Díll aldarinnar reyndist kerfisvilla Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2023 13:11 Ekki mikið að borga 18.700 krónur á mánuði fyrir slíka drossíu... Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað leigusamning á Teslu 3 Long Range ólöglegan en tæpt var það. Maður nokkur taldi sig vera að gera kaup aldarinnar þegar hann rakst á auglýsingu sem honum leyst vel á. Hún hljóðaði svo: „Verðlækkun! Ekki missa af þinni Teslu 3 Long Range til leigu strax“. Neðar hafi sagt: „Tesla 3 Long Range á lækkuðu verði! Tíminn er núna! Taktu þessu einstaka tilboði og fáðu þína Teslu á lækkuðu verði. Bókaðu núna“. Mánaðarleiga bifreiðarinnar átti að vera 18.700 krónur og maðurinn bókaði sig þegar fyrir 24 mánaða leigu á bílnum. En degi síðar var honum tilkynnt að leigugjaldið hafi verið rangt skráð á vefsíðu hans vegna villu í kerfisuppfærslu á henni. Hafi uppgefið verð því aðeins numið 10% af leiguverði en verðið átt að vera 187.000 krónur. Maðurinn var ekki tilbúinn að sleppa takinu á þessum reifarakaupum. Í úrskurðinum er meðal annars rakið að með langtímaleigu geti menn gert samning til 12, 24 eða 36 mánaða í senn. Slíkur samningur sé óuppsegjanlegur en með langtímaleigu greiði neytandi fast verð á mánuði fyrir bifreiðina en greiði ekkert annað. Neytandi þurfi ekki að hafa áhyggjur af afskriftum af verði bifreiðar, sem sé um 15% á ári, og leigusali greiði allan kostnað við viðhald, svo sem smurningu, dekk og dekkjaskipti, bifreiðagjöld, tryggingar og almennt viðhald og viðgerðir. Úrskurðarnefndin var ekki tilbúin til að fallast á að samningurinn héldi. Eins og atvikum er háttað yrði í þessu tilviki að telja hagsmuni bílaleigunnar ríkari af því að fá samningnum hnekkt en hagsmuni mannsins af því að samningurinn héldi gildi sínu. „Vegur hér þyngst sá mikli verðmunur sem var á tilboðsverðinu og raunvirði leigunnar sem og að mistökin voru leiðrétt svo skömmu eftir bókunina. Þá verður að líta til þess að sóknaraðili hlaut að hafa a.m.k. hugboð 7 um að verðlagningin gæti verið byggð á mistökum, þótt ekki sé fallist á að hann hafi verið í vondri trú við kaupsamningsgerðina,“ segir í úrskurði þar sem kröfunni um að samningurinn héldi var hafnað. Hér að neðan má sjá úrskurðinn í heild sinni, í tengdum skjölum. Tengd skjöl úrskurður_um_díl_aldarinnarPDF129KBSækja skjal Bílar Vistvænir bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Maður nokkur taldi sig vera að gera kaup aldarinnar þegar hann rakst á auglýsingu sem honum leyst vel á. Hún hljóðaði svo: „Verðlækkun! Ekki missa af þinni Teslu 3 Long Range til leigu strax“. Neðar hafi sagt: „Tesla 3 Long Range á lækkuðu verði! Tíminn er núna! Taktu þessu einstaka tilboði og fáðu þína Teslu á lækkuðu verði. Bókaðu núna“. Mánaðarleiga bifreiðarinnar átti að vera 18.700 krónur og maðurinn bókaði sig þegar fyrir 24 mánaða leigu á bílnum. En degi síðar var honum tilkynnt að leigugjaldið hafi verið rangt skráð á vefsíðu hans vegna villu í kerfisuppfærslu á henni. Hafi uppgefið verð því aðeins numið 10% af leiguverði en verðið átt að vera 187.000 krónur. Maðurinn var ekki tilbúinn að sleppa takinu á þessum reifarakaupum. Í úrskurðinum er meðal annars rakið að með langtímaleigu geti menn gert samning til 12, 24 eða 36 mánaða í senn. Slíkur samningur sé óuppsegjanlegur en með langtímaleigu greiði neytandi fast verð á mánuði fyrir bifreiðina en greiði ekkert annað. Neytandi þurfi ekki að hafa áhyggjur af afskriftum af verði bifreiðar, sem sé um 15% á ári, og leigusali greiði allan kostnað við viðhald, svo sem smurningu, dekk og dekkjaskipti, bifreiðagjöld, tryggingar og almennt viðhald og viðgerðir. Úrskurðarnefndin var ekki tilbúin til að fallast á að samningurinn héldi. Eins og atvikum er háttað yrði í þessu tilviki að telja hagsmuni bílaleigunnar ríkari af því að fá samningnum hnekkt en hagsmuni mannsins af því að samningurinn héldi gildi sínu. „Vegur hér þyngst sá mikli verðmunur sem var á tilboðsverðinu og raunvirði leigunnar sem og að mistökin voru leiðrétt svo skömmu eftir bókunina. Þá verður að líta til þess að sóknaraðili hlaut að hafa a.m.k. hugboð 7 um að verðlagningin gæti verið byggð á mistökum, þótt ekki sé fallist á að hann hafi verið í vondri trú við kaupsamningsgerðina,“ segir í úrskurði þar sem kröfunni um að samningurinn héldi var hafnað. Hér að neðan má sjá úrskurðinn í heild sinni, í tengdum skjölum. Tengd skjöl úrskurður_um_díl_aldarinnarPDF129KBSækja skjal
Bílar Vistvænir bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira