Nóg komið Gunnlaugur Stefánsson skrifar 26. október 2023 14:30 Laxeldi í opnum sjókvíum í íslenskum fjörðum ætlar að reynast lífríkinu dýrkeypt eins og lengi hafði verið varað við. Fiskur sleppur umvörpum, erfðablöndun við villta laxastofna og lúsafár sem herjar á fiskinn með tilheyrandi eiturefnanotkun. Og hrikaleg mengun af eldinu skaðar lífríkið í nágrenninu og spillir m.a. viðkvæmum búsvæðum nytjafiska. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem koma í veg fyrir tjónið Hvað sem menn skrifa í reglur og stefnumótun, þá verða áfram til göt á kvíum og fiskur sleppur, lúsin heldur áfram að herja og mengunin flæðir undan kvíunum. Viljum við fórna villtum laxastofnum og lífríkinu og allri ferðaþjónustunni sem þessu tengist fyrir skammtímagróða norskra eldisrisa? Hvað ætla stjórnmálamenn að segja við landsbyggðarfólk á jörðum sínum sem varð að bregða búi skuldum vafið af því að hlunnindin af laxveiðinni hurfu í skiptum fyrir sjókvíaeldið? Hvað ætla stjórnmálamenn að segja við barnabörnin sín, þegar þau spyrja: „Varst þú ekki á Alþingi þegar sjókvíaeldið útrýmdi villta laxinum í ánum“? Ísland er eitt örfárra landa sem leyfir notkun á framandi stofni í opnu sjókvíaeldi. Það myndi t.d. aldrei vera leyft í Noregi. En á Íslandi viðgengst að nota norskan og frjóan eldislax. Árið 1988 var gert samkomulag milli hagaðila í stangaveiði og laxeldi að aldrei verði notaðir framandi stofnar í eldinu á Íslandi. Það var svikið og stjórnvöld láta sér vel líka. Það yrði stórt skref til náttúruverndar að banna norskan lax í opna sjókvíaeldinu. Í drögum að nýrri stefnumótun matvælaráðuneytisins í laxeldi er gengið útfrá óbreyttri skipan. Hvergi er fjallað um ábyrgð á þeim skaða og fjártjóni sem sjókvíaeldið veldur og þaðan af síður er eldisfyrirtækjunum skylt að kaupa sér umhverfistryggingar. Þegar ný fiskeldislög voru samþykkt á Alþingi 2019 skráðu alþingismenn í nefndaráliti: „að ekki sé langt þangað til eldi á frjóum laxi verði eingöngu stundað í lokuðum og hálflokuðum kvíum. Að því bæri að stefna“. Þetta sagði líka Atli Eide, fyrrum forstjóri norska eldisrisans Mowi, móðurfyrirtæki Arctic Fish, og taldi sjókvíaeldið ósjálfbært og með of mikla tíðni slysasleppinga. Hann gaf opna eldinu 10 ára gálgafrest. En opinber stefnumótun stjórnvalda tekur ekkert mark á Alþingi eða reynslu eldisiðjunnar, heldur ætlar að leyfa óbreytta starfsemi svo norskir eldisrisar geti farið sínu fram, hér eftir sem hingað til. Opið sjókvíaeldi er tímaskekkja, ósamboðið náttúruvernd nútímans og verður stöðvað fyrr eða síðar, ef ekki af stjórnmálamönnum eða almenningi sem neitar að borða þessar eiturböðuðu og lúsétnu afurðir, þá mun íslensk náttúra sjá um það. Aumkunnarvert er að sjá hvernig norsku eldisrisarnir beita íbúum eldisbyggðanna fyrir sig með skefjalausum hótunum um atvinnumissi og byggðahrun, ef þeir standi sig ekki í baráttunni fyrir þá til frekari sóknar og gróða. Núna er stærsta verkefnið í tengslum við sjókvíaeldið að undirbúa öflugar mótvægisaðgerðir með atvinnuuppbyggingu í eldisbyggðunum til að taka við, þegar opna eldinu verður hætt og norsku eldisrisarnir leggjast á flótta. Höfundur er formaður Umhverfissamtakanna Laxinn lifi og í stjórn Landssambands Veiðifélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Laxeldi í opnum sjókvíum í íslenskum fjörðum ætlar að reynast lífríkinu dýrkeypt eins og lengi hafði verið varað við. Fiskur sleppur umvörpum, erfðablöndun við villta laxastofna og lúsafár sem herjar á fiskinn með tilheyrandi eiturefnanotkun. Og hrikaleg mengun af eldinu skaðar lífríkið í nágrenninu og spillir m.a. viðkvæmum búsvæðum nytjafiska. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem koma í veg fyrir tjónið Hvað sem menn skrifa í reglur og stefnumótun, þá verða áfram til göt á kvíum og fiskur sleppur, lúsin heldur áfram að herja og mengunin flæðir undan kvíunum. Viljum við fórna villtum laxastofnum og lífríkinu og allri ferðaþjónustunni sem þessu tengist fyrir skammtímagróða norskra eldisrisa? Hvað ætla stjórnmálamenn að segja við landsbyggðarfólk á jörðum sínum sem varð að bregða búi skuldum vafið af því að hlunnindin af laxveiðinni hurfu í skiptum fyrir sjókvíaeldið? Hvað ætla stjórnmálamenn að segja við barnabörnin sín, þegar þau spyrja: „Varst þú ekki á Alþingi þegar sjókvíaeldið útrýmdi villta laxinum í ánum“? Ísland er eitt örfárra landa sem leyfir notkun á framandi stofni í opnu sjókvíaeldi. Það myndi t.d. aldrei vera leyft í Noregi. En á Íslandi viðgengst að nota norskan og frjóan eldislax. Árið 1988 var gert samkomulag milli hagaðila í stangaveiði og laxeldi að aldrei verði notaðir framandi stofnar í eldinu á Íslandi. Það var svikið og stjórnvöld láta sér vel líka. Það yrði stórt skref til náttúruverndar að banna norskan lax í opna sjókvíaeldinu. Í drögum að nýrri stefnumótun matvælaráðuneytisins í laxeldi er gengið útfrá óbreyttri skipan. Hvergi er fjallað um ábyrgð á þeim skaða og fjártjóni sem sjókvíaeldið veldur og þaðan af síður er eldisfyrirtækjunum skylt að kaupa sér umhverfistryggingar. Þegar ný fiskeldislög voru samþykkt á Alþingi 2019 skráðu alþingismenn í nefndaráliti: „að ekki sé langt þangað til eldi á frjóum laxi verði eingöngu stundað í lokuðum og hálflokuðum kvíum. Að því bæri að stefna“. Þetta sagði líka Atli Eide, fyrrum forstjóri norska eldisrisans Mowi, móðurfyrirtæki Arctic Fish, og taldi sjókvíaeldið ósjálfbært og með of mikla tíðni slysasleppinga. Hann gaf opna eldinu 10 ára gálgafrest. En opinber stefnumótun stjórnvalda tekur ekkert mark á Alþingi eða reynslu eldisiðjunnar, heldur ætlar að leyfa óbreytta starfsemi svo norskir eldisrisar geti farið sínu fram, hér eftir sem hingað til. Opið sjókvíaeldi er tímaskekkja, ósamboðið náttúruvernd nútímans og verður stöðvað fyrr eða síðar, ef ekki af stjórnmálamönnum eða almenningi sem neitar að borða þessar eiturböðuðu og lúsétnu afurðir, þá mun íslensk náttúra sjá um það. Aumkunnarvert er að sjá hvernig norsku eldisrisarnir beita íbúum eldisbyggðanna fyrir sig með skefjalausum hótunum um atvinnumissi og byggðahrun, ef þeir standi sig ekki í baráttunni fyrir þá til frekari sóknar og gróða. Núna er stærsta verkefnið í tengslum við sjókvíaeldið að undirbúa öflugar mótvægisaðgerðir með atvinnuuppbyggingu í eldisbyggðunum til að taka við, þegar opna eldinu verður hætt og norsku eldisrisarnir leggjast á flótta. Höfundur er formaður Umhverfissamtakanna Laxinn lifi og í stjórn Landssambands Veiðifélaga.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun