Líf eða dauði ungra bænda Högni Elfar Gylfason skrifar 27. október 2023 11:01 Í gær var haldinn baráttufundur Samtaka ungra bænda í Salnum í Kópavogi. Því miður var tilefnið ærið og erindið var við ráðamenn þjóðarinnar. Eftir áralangan barning bænda við að ná endum saman undir regluverki stjórnvalda, síminnkandi stuðningi þeirra og í samkeppni stóraukinn innflutning erlendra landbúnaðarvara sem gerður er með vitund og vilja ríkisstjórnarflokkanna er komið að krossgötum. Margir bændur og þá helst sauðfjárbændur hafa árum saman orðið að ná sér í tekjur með aukavinnu utan búa sinna. Á því hefur nú orðið sú breyting að kúabændur hafa bæst í þann hóp því búin bera ekki að greidd séu nein laun, þ.e. ef bankarnir eiga að fá sína okurvexti greidda á réttum tíma. Verst er ástandið hjá þeim sem farið hafa í endurbætur og uppbyggingu, ásamt þeim sem nýlega hafa keypt bújarðir og hafið búskap, vegna gífurlega hás vaxtastigs. Þetta vaxtastig hefur ekkert með rekstur í sveitum að gera, heldur er það að miklu leyti til komið vegna óráðsíu í fjármálum ríkisins sem hefur valdið þenslu í þjóðfélaginu. Ýmsar aðrar ástæður liggja einnig að baki s.s. þensla á húsnæðismarkaði og atvinnumarkaði í þéttbýlinu. Á fundinum kom fram hjá Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að engir peningar væru til til að gera neitt í málunum vegna yfirvofandi fjöldagjaldþrota hjá ungum bændum. Málið hefði þó verið sett í nefnd sem ætti að skila niðurstöðum eftir einhverjar vikur. Fróðlegt verður að sjá hvort þaðan koma bitastæðar lausnir eða yfirborðskenndar æfingar í nútíma sýndarmennsku og dyggðaflöggun. Á sama tíma og staðan hefur farið hríðversnandi í rekstri bænda hafa stjórnvöld svo sannarlega ekki látið sitt eftir liggja við að reyna að hrinda þeim fram af bjargbrúninni. Það hafa þau gert með síendurteknum ákvörðunum sínum um auknar kröfur á greinina ásamt hækkunum gjalda. Má þar til dæmis nefna þegar til stóð að stórhækka eftirlitsgjöld Matvælastofnunar í boði stjórnvalda, sem var þó slegið af eftir mikið fjaðrafok “að sinni” að sögn matvælaráðherra. Þá stóðu ríkisstjórnarflokkarnir einhuga að því að þrefalda úrvinnslugjald á heyrúlluplast algjörlega án neinna haldbærra raka um nauðsyn þess. Í því máli greiddu aðeins þingmenn Miðflokksins atkvæði gegn hækkuninni. Nú þegar grafalvarlegt ástandið er svo hressilega komið upp á yfirborðið er rétt að benda á að enn vinnur Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra einarðlega gegn því að ungir bændur fái “Laun fyrir lífi” eins og þeir eru að fara fram á. Hún hefur nefnilega boðað að 1.nóvember næstkomandi muni hún veita einni grein landbúnaðar tæknilegt rothögg með því að fella niður reglugerð um blóðtöku úr hryssum og taka í staðinn upp reglugerð Evrópusambandsins sem gerð er til verndar dýra sem eru svo óheppin að vera notuð í tilraunum á tilraunastofum, s.s. músum, rottum og apaköttum. Eftir lestur reglugerðanna verður enganvegin séð hvernig rétt geti talist að fella blóðmerahald undir innfluttu reglugerðina. Hinsvegar kemur þar berlega í ljós að útilokað er að stunda þessa grein landbúnaðar undir nýju reglunum. Því kalla ég það tæknilegt rothögg þegar ráðherra bannar ekki beinlínis starfssemina en kemur í veg fyrir að hægt sé að stunda hana. Blóðtaka úr merum hefur verið stunduð lengi og í langflestum tilfellum sem stuðningur við aðalstarfssemi búanna s.s. sauðfjárrækt þannig að bændur þurfi síður að vinna í burtu til að ná endum saman. Blóðtaka úr merum hefur í sumum tilfellum verið forsenda jarðakaupalána ungra bænda þó önnur grein sé aðalstarfssemin því rekstraráætlun þarf að vera raunhæf svo lán fáist. Bráðaaðgerða er þörf og um leið þurfa matvælaráðherra og ríkisstjórn að hætta að vega að bændum með óþarfa hækkunum gjalda og niðurrifsstarfssemi á möguleikum bænda til að afla sér tekna. Nú dugir ekki lengur að ráðherra sendi ungum bændum fingurkoss og fallegt bros. Höfundur er sauðfjárbóndi og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Högni Elfar Gylfason Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í gær var haldinn baráttufundur Samtaka ungra bænda í Salnum í Kópavogi. Því miður var tilefnið ærið og erindið var við ráðamenn þjóðarinnar. Eftir áralangan barning bænda við að ná endum saman undir regluverki stjórnvalda, síminnkandi stuðningi þeirra og í samkeppni stóraukinn innflutning erlendra landbúnaðarvara sem gerður er með vitund og vilja ríkisstjórnarflokkanna er komið að krossgötum. Margir bændur og þá helst sauðfjárbændur hafa árum saman orðið að ná sér í tekjur með aukavinnu utan búa sinna. Á því hefur nú orðið sú breyting að kúabændur hafa bæst í þann hóp því búin bera ekki að greidd séu nein laun, þ.e. ef bankarnir eiga að fá sína okurvexti greidda á réttum tíma. Verst er ástandið hjá þeim sem farið hafa í endurbætur og uppbyggingu, ásamt þeim sem nýlega hafa keypt bújarðir og hafið búskap, vegna gífurlega hás vaxtastigs. Þetta vaxtastig hefur ekkert með rekstur í sveitum að gera, heldur er það að miklu leyti til komið vegna óráðsíu í fjármálum ríkisins sem hefur valdið þenslu í þjóðfélaginu. Ýmsar aðrar ástæður liggja einnig að baki s.s. þensla á húsnæðismarkaði og atvinnumarkaði í þéttbýlinu. Á fundinum kom fram hjá Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að engir peningar væru til til að gera neitt í málunum vegna yfirvofandi fjöldagjaldþrota hjá ungum bændum. Málið hefði þó verið sett í nefnd sem ætti að skila niðurstöðum eftir einhverjar vikur. Fróðlegt verður að sjá hvort þaðan koma bitastæðar lausnir eða yfirborðskenndar æfingar í nútíma sýndarmennsku og dyggðaflöggun. Á sama tíma og staðan hefur farið hríðversnandi í rekstri bænda hafa stjórnvöld svo sannarlega ekki látið sitt eftir liggja við að reyna að hrinda þeim fram af bjargbrúninni. Það hafa þau gert með síendurteknum ákvörðunum sínum um auknar kröfur á greinina ásamt hækkunum gjalda. Má þar til dæmis nefna þegar til stóð að stórhækka eftirlitsgjöld Matvælastofnunar í boði stjórnvalda, sem var þó slegið af eftir mikið fjaðrafok “að sinni” að sögn matvælaráðherra. Þá stóðu ríkisstjórnarflokkarnir einhuga að því að þrefalda úrvinnslugjald á heyrúlluplast algjörlega án neinna haldbærra raka um nauðsyn þess. Í því máli greiddu aðeins þingmenn Miðflokksins atkvæði gegn hækkuninni. Nú þegar grafalvarlegt ástandið er svo hressilega komið upp á yfirborðið er rétt að benda á að enn vinnur Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra einarðlega gegn því að ungir bændur fái “Laun fyrir lífi” eins og þeir eru að fara fram á. Hún hefur nefnilega boðað að 1.nóvember næstkomandi muni hún veita einni grein landbúnaðar tæknilegt rothögg með því að fella niður reglugerð um blóðtöku úr hryssum og taka í staðinn upp reglugerð Evrópusambandsins sem gerð er til verndar dýra sem eru svo óheppin að vera notuð í tilraunum á tilraunastofum, s.s. músum, rottum og apaköttum. Eftir lestur reglugerðanna verður enganvegin séð hvernig rétt geti talist að fella blóðmerahald undir innfluttu reglugerðina. Hinsvegar kemur þar berlega í ljós að útilokað er að stunda þessa grein landbúnaðar undir nýju reglunum. Því kalla ég það tæknilegt rothögg þegar ráðherra bannar ekki beinlínis starfssemina en kemur í veg fyrir að hægt sé að stunda hana. Blóðtaka úr merum hefur verið stunduð lengi og í langflestum tilfellum sem stuðningur við aðalstarfssemi búanna s.s. sauðfjárrækt þannig að bændur þurfi síður að vinna í burtu til að ná endum saman. Blóðtaka úr merum hefur í sumum tilfellum verið forsenda jarðakaupalána ungra bænda þó önnur grein sé aðalstarfssemin því rekstraráætlun þarf að vera raunhæf svo lán fáist. Bráðaaðgerða er þörf og um leið þurfa matvælaráðherra og ríkisstjórn að hætta að vega að bændum með óþarfa hækkunum gjalda og niðurrifsstarfssemi á möguleikum bænda til að afla sér tekna. Nú dugir ekki lengur að ráðherra sendi ungum bændum fingurkoss og fallegt bros. Höfundur er sauðfjárbóndi og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar