Framtíðin er núna! Gísli Rafn Ólafsson skrifar 18. október 2023 09:01 Þær öru breytingar sem samfélag okkar gengur í gegnum kalla á nýja nálgun. Lausnir gærdagsins standast ekki kröfur dagsins í dag. Stjórnmál fortíðarinnar veikja möguleika okkar á að takast á við breytta heimsmynd. Þau störf sem verða í boði þegar grunnskólabörn nútímans fara út á vinnumarkaðinn verða ansi ólík þeim sem foreldrar þeirra starfa við í dag. Samt er menntun þeirra miðuð við óbreytt samfélag og vinnumarkað. Mikilvægt er að nýta strax nýjar leiðir sem þessar kynslóðir eru þegar farnar að nota til þess að afla sér þekkingar. Nauðsynlegt er að við fjárfestum í kynslóðum framtíðarinnar með því að gera þeim auðveldara fyrir að ná sér í menntun við hæfi, óháð efnahag. Mikilvægt er að laða til starfa í menntakerfinu fólk með djúpa ástríðu fyrir því að byggja upp framtíðarkynslóðir, meðal annars með því að tryggja hærri laun fyrir menntastéttirnar. Slík fjárfesting í menntun skilar sér ávallt margfalt til baka til samfélagsins. Undanfarna öld hefur atvinnulíf á Íslandi einkennst af fiskveiðum, landbúnaði, stóriðju og ferðamennsku og hafa þessir geirar atvinnulífsins oft fengið að vaxa þrátt fyrir ágang þeirra á náttúru, umhverfi og loftslag. Með vaxandi skilningi á þeim slæmu áhrifum sem iðnbyltingin hafði á loftslag og fjölbreytileika lífríkisins þá eru í dag gerðar mun strangari kröfur til þess að allar þessar tegundir atvinnuvega sé vistvænar. Á sama tíma hefur hlutur skapandi greina vaxið mjög hratt og gæti vaxið mun hraðar ef nægur mannskapur með þekkingu og menntun á þeim sviðum væri til staðar. Sem samfélag þurfum við að búa okkur undir að vera aðdráttarafl fyrir störf framtíðarinnar. Við þurfum að draga úr mengandi þáttum eldri atvinnuvega og tryggja að við tökum ríkan þátt í því að tryggja að umhverfi og loftslag framtíðarinnar geri fólki áfram kleift að búa hér á hjara veraldar. En hin öra tæknibylting getur líka haft neikvæð áhrif á samfélagið. Sjálfvirknivæðingin getur dregið úr vali á störfum fyrir fólk, sér í lagi þá sem skortir menntun. Andlitsgreiningar með aðstoð gervigreindar geta líka einfaldað ríkinu að fylgjast með ferðum einstaklinga og þannig gengið mjög nærri friðhelgi einkalífsins. Það er því mikilvægt á sama tíma og við fjárfestum til framtíðar og byggjum upp atvinnuvegi framtíðarinnar, að við tryggjum öllum sem hér búa grundvallar öryggi og borgaralegt frelsi. Við Píratar gerum okkur grein fyrir því að þessi framtíð er að eiga sér stað núna og að það sé ekki hægt að lifa í þeim draumaheimi íhaldsmanna að halda hlutunum óbreyttum um komandi tíma. Þessar öru breytingar gera kröfur um að þeir sem stjórna landinu hafi djúpan skilning á breytingunum og því hvernig eigi að takast á við þær á jákvæðann og uppbyggilegan hátt. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Alþingi Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Þær öru breytingar sem samfélag okkar gengur í gegnum kalla á nýja nálgun. Lausnir gærdagsins standast ekki kröfur dagsins í dag. Stjórnmál fortíðarinnar veikja möguleika okkar á að takast á við breytta heimsmynd. Þau störf sem verða í boði þegar grunnskólabörn nútímans fara út á vinnumarkaðinn verða ansi ólík þeim sem foreldrar þeirra starfa við í dag. Samt er menntun þeirra miðuð við óbreytt samfélag og vinnumarkað. Mikilvægt er að nýta strax nýjar leiðir sem þessar kynslóðir eru þegar farnar að nota til þess að afla sér þekkingar. Nauðsynlegt er að við fjárfestum í kynslóðum framtíðarinnar með því að gera þeim auðveldara fyrir að ná sér í menntun við hæfi, óháð efnahag. Mikilvægt er að laða til starfa í menntakerfinu fólk með djúpa ástríðu fyrir því að byggja upp framtíðarkynslóðir, meðal annars með því að tryggja hærri laun fyrir menntastéttirnar. Slík fjárfesting í menntun skilar sér ávallt margfalt til baka til samfélagsins. Undanfarna öld hefur atvinnulíf á Íslandi einkennst af fiskveiðum, landbúnaði, stóriðju og ferðamennsku og hafa þessir geirar atvinnulífsins oft fengið að vaxa þrátt fyrir ágang þeirra á náttúru, umhverfi og loftslag. Með vaxandi skilningi á þeim slæmu áhrifum sem iðnbyltingin hafði á loftslag og fjölbreytileika lífríkisins þá eru í dag gerðar mun strangari kröfur til þess að allar þessar tegundir atvinnuvega sé vistvænar. Á sama tíma hefur hlutur skapandi greina vaxið mjög hratt og gæti vaxið mun hraðar ef nægur mannskapur með þekkingu og menntun á þeim sviðum væri til staðar. Sem samfélag þurfum við að búa okkur undir að vera aðdráttarafl fyrir störf framtíðarinnar. Við þurfum að draga úr mengandi þáttum eldri atvinnuvega og tryggja að við tökum ríkan þátt í því að tryggja að umhverfi og loftslag framtíðarinnar geri fólki áfram kleift að búa hér á hjara veraldar. En hin öra tæknibylting getur líka haft neikvæð áhrif á samfélagið. Sjálfvirknivæðingin getur dregið úr vali á störfum fyrir fólk, sér í lagi þá sem skortir menntun. Andlitsgreiningar með aðstoð gervigreindar geta líka einfaldað ríkinu að fylgjast með ferðum einstaklinga og þannig gengið mjög nærri friðhelgi einkalífsins. Það er því mikilvægt á sama tíma og við fjárfestum til framtíðar og byggjum upp atvinnuvegi framtíðarinnar, að við tryggjum öllum sem hér búa grundvallar öryggi og borgaralegt frelsi. Við Píratar gerum okkur grein fyrir því að þessi framtíð er að eiga sér stað núna og að það sé ekki hægt að lifa í þeim draumaheimi íhaldsmanna að halda hlutunum óbreyttum um komandi tíma. Þessar öru breytingar gera kröfur um að þeir sem stjórna landinu hafi djúpan skilning á breytingunum og því hvernig eigi að takast á við þær á jákvæðann og uppbyggilegan hátt. Höfundur er þingmaður Pírata.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun