Nýtt hlið að höfuðborgarsvæðinu Davíð Þorláksson skrifar 27. október 2023 11:31 Nú styttist í að hægt verði að bjóða út fyrstu framkvæmdir vegna nýrrar Fossvogsbrúar, Öldu. Brúin verður krúnudjásnið í þeim framkvæmdum sem felast í Samgöngusáttmálanum. Í honum eru ellefu stofnvegaframkvæmdir, sex lotur Borgarlínunnar, fjöldi hjóla- og göngustíga, auk fjárfestinga í umferðarljósabúnaði og minni framkvæmdum sem bæta munu öryggi og umferðarflæði. Brúin tengir tvö stærstu sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins og landsins alls, Reykjavík og Kópavog. Gert er ráð fyrir að 6-9.000 manns muni eiga leið um hana með almenningssamgöngum daglega, þegar Borgarlínan verður komin í fulla notkun, auk fjölda gangandi og hjólandi. Brúin verður í miklu návígi við eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins í Nauthólsvík og Öskjuhlíð auk nýrrar byggðar og útvistarsvæða meðfram strandlengju Kópavogs. Hún verður að auki sýnileg öllum þeim sem aka milli Reykjavíkur og Kópavogs um Kringlumýrarbraut. Í dag eru það rúmlega 50.000 bílferðir á hverjum vikum degi eða rúmlega 60.000 manns. Hún mun væntanlega standa þarna vel fram á 22. öldina a.m.k., þótt erfitt sé að segja hve margt fólk muni þá eiga leið á eða framhjá henni og á hvaða fararmáta. Metnaður í hönnun Í ljósi alls þessa var ákveðið að fara í hönnunarsamkeppni í byrjun árs 2021, líklega þá einu sem verður farið í vegna Samgöngusáttmálans. Niðurstaðan kom í lok árs 2021, en það voru EFLA og BEAM Architects sem voru með sigurtillöguna. Síðan þá hefur undirbúningur og hönnun verið í fullum gangi og er nú á lokastigum. Kostnaður vegna hönnunar, framkvæmda, umsjónar og eftirlits er áætlaður um 6,1 milljarður og 1,4 milljarðar vegna landfyllinga. Kostnaðaráætlanir hafa hækkað talsvert frá upphafsáætlunum. Þar munar mestu um miklar hækkanir á verði á stáli og steypu, auk þess sem stækkað hefur þurft fyllingarnar við brúnna. Um 1,4 milljarðar króna sparast með því að nota hefðbundið stál í stað ryðfrís stáls, eins áður hafði verið gert ráð fyrir. Það mun þó augljóslega auka viðhaldskostnað, sem er áætlaður 400 milljónir á þessari öld. Ekki dýr í samanburði Þetta er því ekki ódýrt mannvirki og í því ljósi er eðlilegt að spurt sé hvort ekki sé hægt að fara hagkvæmari leiðir. Vegagerðin, sem annast undirbúning framkvæmdarinnar í samstarfi við okkur hjá Betri samgöngum, Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ, hefur borið kostnaðinn saman við nokkrar aðrar brýr sem hafa verið í undirbúningi. Er þar um að ræða brýr yfir Hornafjarðarfljót, Þorskafjörð, sem var vígð í fyrradag, Kvíá og Hverfisfljót. Niðurstaðan er að það munar ekki miklu í verði þótt að um mjög ólíkar brýr sé að ræða. Það þarf ekki alltaf að vera mikið dýrara að gera hluti fallega. Þess má líka geta að ef ákveðið væri að fara aðrar leiðir værum við aftur komin á byrjunarreit og allt að þriggja ára vinna þyrfti að eiga sér stað aftur með tilheyrandi töfum á framkvæmdum. Hugsum stórt Mér varð hugsað til þess þegar ég átti erindi í Aðalbyggingu Háskóla Íslands nýlega hve magnað það er að fátæk þjóð hafi á fyrri hluta 20. aldar verið svo stórhuga að byggja þá glæsilegu byggingu. Og ekki bara hana, heldur líka Eimskipafélagshúsið, Hallgrímskirkju, Hótel Borg, Kristskirkju, Landsímahúsið, Aðalbyggingu Landspítalans, Listasafn Íslands, Reykjavíkurapótek, Þjóðleikhúsið, Sundhöllina og Verkamannabústaðina. Er ég þá bara að nefna nokkrar af þeim byggingum, eftir Guðjón Samúelsson, sem voru byggðar miðsvæðis í Reykjavík. Geta þær kynslóðir sem eru nú að byggja upp landið, sem er nú eitt það ríkasta í heimi, ekki leyft sér að búa til stórhuga mannvirki, þótt þau séu e.t.v. aðeins dýrari? Hvers konar mannvirki viljum við skilja eftir fyrir börnin okkar og barnabörn á þessum vinsæla útivistarstað? Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Borgarlína Reykjavík Kópavogur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist í að hægt verði að bjóða út fyrstu framkvæmdir vegna nýrrar Fossvogsbrúar, Öldu. Brúin verður krúnudjásnið í þeim framkvæmdum sem felast í Samgöngusáttmálanum. Í honum eru ellefu stofnvegaframkvæmdir, sex lotur Borgarlínunnar, fjöldi hjóla- og göngustíga, auk fjárfestinga í umferðarljósabúnaði og minni framkvæmdum sem bæta munu öryggi og umferðarflæði. Brúin tengir tvö stærstu sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins og landsins alls, Reykjavík og Kópavog. Gert er ráð fyrir að 6-9.000 manns muni eiga leið um hana með almenningssamgöngum daglega, þegar Borgarlínan verður komin í fulla notkun, auk fjölda gangandi og hjólandi. Brúin verður í miklu návígi við eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins í Nauthólsvík og Öskjuhlíð auk nýrrar byggðar og útvistarsvæða meðfram strandlengju Kópavogs. Hún verður að auki sýnileg öllum þeim sem aka milli Reykjavíkur og Kópavogs um Kringlumýrarbraut. Í dag eru það rúmlega 50.000 bílferðir á hverjum vikum degi eða rúmlega 60.000 manns. Hún mun væntanlega standa þarna vel fram á 22. öldina a.m.k., þótt erfitt sé að segja hve margt fólk muni þá eiga leið á eða framhjá henni og á hvaða fararmáta. Metnaður í hönnun Í ljósi alls þessa var ákveðið að fara í hönnunarsamkeppni í byrjun árs 2021, líklega þá einu sem verður farið í vegna Samgöngusáttmálans. Niðurstaðan kom í lok árs 2021, en það voru EFLA og BEAM Architects sem voru með sigurtillöguna. Síðan þá hefur undirbúningur og hönnun verið í fullum gangi og er nú á lokastigum. Kostnaður vegna hönnunar, framkvæmda, umsjónar og eftirlits er áætlaður um 6,1 milljarður og 1,4 milljarðar vegna landfyllinga. Kostnaðaráætlanir hafa hækkað talsvert frá upphafsáætlunum. Þar munar mestu um miklar hækkanir á verði á stáli og steypu, auk þess sem stækkað hefur þurft fyllingarnar við brúnna. Um 1,4 milljarðar króna sparast með því að nota hefðbundið stál í stað ryðfrís stáls, eins áður hafði verið gert ráð fyrir. Það mun þó augljóslega auka viðhaldskostnað, sem er áætlaður 400 milljónir á þessari öld. Ekki dýr í samanburði Þetta er því ekki ódýrt mannvirki og í því ljósi er eðlilegt að spurt sé hvort ekki sé hægt að fara hagkvæmari leiðir. Vegagerðin, sem annast undirbúning framkvæmdarinnar í samstarfi við okkur hjá Betri samgöngum, Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ, hefur borið kostnaðinn saman við nokkrar aðrar brýr sem hafa verið í undirbúningi. Er þar um að ræða brýr yfir Hornafjarðarfljót, Þorskafjörð, sem var vígð í fyrradag, Kvíá og Hverfisfljót. Niðurstaðan er að það munar ekki miklu í verði þótt að um mjög ólíkar brýr sé að ræða. Það þarf ekki alltaf að vera mikið dýrara að gera hluti fallega. Þess má líka geta að ef ákveðið væri að fara aðrar leiðir værum við aftur komin á byrjunarreit og allt að þriggja ára vinna þyrfti að eiga sér stað aftur með tilheyrandi töfum á framkvæmdum. Hugsum stórt Mér varð hugsað til þess þegar ég átti erindi í Aðalbyggingu Háskóla Íslands nýlega hve magnað það er að fátæk þjóð hafi á fyrri hluta 20. aldar verið svo stórhuga að byggja þá glæsilegu byggingu. Og ekki bara hana, heldur líka Eimskipafélagshúsið, Hallgrímskirkju, Hótel Borg, Kristskirkju, Landsímahúsið, Aðalbyggingu Landspítalans, Listasafn Íslands, Reykjavíkurapótek, Þjóðleikhúsið, Sundhöllina og Verkamannabústaðina. Er ég þá bara að nefna nokkrar af þeim byggingum, eftir Guðjón Samúelsson, sem voru byggðar miðsvæðis í Reykjavík. Geta þær kynslóðir sem eru nú að byggja upp landið, sem er nú eitt það ríkasta í heimi, ekki leyft sér að búa til stórhuga mannvirki, þótt þau séu e.t.v. aðeins dýrari? Hvers konar mannvirki viljum við skilja eftir fyrir börnin okkar og barnabörn á þessum vinsæla útivistarstað? Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun