taka þátt í þessu séuð þið að brjóta lög.” Hvað gerir Héraðsdómur? Eftir ítrekaðar tilraunir til að leysa úr málinu var Arionbanka stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í janúar 2022. Bankinn skilaði síðan greinagerð í málinu uppá fleiri blaðsíður af froðu og útúrsnúningum sem lýsir ótrúlegu missamræmi í starfsháttum bankans enda reynt að verja óverjanlegt og svívirðilegt athæfi bankans og þátttöku starfsmanna í þjóðarmorði. Áhugavert verður að fylgjast með hvort Héraðsdómur Reykjavíkur heldur uppi sama tvískinnungnum og stjórnvöld þegar kemur að baráttunni um mannréttindi fyrir alla jarðarbúa. Þetta mál snýst um að fá úrskurð um sjálfstæði Íslands í alþjóðlegri mannréttindabaráttu. Mál nr. E-549/2023 Héraðsdómi Reykjavíkur Kl. 13:15 Dómsal 402 Höfundur er Stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Íslenskir bankar Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Í dag fer fram málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur sem snýst um hvort Íslenskt þjóðfélag sé svo gegnumsýrt af hernaðarhyggju að það teljist hér eðlilegt að ræna matarpeningum af einstaklingum sem eiga um sárt að binda vegna hernaðaraðgerða sem þeir eru ekki þátttakendur í eða geta haft nein áhrif á. Snýst um grundvallarmannréttindi Um er ræða þrjú hundruð dollara peningasendingu til einstaklings í landi sem Íslensk stjórnvöld hafa skilgreint sem einræðisríki. Undir stjórn einræðisherra sem fyrrum utanríkisráðherra Íslands sagði “vega að þeim gildum sem við byggjum tilveru okkar á - grundvallarmannréttindum” Í hátíðisræðum vísa ráðamenn á að Ísland sé í fararbroddi í alþjóðlegri mannréttindabaráttu. En hátíðarræðurnar virðast ekki eiga við þá sjálfa eða okkar litla Ísland þegar kemur að því að virða mannréttindi. Sömu stjórnmálaforingjar virðast telja það fullkomlega eðlilegt að hafa af sveltandi fólki matarpeninga m.a. greiðslu fyrir fjarvinnu í þágu Íslensks fyrirtækis. Heimavinnandi húsmóður refsað Heimavinnandi húsmóðir sem hefur engar tengingar við hernað eða stjórnmál, búsett í landi sem Íslenskir ráðamenn hafa sagt stríð á hendur og segja stjórnað af miskunnarlausum einræðisherra. Vilja Íslensk stjórnvöld refsa þessari húsmóður fyrir gjörðir einræðisherrans? Arionbanki tók við 300 bandaríkjadölum sem áttu að sendast til einstaklings í Rússlandi þann 4 apríl 2022. Átján mánuðum síðar hefur bankinn hvorki skilað greiðslunni til viðtakanda í Rússlandi né skilað peningum til sendanda á Íslandi. Íslandi stjórnað frá Bandaríkjunum Bankinn ber fyrir sig viðskiptaþvingunum bandaríkjanna og segist hvorki geta komið peningunum áfram né skilað þeim til baka, peningarnir séu fastir hjá viðskiptafélögum sínum, Bank of America. Peningana sendi Arionbanki til vesturs í stað austurs. Þann 8 apríl 2022 segir starfsmaður Arionbanka: “Greiðslan er örugglega stopp hjá Regluvörslu Bank of America því það er ekki búið að skuldfæra okkar reikning fyrir þessari greiðslu.” Samkvæmt þessu fóru peningarnir aldrei út af reikningi Arionbanka sem virðast einfaldlega hafa dregið að sér þessa fjármuni sveltandi einstaklings í Rússlandi. Ekki aðeins fjárdráttur, einnig þátttaka í þjóðarmorði gegn rússneskum almenningi. Glæpur gegn mannúð Þvingunaraðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu geta ekki haft þau áhrif að verktakagreiðslum til almennra borgara í Rússlandi sé ekki komið til skila með þeim afleiðingum að óbreyttir borgarar kunni að svelta eða verða fyrir miklu óhagræði vegna þess. Sjá til hliðsjónar y-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 144/2018 um refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018144.html Athygli starfsmanna bankans var vakin á þessu með tölvupósti 17 ágúst 2022: “Mín skoðun á þessu máli og skoðun flestra í Friði 2000 að stöðva svona litlar launagreiðslur til almennra borgara í Rússlandi sé þjóðarmorð og með því að taka þátt í þessu séuð þið að brjóta lög.” Hvað gerir Héraðsdómur? Eftir ítrekaðar tilraunir til að leysa úr málinu var Arionbanka stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í janúar 2022. Bankinn skilaði síðan greinagerð í málinu uppá fleiri blaðsíður af froðu og útúrsnúningum sem lýsir ótrúlegu missamræmi í starfsháttum bankans enda reynt að verja óverjanlegt og svívirðilegt athæfi bankans og þátttöku starfsmanna í þjóðarmorði. Áhugavert verður að fylgjast með hvort Héraðsdómur Reykjavíkur heldur uppi sama tvískinnungnum og stjórnvöld þegar kemur að baráttunni um mannréttindi fyrir alla jarðarbúa. Þetta mál snýst um að fá úrskurð um sjálfstæði Íslands í alþjóðlegri mannréttindabaráttu. Mál nr. E-549/2023 Héraðsdómi Reykjavíkur Kl. 13:15 Dómsal 402 Höfundur er Stofnandi Friðar 2000.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun