Sýnum samstöðu - stöndum vaktina! Sigurgeir Finnsson skrifar 20. október 2023 10:00 Þann 24. október næstkomandi leggja konur og kvár niður störf í sjöunda skipti til að mótmæla launamun og kynbundnu ofbeldi og ekki af ástæðulausu. Allavega 40% kvenna verða fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni, atvinnutekjur kvenna eru enn um 21% lægri en karla og sjö af hverjum tíu einstæðum mæðrum geta ekki mætt óvæntum stórum útgjöldum, svona mætti lengi áfram telja. Það er ljóst að þjóðfélagið verður laskað þennan dag, þegar helmingur vinnandi fólks leggur niður störf. Það er því okkar karlana að sjá um hlutina þennan dag. Við hljótum að ráða við það, enda karlmenn og karlmenn geta allt. Margir vinnustaðir munu finna verulega fyrir fjarveru kvennanna og eflaust munu margir karlar þurfa að ganga í störf þeirra, jafnvel í yfirvinnu. Fyrir það eiga þeir sannarlega rétt á yfirvinnukaupi samkvæmt kjarasamningum. En það væri ansi kaldhæðnislegt í ljósi aðstæðna ef karlmenn græddu aukalega á þessum degi vegna fjarveru kvenna. Ég hvet því karla sem þurfa að vinna yfirvinnu vegna kvennaverkfallsins að afsala sér yfirvinnukaupi þennan eina dag. Annað eins og meira til hafa konur þurft að taka á sig í formi lægri launa og ólaunaðri vinnu sem þær hafa innt af hendi í aldir. Í kvennaverkfallinu þarf að sinna börnum þar sem flestir skólar og leikskólar verða meira og minna lokaðir. Ekki ætlast til að konurnar í lífi ykkar passi börnin því þær eru í „fríi“ þennan dag, þær eru uppteknar í öðru. Takið börnin með í vinnuna eða verið heima og sinnið þeim þar. Ef þið eigið pantaðan tíma í golf verðið þið því miður að fresta honum því nóg er af verkefnum heima fyrir. Vekja þarf og klæða börnin, setja í þvottavél, fara í búð, skoða Mentor, hjálpa við heimanámið, fylgjast með skilaboðum á Sportabler, panta tíma hjá lækni, elda matinn, vaska upp, svæfa börnin. Þeir ykkar sem ekki hafið börn á ykkar framfæri gætuð hugað að gamla fólkinu, skutlast í búð fyrir ömmu eða tekið skák við afa. Ég veit að margir ykkar sinna heilmikið af þess nú þegar, frábært, haldið því áfram, þið standið ykkur vel. Þið hinir, takið á ykkur rögg. Atvinnurekendur sem segjast styðja jafnrétti en ætla ekki að greiða laun vegna fjarveru þennan dag, takið líka á ykkur rögg og sýnið raunverulegan stuðning í verki. Sýnum samstöðu, tökum ábyrgð, styðjum jafnrétti. Höfundur er sérfræðingur á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 24. október næstkomandi leggja konur og kvár niður störf í sjöunda skipti til að mótmæla launamun og kynbundnu ofbeldi og ekki af ástæðulausu. Allavega 40% kvenna verða fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni, atvinnutekjur kvenna eru enn um 21% lægri en karla og sjö af hverjum tíu einstæðum mæðrum geta ekki mætt óvæntum stórum útgjöldum, svona mætti lengi áfram telja. Það er ljóst að þjóðfélagið verður laskað þennan dag, þegar helmingur vinnandi fólks leggur niður störf. Það er því okkar karlana að sjá um hlutina þennan dag. Við hljótum að ráða við það, enda karlmenn og karlmenn geta allt. Margir vinnustaðir munu finna verulega fyrir fjarveru kvennanna og eflaust munu margir karlar þurfa að ganga í störf þeirra, jafnvel í yfirvinnu. Fyrir það eiga þeir sannarlega rétt á yfirvinnukaupi samkvæmt kjarasamningum. En það væri ansi kaldhæðnislegt í ljósi aðstæðna ef karlmenn græddu aukalega á þessum degi vegna fjarveru kvenna. Ég hvet því karla sem þurfa að vinna yfirvinnu vegna kvennaverkfallsins að afsala sér yfirvinnukaupi þennan eina dag. Annað eins og meira til hafa konur þurft að taka á sig í formi lægri launa og ólaunaðri vinnu sem þær hafa innt af hendi í aldir. Í kvennaverkfallinu þarf að sinna börnum þar sem flestir skólar og leikskólar verða meira og minna lokaðir. Ekki ætlast til að konurnar í lífi ykkar passi börnin því þær eru í „fríi“ þennan dag, þær eru uppteknar í öðru. Takið börnin með í vinnuna eða verið heima og sinnið þeim þar. Ef þið eigið pantaðan tíma í golf verðið þið því miður að fresta honum því nóg er af verkefnum heima fyrir. Vekja þarf og klæða börnin, setja í þvottavél, fara í búð, skoða Mentor, hjálpa við heimanámið, fylgjast með skilaboðum á Sportabler, panta tíma hjá lækni, elda matinn, vaska upp, svæfa börnin. Þeir ykkar sem ekki hafið börn á ykkar framfæri gætuð hugað að gamla fólkinu, skutlast í búð fyrir ömmu eða tekið skák við afa. Ég veit að margir ykkar sinna heilmikið af þess nú þegar, frábært, haldið því áfram, þið standið ykkur vel. Þið hinir, takið á ykkur rögg. Atvinnurekendur sem segjast styðja jafnrétti en ætla ekki að greiða laun vegna fjarveru þennan dag, takið líka á ykkur rögg og sýnið raunverulegan stuðning í verki. Sýnum samstöðu, tökum ábyrgð, styðjum jafnrétti. Höfundur er sérfræðingur á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar