Heildartekjur Icelandair aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi Jón Þór Stefánsson skrifar 19. október 2023 17:39 Hagnaður Icelandair eftir skatta var 11,2 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Vísir/Vilhelm Heildartekjur Icelandair voru 74,7 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé það séu mestu heildartekjur félagsins frá upphafi, en þær jukust um sautján prósent frá því í fyrra. Hagnaður Icelandair eftir skatta var 11,2 milljarðar króna á ársfjórðungnum og jókst um 3,5 milljarða króna milli ára. Þá var fjöldi farþega 1,5 milljón. „Það er ánægjulegt að skila svo góðum árangri í okkar stærsta og mikilvægasta fjórðungi. Undirstaða góðrar afkomu var sterk tekjumyndun í farþegaflugi en þriðji ársfjórðungur þessa árs var tekjuhæsti fjórðungur í sögu félagsins,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Hann segir að rekstur leiðakerfisins hafi gengið vel og þá bendir hann á að flugáætlun félagsins hafi verið sú var stærsta frá upphafi þegar kemur að fjölda flugferða. 1,5 milljón farþega hafi verið flutt til 49 áfangastaða í Evrópu og Norður Ameríku. Þúsund starfsmenn hafi verið ráðnir fyrir sumarvertíðina og heildarfjöldi starfsfólks því verið um 4400 yfir háannatímann. „Fraktstarfsemi okkar var áfram krefjandi og hafði neikvæð áhrif á afkomu félagsins. Unnið er að fjölbreyttum aðgerðum til að rétta reksturinn af, þar á meðal að aðlaga framboð að eftirspurn. Afkoma af leiguflugi var hins vegar áfram góð,“ segir Bogi hins vegar. Hann segir þó að horfur í farþegaflugi séu góðar og bókunarstaðan út árið og inn í næsta ár sé sterkari nú en á sama tíma í fyrra. „Eftirspurn er áfram mikil á ferðamannamarkaðnum til Íslands, sérstaklega frá Norður Ameríku. Mikill vöxtur hefur einkennt félagið að undanförnu en við höfum næstum þrefaldað flugáætlun okkar á síðustu tveimur árum. Vöxturinn verður hóflegur á næsta ári og sjáum við því tækifæri til að auka skilvirkni í rekstri. Við gerum ráð fyrir um tíu prósent aukningu flugframboðs og munum bæði bæta við tíðni og spennandi nýjum áfangastöðum sem við munum kynna á næstunni.“ Fréttir af flugi Icelandair Kauphöllin Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Hagnaður Icelandair eftir skatta var 11,2 milljarðar króna á ársfjórðungnum og jókst um 3,5 milljarða króna milli ára. Þá var fjöldi farþega 1,5 milljón. „Það er ánægjulegt að skila svo góðum árangri í okkar stærsta og mikilvægasta fjórðungi. Undirstaða góðrar afkomu var sterk tekjumyndun í farþegaflugi en þriðji ársfjórðungur þessa árs var tekjuhæsti fjórðungur í sögu félagsins,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Hann segir að rekstur leiðakerfisins hafi gengið vel og þá bendir hann á að flugáætlun félagsins hafi verið sú var stærsta frá upphafi þegar kemur að fjölda flugferða. 1,5 milljón farþega hafi verið flutt til 49 áfangastaða í Evrópu og Norður Ameríku. Þúsund starfsmenn hafi verið ráðnir fyrir sumarvertíðina og heildarfjöldi starfsfólks því verið um 4400 yfir háannatímann. „Fraktstarfsemi okkar var áfram krefjandi og hafði neikvæð áhrif á afkomu félagsins. Unnið er að fjölbreyttum aðgerðum til að rétta reksturinn af, þar á meðal að aðlaga framboð að eftirspurn. Afkoma af leiguflugi var hins vegar áfram góð,“ segir Bogi hins vegar. Hann segir þó að horfur í farþegaflugi séu góðar og bókunarstaðan út árið og inn í næsta ár sé sterkari nú en á sama tíma í fyrra. „Eftirspurn er áfram mikil á ferðamannamarkaðnum til Íslands, sérstaklega frá Norður Ameríku. Mikill vöxtur hefur einkennt félagið að undanförnu en við höfum næstum þrefaldað flugáætlun okkar á síðustu tveimur árum. Vöxturinn verður hóflegur á næsta ári og sjáum við því tækifæri til að auka skilvirkni í rekstri. Við gerum ráð fyrir um tíu prósent aukningu flugframboðs og munum bæði bæta við tíðni og spennandi nýjum áfangastöðum sem við munum kynna á næstunni.“
Fréttir af flugi Icelandair Kauphöllin Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur