Hættum að ræða fátækt barna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 2. nóvember 2023 10:01 Margir hafa miklar áhyggjur af fátækt barna, enda er fátækt barna að aukast á milli ára, frá 12,7 í 13,1%. Meðal þeirra sem opinberað hafa áhyggjur sínar af fátækt barna eru t.d. forsætisráðherra og þingmenn. Við hljótum öll að vera sammála um að það eiga engin börn að búa við fátækt eða líða skort. En þá kemur að kjarna málsins; börn geta ekki verið fátæk. Þau geta búið við fátækt, en þar sem þau eru ekki fjárráða þá er það í besta falli blekking að láta eins og börn séu fátæk. Börn búa við fátækt einfaldlega af því að foreldrar þeirra eru fátækir. Börn búa t.d. við fátækt af því að foreldrar þeirra eru einstæðir og börn búa við fátækt af því að foreldrar þeirra vinna láglaunastörf. Einnig búa börn við fátækt af því að foreldrar þeirra eru á leigumarkaði og greiða allt of mikið í húsaleigu. Svo búa fjölmörg börn við fátækt af því foreldrar þeirra eru öryrkjar á fáránlega lágum bótum sem skerðast grimmilega. Ítrekað er rætt um fátækt barna, eins og enginn skilji hvers vegna svo er. Eins og við getum ekkert að þessu gert, að um náttúrulögmál sé að ræða. En við breytum ekki fátækt barna fyrr en við lögum kjör foreldra þeirra. Ef forsætisráðherra, aðrir ráðherrar og þingmenn, hafa í alvöru áhyggjur af fátækt barna, þá verða þau að bæta kjör foreldra þeirra, og nákvæmlega þar virðist hnífurinn standa í kúnni. Áhyggjurnar af fátækt barna eru ekki nógu miklar til að samstaða náist um það. Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt fram þingsályktunartillögu um 400 þúsund króna skatta- og skerðingarlaust. Þessi hógværa tillaga hefur ekki verið samþykkt, en hún er samt sem áður algjört lágmark sem við þurfum að tryggja fólki sé einhver vilji til þess að forða börnum frá fátækt. Til að fá um 400 þúsund krónur útborgaðar fyrir vinnu þarf fólk að hafa 525 þúsund króna laun. Það eru margir á töxtum hjá bæði Eflingu og VR sem eru með lægri laun fyrir fulla vinnu. En þrátt fyrir það er þetta fólkið sem ber víst ábyrgð á verðbólgunni og á að sýna skynsemi í kjarasamningum, ef marka má orð fulltrúa atvinnulífsins. Já, fólkið sem á vart til hnífs og skeiðar á að sýna hófsemi í kröfum, segja þeir sem eru með í kringum tvær milljónir í mánaðarlaun og vita ekkert hvernig það er að skorta fyrir nauðþurftum. Það er engin skynsemi í því að semja um laun sem ekki duga til framfærslu og ekki mun það hafa góð áhrif á fátækt barna. Ísland er eitt af ríkustu löndum heims og hér eiga allir að geta lifað hófsömu og mannsæmandi lífi. Hér þarf að setja fólkið í forgang, hækka laun og bætur, koma reglu á húsnæðismarkað og bæta kjör öryrkja og aldraðra. Hér á kjörorðið að vera: Fólkið fyrst og svo allt hitt. Aðeins þannig komum við í veg fyrir fátækt barna. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokkur fólksins Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Margir hafa miklar áhyggjur af fátækt barna, enda er fátækt barna að aukast á milli ára, frá 12,7 í 13,1%. Meðal þeirra sem opinberað hafa áhyggjur sínar af fátækt barna eru t.d. forsætisráðherra og þingmenn. Við hljótum öll að vera sammála um að það eiga engin börn að búa við fátækt eða líða skort. En þá kemur að kjarna málsins; börn geta ekki verið fátæk. Þau geta búið við fátækt, en þar sem þau eru ekki fjárráða þá er það í besta falli blekking að láta eins og börn séu fátæk. Börn búa við fátækt einfaldlega af því að foreldrar þeirra eru fátækir. Börn búa t.d. við fátækt af því að foreldrar þeirra eru einstæðir og börn búa við fátækt af því að foreldrar þeirra vinna láglaunastörf. Einnig búa börn við fátækt af því að foreldrar þeirra eru á leigumarkaði og greiða allt of mikið í húsaleigu. Svo búa fjölmörg börn við fátækt af því foreldrar þeirra eru öryrkjar á fáránlega lágum bótum sem skerðast grimmilega. Ítrekað er rætt um fátækt barna, eins og enginn skilji hvers vegna svo er. Eins og við getum ekkert að þessu gert, að um náttúrulögmál sé að ræða. En við breytum ekki fátækt barna fyrr en við lögum kjör foreldra þeirra. Ef forsætisráðherra, aðrir ráðherrar og þingmenn, hafa í alvöru áhyggjur af fátækt barna, þá verða þau að bæta kjör foreldra þeirra, og nákvæmlega þar virðist hnífurinn standa í kúnni. Áhyggjurnar af fátækt barna eru ekki nógu miklar til að samstaða náist um það. Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt fram þingsályktunartillögu um 400 þúsund króna skatta- og skerðingarlaust. Þessi hógværa tillaga hefur ekki verið samþykkt, en hún er samt sem áður algjört lágmark sem við þurfum að tryggja fólki sé einhver vilji til þess að forða börnum frá fátækt. Til að fá um 400 þúsund krónur útborgaðar fyrir vinnu þarf fólk að hafa 525 þúsund króna laun. Það eru margir á töxtum hjá bæði Eflingu og VR sem eru með lægri laun fyrir fulla vinnu. En þrátt fyrir það er þetta fólkið sem ber víst ábyrgð á verðbólgunni og á að sýna skynsemi í kjarasamningum, ef marka má orð fulltrúa atvinnulífsins. Já, fólkið sem á vart til hnífs og skeiðar á að sýna hófsemi í kröfum, segja þeir sem eru með í kringum tvær milljónir í mánaðarlaun og vita ekkert hvernig það er að skorta fyrir nauðþurftum. Það er engin skynsemi í því að semja um laun sem ekki duga til framfærslu og ekki mun það hafa góð áhrif á fátækt barna. Ísland er eitt af ríkustu löndum heims og hér eiga allir að geta lifað hófsömu og mannsæmandi lífi. Hér þarf að setja fólkið í forgang, hækka laun og bætur, koma reglu á húsnæðismarkað og bæta kjör öryrkja og aldraðra. Hér á kjörorðið að vera: Fólkið fyrst og svo allt hitt. Aðeins þannig komum við í veg fyrir fátækt barna. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun