Ályktun kvenna í borgarstjórn í tilefni af kvennaverkfalli Hópur kvenna í borgarstjórn skrifar 21. október 2023 12:00 Ályktun kvenna í borgarstjórn 17. október 2023: Á kvennaári Sameinuðu Þjóðanna 1975 var fyrst boðað til Kvennafrís á Íslandi þar sem konur voru hvattar til að leggja niður launuð og ólaunuð störf í heilan dag, þann 24. október. Tilgangurinn var að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið og að undirstrika kröfu kvenna um jafna stöðu og kjör á við karla í íslensku samfélagi. Um 90% kvenna á Íslandi tóku þátt í þessum sögulega viðburði sem markaði ákveðin vatnaskil í þróun jafnréttismála á íslandi. Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa nú blásið til heils dags kvennaverkfalls á ný þann 24. október næstkomandi undir yfirskriftinni „Kallarðu þetta jafnrétti?” því þrátt fyrir árangur jafnréttisbaráttu undanfarinna áratuga er jafnrétti kynja ekki náð og það sé ekki eitthvað sem kemur af sjálfu sér. Við eigum kvennahreyfingum á Íslandi mikið að þakka fyrir að hafa rutt brautina og þrýst á breytingar í samfélaginu fyrir okkur öll því jafnrétti er ekki aðeins réttlætismál, heldur einnig efnahagsleg nauðsyn. Stjórnvöld, þar með sveitarfélög, eiga að vera leiðandi í jafnréttismálum og sjá til þess með stefnu sinni og aðgerðum að allir íbúar fái jafna meðferð og hafi jafnan rétt til þátttöku og athafna í samfélaginu. Við konur í borgarstjórn tökum undir þau meginmarkmið kvennaverkfalls að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum. Við heitum því að leggja okkur fram í störfum okkar til að félagslegt og launalegt jafnrétti nái fram að ganga. Reykjavíkurborg hefur þegar gefið út að ekki verði dregið af launum kvenna og kvár sem leggja niður störf vegna Kvennaverkfalls 24. október. Við munum sjálfar taka þátt í kvennaverkfalli og hvetjum konur og kvár til að gera slíkt hið sama. Við hvetjum stjórnendur fyrirtækja og stofnana til gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera starfsfólki sínu kleift að taka þátt í baráttudeginum 24. október og til að vinna að jafnrétti á öllum sviðum framvegis. Höfundar eru hópur kvenna í borgarstjórn. Heiða Björg Hilmisdóttir Líf Magneudóttir Hildur Björnsdóttir Marta Guðjónsdóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir Árelía Eydís Guðmundsdóttir Kolbrún Baldursdóttir Sara Björg Sigurðardóttir Sanna Magdalena Mörtudóttir Guðný Maja Riba Dóra Björt Guðjónsdóttir Alexandra Briem Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Sandra Hlíf Ocares Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Borgarstjórn Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ályktun kvenna í borgarstjórn 17. október 2023: Á kvennaári Sameinuðu Þjóðanna 1975 var fyrst boðað til Kvennafrís á Íslandi þar sem konur voru hvattar til að leggja niður launuð og ólaunuð störf í heilan dag, þann 24. október. Tilgangurinn var að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið og að undirstrika kröfu kvenna um jafna stöðu og kjör á við karla í íslensku samfélagi. Um 90% kvenna á Íslandi tóku þátt í þessum sögulega viðburði sem markaði ákveðin vatnaskil í þróun jafnréttismála á íslandi. Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa nú blásið til heils dags kvennaverkfalls á ný þann 24. október næstkomandi undir yfirskriftinni „Kallarðu þetta jafnrétti?” því þrátt fyrir árangur jafnréttisbaráttu undanfarinna áratuga er jafnrétti kynja ekki náð og það sé ekki eitthvað sem kemur af sjálfu sér. Við eigum kvennahreyfingum á Íslandi mikið að þakka fyrir að hafa rutt brautina og þrýst á breytingar í samfélaginu fyrir okkur öll því jafnrétti er ekki aðeins réttlætismál, heldur einnig efnahagsleg nauðsyn. Stjórnvöld, þar með sveitarfélög, eiga að vera leiðandi í jafnréttismálum og sjá til þess með stefnu sinni og aðgerðum að allir íbúar fái jafna meðferð og hafi jafnan rétt til þátttöku og athafna í samfélaginu. Við konur í borgarstjórn tökum undir þau meginmarkmið kvennaverkfalls að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum. Við heitum því að leggja okkur fram í störfum okkar til að félagslegt og launalegt jafnrétti nái fram að ganga. Reykjavíkurborg hefur þegar gefið út að ekki verði dregið af launum kvenna og kvár sem leggja niður störf vegna Kvennaverkfalls 24. október. Við munum sjálfar taka þátt í kvennaverkfalli og hvetjum konur og kvár til að gera slíkt hið sama. Við hvetjum stjórnendur fyrirtækja og stofnana til gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera starfsfólki sínu kleift að taka þátt í baráttudeginum 24. október og til að vinna að jafnrétti á öllum sviðum framvegis. Höfundar eru hópur kvenna í borgarstjórn. Heiða Björg Hilmisdóttir Líf Magneudóttir Hildur Björnsdóttir Marta Guðjónsdóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir Árelía Eydís Guðmundsdóttir Kolbrún Baldursdóttir Sara Björg Sigurðardóttir Sanna Magdalena Mörtudóttir Guðný Maja Riba Dóra Björt Guðjónsdóttir Alexandra Briem Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Sandra Hlíf Ocares
Heiða Björg Hilmisdóttir Líf Magneudóttir Hildur Björnsdóttir Marta Guðjónsdóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir Árelía Eydís Guðmundsdóttir Kolbrún Baldursdóttir Sara Björg Sigurðardóttir Sanna Magdalena Mörtudóttir Guðný Maja Riba Dóra Björt Guðjónsdóttir Alexandra Briem Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Sandra Hlíf Ocares
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun