Falskar ástir (ekki Flóna-lagið) Arent Orri Jónsson skrifar 31. október 2023 12:00 Þegar ég hóf nám við Háskóla Íslands einkenndist samfélagið og kennslan af veirufaraldri. Fáeinum mánuðum síðar flæddi inn í byggingar skólans og sú litla kennsla sem þar var lagðist af. Þá kom upp sú staða að háskólanum vanti milljarð, og nú á síðustu vikum hefur legið fyrir úrskurður áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema þar sem nefndin taldi útreikning þriðjungshluta skrásetningargjalds skólans ekki byggja á fullnægjandi útreikningum. Hvernig má það vera að skólaganga stúdenta í dag einkennist af einhvers konar hremmingum hvað eftir annað, sem minna á plágurnar sem Móse á að hafa kallað yfir Egypta. Ég held raunar að ég hefði frekar kosið stærðarinnar haglél og þriggja daga myrkur eins og henti Egypta í sögunni, en þær „plágur“ kallast víst vetur hérlendis. En þetta ástand sem hefur komið upp núna, hvaða merkingu hefur það? Með öðrum orðum, hvað þýðir þessi úrskurður nefndarinnar? Fyrir rétt rúmum áratug hóf Vaka þá baráttu, þegar Sigurður Helgi, stjórnarmaður félagsins árið 2013-2014, fór að djöflast í skrásetningargjaldinu. Vaka gekk hart fram í þessu máli en ákvað að leggja niður spjótin í bili þegar samkomulag náðist við skólann um að hækka ekki gjaldið. Árið 2021 kærði stúdent gjaldtökuna, eða krafði skólann um endurgreiðslu skrásetningargjaldsins. Háskólaráð, æðsta ákvörðunarvald skólans, neitaði henni um það. Sú ákvörðun var kærð til áfrýjunarnefndarinnar, og niðurstaða hennar var sú að háskólinn ætti ekki að byggja gjaldið á forsendum fyrri ára heldur ætti að byggja á forsendum og útreikningum fyrir það ár sem um ræðir. Eðlilega. Háskólaráð tók því málið aftur fyrir, ræsti út stærðfræðideildina og reiknaði út þann kostnað sem hlýst af þjónustu skólans, sem ekki telst til kennslu eða rannsókna. Ráðið lagði þá útreikninga til grundvallar nýrri ákvörðun þar sem Háskólaráð hafnaði stúdentinum aftur um endurgreiðslu skrásetningargjaldsins, sem kærði svo ákvörðunina til nefndarinnar. Það er hérna sem nýi úrskurður áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema kemur við sögu. Úrskurðurinn er álit nefndarinnar á seinni ákvörðuninni. Mat nefndarinnar er það að ekki sé fullnægjandi að byggja útreikning skrásetningargjaldsins á tilteknum hlutföllum af raunkostnaði nema fyrir liggi greining á því á hverju þau hlutföll byggi. Sem sagt, um þriðjungshluti gjaldsins er ekki talinn nægjanlega rökstuddur. Rétt skal vera rétt, háskólanum er skylt að endurgreiða þennan þriðjungshluta ef í ljós kemur að sá kostnaður sem býr að baki gjaldinu sé minni en gjaldtakan fyrir þriðjungshlutinn. Hins vegar, er ekki inn í neinni mynd, því miður, að háskólanum yrði gert að endurgreiða hinn hluta þess, enda taldi nefndin ekkert varhugavert við þann hluta. Þá er samkvæmt áliti nefndarinnar, skýr heimild fyrir gjaldtökunni í lögum, það hvernig háskólinn stendur að henni er hins vegar ekki fullnægjandi. Þær fullyrðingar sem forseti Stúdentaráðs hefur lagt fram um að skrásetningargjaldið sé ólögmætt, er ekki bara rangt, heldur ósvífið. Álit nefndarinnar er eins og áður segir það að þeir útreikningar sem liggja að baki hluta skrásetningargjaldsins séu ekki nægjanlega rökstuddir. Á engan hátt og hvergi er nefndin að segja að gjaldið sé þar með allt ólöglegt eða að það sé ekki lagaheimild fyrir því. Ekki misskilja mig, ég væri mjög til í að fá 275 þúsund krónur lagðar inn á bankabók, hver væri það ekki? En staðan er bara ekki svona einföld. Fulltrúar Vöku fóru á fund með rektor í gær þar sem afstaða okkar var skýr – að sá hluti gjaldsins sem telst ekki standast skoðun, verði endurgreiddur, og rektor tók vel í þær kröfur og sagði þær eðlilegar og sanngjarnar. Það vekur reyndar upp margar spurningar að forseti Stúdentaráðs hafi ekki minnst einu orði á áðurnefndan úrskurð og fyrirhugaðar yfirlýsingar sínar þegar hún skrifaði undir samning við rektor síðasta þriðjudag um fjárframlög háskólans til Stúdentaráðs. Fjárframlög sem koma úr skrásetningargjaldinu. Forseti Stúdentaráðs minntist raunar ekki á úrskurðinn við Stúdentaráð fyrr en tæpum þremur vikum eftir að hún fékk hann í hendurnar, en það er önnur umræða. Samandregið er það álit mitt, og Vökuliða, að umræðan sem meirihluti Stúdentaráðs og skrifstofa þess hafa farið með, sé mjög villandi. Hún býr til falskar og glæstar vonir hjá stúdentum, lofar þeim endurgreiðslu á skólagjöldum allt til 2014, en byggja á litlu sem engu. Á sandi byggði heimskur maður hús, en á endurgreiðslu alls skrásetningargjaldsins frá og með 2014 byggir veruleikafirrt fólk. Höfundur er formaður Vöku – félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég hóf nám við Háskóla Íslands einkenndist samfélagið og kennslan af veirufaraldri. Fáeinum mánuðum síðar flæddi inn í byggingar skólans og sú litla kennsla sem þar var lagðist af. Þá kom upp sú staða að háskólanum vanti milljarð, og nú á síðustu vikum hefur legið fyrir úrskurður áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema þar sem nefndin taldi útreikning þriðjungshluta skrásetningargjalds skólans ekki byggja á fullnægjandi útreikningum. Hvernig má það vera að skólaganga stúdenta í dag einkennist af einhvers konar hremmingum hvað eftir annað, sem minna á plágurnar sem Móse á að hafa kallað yfir Egypta. Ég held raunar að ég hefði frekar kosið stærðarinnar haglél og þriggja daga myrkur eins og henti Egypta í sögunni, en þær „plágur“ kallast víst vetur hérlendis. En þetta ástand sem hefur komið upp núna, hvaða merkingu hefur það? Með öðrum orðum, hvað þýðir þessi úrskurður nefndarinnar? Fyrir rétt rúmum áratug hóf Vaka þá baráttu, þegar Sigurður Helgi, stjórnarmaður félagsins árið 2013-2014, fór að djöflast í skrásetningargjaldinu. Vaka gekk hart fram í þessu máli en ákvað að leggja niður spjótin í bili þegar samkomulag náðist við skólann um að hækka ekki gjaldið. Árið 2021 kærði stúdent gjaldtökuna, eða krafði skólann um endurgreiðslu skrásetningargjaldsins. Háskólaráð, æðsta ákvörðunarvald skólans, neitaði henni um það. Sú ákvörðun var kærð til áfrýjunarnefndarinnar, og niðurstaða hennar var sú að háskólinn ætti ekki að byggja gjaldið á forsendum fyrri ára heldur ætti að byggja á forsendum og útreikningum fyrir það ár sem um ræðir. Eðlilega. Háskólaráð tók því málið aftur fyrir, ræsti út stærðfræðideildina og reiknaði út þann kostnað sem hlýst af þjónustu skólans, sem ekki telst til kennslu eða rannsókna. Ráðið lagði þá útreikninga til grundvallar nýrri ákvörðun þar sem Háskólaráð hafnaði stúdentinum aftur um endurgreiðslu skrásetningargjaldsins, sem kærði svo ákvörðunina til nefndarinnar. Það er hérna sem nýi úrskurður áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema kemur við sögu. Úrskurðurinn er álit nefndarinnar á seinni ákvörðuninni. Mat nefndarinnar er það að ekki sé fullnægjandi að byggja útreikning skrásetningargjaldsins á tilteknum hlutföllum af raunkostnaði nema fyrir liggi greining á því á hverju þau hlutföll byggi. Sem sagt, um þriðjungshluti gjaldsins er ekki talinn nægjanlega rökstuddur. Rétt skal vera rétt, háskólanum er skylt að endurgreiða þennan þriðjungshluta ef í ljós kemur að sá kostnaður sem býr að baki gjaldinu sé minni en gjaldtakan fyrir þriðjungshlutinn. Hins vegar, er ekki inn í neinni mynd, því miður, að háskólanum yrði gert að endurgreiða hinn hluta þess, enda taldi nefndin ekkert varhugavert við þann hluta. Þá er samkvæmt áliti nefndarinnar, skýr heimild fyrir gjaldtökunni í lögum, það hvernig háskólinn stendur að henni er hins vegar ekki fullnægjandi. Þær fullyrðingar sem forseti Stúdentaráðs hefur lagt fram um að skrásetningargjaldið sé ólögmætt, er ekki bara rangt, heldur ósvífið. Álit nefndarinnar er eins og áður segir það að þeir útreikningar sem liggja að baki hluta skrásetningargjaldsins séu ekki nægjanlega rökstuddir. Á engan hátt og hvergi er nefndin að segja að gjaldið sé þar með allt ólöglegt eða að það sé ekki lagaheimild fyrir því. Ekki misskilja mig, ég væri mjög til í að fá 275 þúsund krónur lagðar inn á bankabók, hver væri það ekki? En staðan er bara ekki svona einföld. Fulltrúar Vöku fóru á fund með rektor í gær þar sem afstaða okkar var skýr – að sá hluti gjaldsins sem telst ekki standast skoðun, verði endurgreiddur, og rektor tók vel í þær kröfur og sagði þær eðlilegar og sanngjarnar. Það vekur reyndar upp margar spurningar að forseti Stúdentaráðs hafi ekki minnst einu orði á áðurnefndan úrskurð og fyrirhugaðar yfirlýsingar sínar þegar hún skrifaði undir samning við rektor síðasta þriðjudag um fjárframlög háskólans til Stúdentaráðs. Fjárframlög sem koma úr skrásetningargjaldinu. Forseti Stúdentaráðs minntist raunar ekki á úrskurðinn við Stúdentaráð fyrr en tæpum þremur vikum eftir að hún fékk hann í hendurnar, en það er önnur umræða. Samandregið er það álit mitt, og Vökuliða, að umræðan sem meirihluti Stúdentaráðs og skrifstofa þess hafa farið með, sé mjög villandi. Hún býr til falskar og glæstar vonir hjá stúdentum, lofar þeim endurgreiðslu á skólagjöldum allt til 2014, en byggja á litlu sem engu. Á sandi byggði heimskur maður hús, en á endurgreiðslu alls skrásetningargjaldsins frá og með 2014 byggir veruleikafirrt fólk. Höfundur er formaður Vöku – félags lýðræðissinnaðra stúdenta.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun