Ályktun kvenna í borgarstjórn í tilefni af kvennaverkfalli Hópur kvenna í borgarstjórn skrifar 21. október 2023 12:00 Ályktun kvenna í borgarstjórn 17. október 2023: Á kvennaári Sameinuðu Þjóðanna 1975 var fyrst boðað til Kvennafrís á Íslandi þar sem konur voru hvattar til að leggja niður launuð og ólaunuð störf í heilan dag, þann 24. október. Tilgangurinn var að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið og að undirstrika kröfu kvenna um jafna stöðu og kjör á við karla í íslensku samfélagi. Um 90% kvenna á Íslandi tóku þátt í þessum sögulega viðburði sem markaði ákveðin vatnaskil í þróun jafnréttismála á íslandi. Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa nú blásið til heils dags kvennaverkfalls á ný þann 24. október næstkomandi undir yfirskriftinni „Kallarðu þetta jafnrétti?” því þrátt fyrir árangur jafnréttisbaráttu undanfarinna áratuga er jafnrétti kynja ekki náð og það sé ekki eitthvað sem kemur af sjálfu sér. Við eigum kvennahreyfingum á Íslandi mikið að þakka fyrir að hafa rutt brautina og þrýst á breytingar í samfélaginu fyrir okkur öll því jafnrétti er ekki aðeins réttlætismál, heldur einnig efnahagsleg nauðsyn. Stjórnvöld, þar með sveitarfélög, eiga að vera leiðandi í jafnréttismálum og sjá til þess með stefnu sinni og aðgerðum að allir íbúar fái jafna meðferð og hafi jafnan rétt til þátttöku og athafna í samfélaginu. Við konur í borgarstjórn tökum undir þau meginmarkmið kvennaverkfalls að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum. Við heitum því að leggja okkur fram í störfum okkar til að félagslegt og launalegt jafnrétti nái fram að ganga. Reykjavíkurborg hefur þegar gefið út að ekki verði dregið af launum kvenna og kvár sem leggja niður störf vegna Kvennaverkfalls 24. október. Við munum sjálfar taka þátt í kvennaverkfalli og hvetjum konur og kvár til að gera slíkt hið sama. Við hvetjum stjórnendur fyrirtækja og stofnana til gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera starfsfólki sínu kleift að taka þátt í baráttudeginum 24. október og til að vinna að jafnrétti á öllum sviðum framvegis. Höfundar eru hópur kvenna í borgarstjórn. Heiða Björg Hilmisdóttir Líf Magneudóttir Hildur Björnsdóttir Marta Guðjónsdóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir Árelía Eydís Guðmundsdóttir Kolbrún Baldursdóttir Sara Björg Sigurðardóttir Sanna Magdalena Mörtudóttir Guðný Maja Riba Dóra Björt Guðjónsdóttir Alexandra Briem Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Sandra Hlíf Ocares Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Borgarstjórn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ályktun kvenna í borgarstjórn 17. október 2023: Á kvennaári Sameinuðu Þjóðanna 1975 var fyrst boðað til Kvennafrís á Íslandi þar sem konur voru hvattar til að leggja niður launuð og ólaunuð störf í heilan dag, þann 24. október. Tilgangurinn var að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið og að undirstrika kröfu kvenna um jafna stöðu og kjör á við karla í íslensku samfélagi. Um 90% kvenna á Íslandi tóku þátt í þessum sögulega viðburði sem markaði ákveðin vatnaskil í þróun jafnréttismála á íslandi. Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa nú blásið til heils dags kvennaverkfalls á ný þann 24. október næstkomandi undir yfirskriftinni „Kallarðu þetta jafnrétti?” því þrátt fyrir árangur jafnréttisbaráttu undanfarinna áratuga er jafnrétti kynja ekki náð og það sé ekki eitthvað sem kemur af sjálfu sér. Við eigum kvennahreyfingum á Íslandi mikið að þakka fyrir að hafa rutt brautina og þrýst á breytingar í samfélaginu fyrir okkur öll því jafnrétti er ekki aðeins réttlætismál, heldur einnig efnahagsleg nauðsyn. Stjórnvöld, þar með sveitarfélög, eiga að vera leiðandi í jafnréttismálum og sjá til þess með stefnu sinni og aðgerðum að allir íbúar fái jafna meðferð og hafi jafnan rétt til þátttöku og athafna í samfélaginu. Við konur í borgarstjórn tökum undir þau meginmarkmið kvennaverkfalls að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum. Við heitum því að leggja okkur fram í störfum okkar til að félagslegt og launalegt jafnrétti nái fram að ganga. Reykjavíkurborg hefur þegar gefið út að ekki verði dregið af launum kvenna og kvár sem leggja niður störf vegna Kvennaverkfalls 24. október. Við munum sjálfar taka þátt í kvennaverkfalli og hvetjum konur og kvár til að gera slíkt hið sama. Við hvetjum stjórnendur fyrirtækja og stofnana til gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera starfsfólki sínu kleift að taka þátt í baráttudeginum 24. október og til að vinna að jafnrétti á öllum sviðum framvegis. Höfundar eru hópur kvenna í borgarstjórn. Heiða Björg Hilmisdóttir Líf Magneudóttir Hildur Björnsdóttir Marta Guðjónsdóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir Árelía Eydís Guðmundsdóttir Kolbrún Baldursdóttir Sara Björg Sigurðardóttir Sanna Magdalena Mörtudóttir Guðný Maja Riba Dóra Björt Guðjónsdóttir Alexandra Briem Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Sandra Hlíf Ocares
Heiða Björg Hilmisdóttir Líf Magneudóttir Hildur Björnsdóttir Marta Guðjónsdóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir Árelía Eydís Guðmundsdóttir Kolbrún Baldursdóttir Sara Björg Sigurðardóttir Sanna Magdalena Mörtudóttir Guðný Maja Riba Dóra Björt Guðjónsdóttir Alexandra Briem Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Sandra Hlíf Ocares
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar