Nýtt hlið að höfuðborgarsvæðinu Davíð Þorláksson skrifar 27. október 2023 11:31 Nú styttist í að hægt verði að bjóða út fyrstu framkvæmdir vegna nýrrar Fossvogsbrúar, Öldu. Brúin verður krúnudjásnið í þeim framkvæmdum sem felast í Samgöngusáttmálanum. Í honum eru ellefu stofnvegaframkvæmdir, sex lotur Borgarlínunnar, fjöldi hjóla- og göngustíga, auk fjárfestinga í umferðarljósabúnaði og minni framkvæmdum sem bæta munu öryggi og umferðarflæði. Brúin tengir tvö stærstu sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins og landsins alls, Reykjavík og Kópavog. Gert er ráð fyrir að 6-9.000 manns muni eiga leið um hana með almenningssamgöngum daglega, þegar Borgarlínan verður komin í fulla notkun, auk fjölda gangandi og hjólandi. Brúin verður í miklu návígi við eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins í Nauthólsvík og Öskjuhlíð auk nýrrar byggðar og útvistarsvæða meðfram strandlengju Kópavogs. Hún verður að auki sýnileg öllum þeim sem aka milli Reykjavíkur og Kópavogs um Kringlumýrarbraut. Í dag eru það rúmlega 50.000 bílferðir á hverjum vikum degi eða rúmlega 60.000 manns. Hún mun væntanlega standa þarna vel fram á 22. öldina a.m.k., þótt erfitt sé að segja hve margt fólk muni þá eiga leið á eða framhjá henni og á hvaða fararmáta. Metnaður í hönnun Í ljósi alls þessa var ákveðið að fara í hönnunarsamkeppni í byrjun árs 2021, líklega þá einu sem verður farið í vegna Samgöngusáttmálans. Niðurstaðan kom í lok árs 2021, en það voru EFLA og BEAM Architects sem voru með sigurtillöguna. Síðan þá hefur undirbúningur og hönnun verið í fullum gangi og er nú á lokastigum. Kostnaður vegna hönnunar, framkvæmda, umsjónar og eftirlits er áætlaður um 6,1 milljarður og 1,4 milljarðar vegna landfyllinga. Kostnaðaráætlanir hafa hækkað talsvert frá upphafsáætlunum. Þar munar mestu um miklar hækkanir á verði á stáli og steypu, auk þess sem stækkað hefur þurft fyllingarnar við brúnna. Um 1,4 milljarðar króna sparast með því að nota hefðbundið stál í stað ryðfrís stáls, eins áður hafði verið gert ráð fyrir. Það mun þó augljóslega auka viðhaldskostnað, sem er áætlaður 400 milljónir á þessari öld. Ekki dýr í samanburði Þetta er því ekki ódýrt mannvirki og í því ljósi er eðlilegt að spurt sé hvort ekki sé hægt að fara hagkvæmari leiðir. Vegagerðin, sem annast undirbúning framkvæmdarinnar í samstarfi við okkur hjá Betri samgöngum, Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ, hefur borið kostnaðinn saman við nokkrar aðrar brýr sem hafa verið í undirbúningi. Er þar um að ræða brýr yfir Hornafjarðarfljót, Þorskafjörð, sem var vígð í fyrradag, Kvíá og Hverfisfljót. Niðurstaðan er að það munar ekki miklu í verði þótt að um mjög ólíkar brýr sé að ræða. Það þarf ekki alltaf að vera mikið dýrara að gera hluti fallega. Þess má líka geta að ef ákveðið væri að fara aðrar leiðir værum við aftur komin á byrjunarreit og allt að þriggja ára vinna þyrfti að eiga sér stað aftur með tilheyrandi töfum á framkvæmdum. Hugsum stórt Mér varð hugsað til þess þegar ég átti erindi í Aðalbyggingu Háskóla Íslands nýlega hve magnað það er að fátæk þjóð hafi á fyrri hluta 20. aldar verið svo stórhuga að byggja þá glæsilegu byggingu. Og ekki bara hana, heldur líka Eimskipafélagshúsið, Hallgrímskirkju, Hótel Borg, Kristskirkju, Landsímahúsið, Aðalbyggingu Landspítalans, Listasafn Íslands, Reykjavíkurapótek, Þjóðleikhúsið, Sundhöllina og Verkamannabústaðina. Er ég þá bara að nefna nokkrar af þeim byggingum, eftir Guðjón Samúelsson, sem voru byggðar miðsvæðis í Reykjavík. Geta þær kynslóðir sem eru nú að byggja upp landið, sem er nú eitt það ríkasta í heimi, ekki leyft sér að búa til stórhuga mannvirki, þótt þau séu e.t.v. aðeins dýrari? Hvers konar mannvirki viljum við skilja eftir fyrir börnin okkar og barnabörn á þessum vinsæla útivistarstað? Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Borgarlína Reykjavík Kópavogur Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Nú styttist í að hægt verði að bjóða út fyrstu framkvæmdir vegna nýrrar Fossvogsbrúar, Öldu. Brúin verður krúnudjásnið í þeim framkvæmdum sem felast í Samgöngusáttmálanum. Í honum eru ellefu stofnvegaframkvæmdir, sex lotur Borgarlínunnar, fjöldi hjóla- og göngustíga, auk fjárfestinga í umferðarljósabúnaði og minni framkvæmdum sem bæta munu öryggi og umferðarflæði. Brúin tengir tvö stærstu sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins og landsins alls, Reykjavík og Kópavog. Gert er ráð fyrir að 6-9.000 manns muni eiga leið um hana með almenningssamgöngum daglega, þegar Borgarlínan verður komin í fulla notkun, auk fjölda gangandi og hjólandi. Brúin verður í miklu návígi við eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins í Nauthólsvík og Öskjuhlíð auk nýrrar byggðar og útvistarsvæða meðfram strandlengju Kópavogs. Hún verður að auki sýnileg öllum þeim sem aka milli Reykjavíkur og Kópavogs um Kringlumýrarbraut. Í dag eru það rúmlega 50.000 bílferðir á hverjum vikum degi eða rúmlega 60.000 manns. Hún mun væntanlega standa þarna vel fram á 22. öldina a.m.k., þótt erfitt sé að segja hve margt fólk muni þá eiga leið á eða framhjá henni og á hvaða fararmáta. Metnaður í hönnun Í ljósi alls þessa var ákveðið að fara í hönnunarsamkeppni í byrjun árs 2021, líklega þá einu sem verður farið í vegna Samgöngusáttmálans. Niðurstaðan kom í lok árs 2021, en það voru EFLA og BEAM Architects sem voru með sigurtillöguna. Síðan þá hefur undirbúningur og hönnun verið í fullum gangi og er nú á lokastigum. Kostnaður vegna hönnunar, framkvæmda, umsjónar og eftirlits er áætlaður um 6,1 milljarður og 1,4 milljarðar vegna landfyllinga. Kostnaðaráætlanir hafa hækkað talsvert frá upphafsáætlunum. Þar munar mestu um miklar hækkanir á verði á stáli og steypu, auk þess sem stækkað hefur þurft fyllingarnar við brúnna. Um 1,4 milljarðar króna sparast með því að nota hefðbundið stál í stað ryðfrís stáls, eins áður hafði verið gert ráð fyrir. Það mun þó augljóslega auka viðhaldskostnað, sem er áætlaður 400 milljónir á þessari öld. Ekki dýr í samanburði Þetta er því ekki ódýrt mannvirki og í því ljósi er eðlilegt að spurt sé hvort ekki sé hægt að fara hagkvæmari leiðir. Vegagerðin, sem annast undirbúning framkvæmdarinnar í samstarfi við okkur hjá Betri samgöngum, Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ, hefur borið kostnaðinn saman við nokkrar aðrar brýr sem hafa verið í undirbúningi. Er þar um að ræða brýr yfir Hornafjarðarfljót, Þorskafjörð, sem var vígð í fyrradag, Kvíá og Hverfisfljót. Niðurstaðan er að það munar ekki miklu í verði þótt að um mjög ólíkar brýr sé að ræða. Það þarf ekki alltaf að vera mikið dýrara að gera hluti fallega. Þess má líka geta að ef ákveðið væri að fara aðrar leiðir værum við aftur komin á byrjunarreit og allt að þriggja ára vinna þyrfti að eiga sér stað aftur með tilheyrandi töfum á framkvæmdum. Hugsum stórt Mér varð hugsað til þess þegar ég átti erindi í Aðalbyggingu Háskóla Íslands nýlega hve magnað það er að fátæk þjóð hafi á fyrri hluta 20. aldar verið svo stórhuga að byggja þá glæsilegu byggingu. Og ekki bara hana, heldur líka Eimskipafélagshúsið, Hallgrímskirkju, Hótel Borg, Kristskirkju, Landsímahúsið, Aðalbyggingu Landspítalans, Listasafn Íslands, Reykjavíkurapótek, Þjóðleikhúsið, Sundhöllina og Verkamannabústaðina. Er ég þá bara að nefna nokkrar af þeim byggingum, eftir Guðjón Samúelsson, sem voru byggðar miðsvæðis í Reykjavík. Geta þær kynslóðir sem eru nú að byggja upp landið, sem er nú eitt það ríkasta í heimi, ekki leyft sér að búa til stórhuga mannvirki, þótt þau séu e.t.v. aðeins dýrari? Hvers konar mannvirki viljum við skilja eftir fyrir börnin okkar og barnabörn á þessum vinsæla útivistarstað? Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun