Framtíðin er núna! Gísli Rafn Ólafsson skrifar 18. október 2023 09:01 Þær öru breytingar sem samfélag okkar gengur í gegnum kalla á nýja nálgun. Lausnir gærdagsins standast ekki kröfur dagsins í dag. Stjórnmál fortíðarinnar veikja möguleika okkar á að takast á við breytta heimsmynd. Þau störf sem verða í boði þegar grunnskólabörn nútímans fara út á vinnumarkaðinn verða ansi ólík þeim sem foreldrar þeirra starfa við í dag. Samt er menntun þeirra miðuð við óbreytt samfélag og vinnumarkað. Mikilvægt er að nýta strax nýjar leiðir sem þessar kynslóðir eru þegar farnar að nota til þess að afla sér þekkingar. Nauðsynlegt er að við fjárfestum í kynslóðum framtíðarinnar með því að gera þeim auðveldara fyrir að ná sér í menntun við hæfi, óháð efnahag. Mikilvægt er að laða til starfa í menntakerfinu fólk með djúpa ástríðu fyrir því að byggja upp framtíðarkynslóðir, meðal annars með því að tryggja hærri laun fyrir menntastéttirnar. Slík fjárfesting í menntun skilar sér ávallt margfalt til baka til samfélagsins. Undanfarna öld hefur atvinnulíf á Íslandi einkennst af fiskveiðum, landbúnaði, stóriðju og ferðamennsku og hafa þessir geirar atvinnulífsins oft fengið að vaxa þrátt fyrir ágang þeirra á náttúru, umhverfi og loftslag. Með vaxandi skilningi á þeim slæmu áhrifum sem iðnbyltingin hafði á loftslag og fjölbreytileika lífríkisins þá eru í dag gerðar mun strangari kröfur til þess að allar þessar tegundir atvinnuvega sé vistvænar. Á sama tíma hefur hlutur skapandi greina vaxið mjög hratt og gæti vaxið mun hraðar ef nægur mannskapur með þekkingu og menntun á þeim sviðum væri til staðar. Sem samfélag þurfum við að búa okkur undir að vera aðdráttarafl fyrir störf framtíðarinnar. Við þurfum að draga úr mengandi þáttum eldri atvinnuvega og tryggja að við tökum ríkan þátt í því að tryggja að umhverfi og loftslag framtíðarinnar geri fólki áfram kleift að búa hér á hjara veraldar. En hin öra tæknibylting getur líka haft neikvæð áhrif á samfélagið. Sjálfvirknivæðingin getur dregið úr vali á störfum fyrir fólk, sér í lagi þá sem skortir menntun. Andlitsgreiningar með aðstoð gervigreindar geta líka einfaldað ríkinu að fylgjast með ferðum einstaklinga og þannig gengið mjög nærri friðhelgi einkalífsins. Það er því mikilvægt á sama tíma og við fjárfestum til framtíðar og byggjum upp atvinnuvegi framtíðarinnar, að við tryggjum öllum sem hér búa grundvallar öryggi og borgaralegt frelsi. Við Píratar gerum okkur grein fyrir því að þessi framtíð er að eiga sér stað núna og að það sé ekki hægt að lifa í þeim draumaheimi íhaldsmanna að halda hlutunum óbreyttum um komandi tíma. Þessar öru breytingar gera kröfur um að þeir sem stjórna landinu hafi djúpan skilning á breytingunum og því hvernig eigi að takast á við þær á jákvæðann og uppbyggilegan hátt. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Alþingi Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Þær öru breytingar sem samfélag okkar gengur í gegnum kalla á nýja nálgun. Lausnir gærdagsins standast ekki kröfur dagsins í dag. Stjórnmál fortíðarinnar veikja möguleika okkar á að takast á við breytta heimsmynd. Þau störf sem verða í boði þegar grunnskólabörn nútímans fara út á vinnumarkaðinn verða ansi ólík þeim sem foreldrar þeirra starfa við í dag. Samt er menntun þeirra miðuð við óbreytt samfélag og vinnumarkað. Mikilvægt er að nýta strax nýjar leiðir sem þessar kynslóðir eru þegar farnar að nota til þess að afla sér þekkingar. Nauðsynlegt er að við fjárfestum í kynslóðum framtíðarinnar með því að gera þeim auðveldara fyrir að ná sér í menntun við hæfi, óháð efnahag. Mikilvægt er að laða til starfa í menntakerfinu fólk með djúpa ástríðu fyrir því að byggja upp framtíðarkynslóðir, meðal annars með því að tryggja hærri laun fyrir menntastéttirnar. Slík fjárfesting í menntun skilar sér ávallt margfalt til baka til samfélagsins. Undanfarna öld hefur atvinnulíf á Íslandi einkennst af fiskveiðum, landbúnaði, stóriðju og ferðamennsku og hafa þessir geirar atvinnulífsins oft fengið að vaxa þrátt fyrir ágang þeirra á náttúru, umhverfi og loftslag. Með vaxandi skilningi á þeim slæmu áhrifum sem iðnbyltingin hafði á loftslag og fjölbreytileika lífríkisins þá eru í dag gerðar mun strangari kröfur til þess að allar þessar tegundir atvinnuvega sé vistvænar. Á sama tíma hefur hlutur skapandi greina vaxið mjög hratt og gæti vaxið mun hraðar ef nægur mannskapur með þekkingu og menntun á þeim sviðum væri til staðar. Sem samfélag þurfum við að búa okkur undir að vera aðdráttarafl fyrir störf framtíðarinnar. Við þurfum að draga úr mengandi þáttum eldri atvinnuvega og tryggja að við tökum ríkan þátt í því að tryggja að umhverfi og loftslag framtíðarinnar geri fólki áfram kleift að búa hér á hjara veraldar. En hin öra tæknibylting getur líka haft neikvæð áhrif á samfélagið. Sjálfvirknivæðingin getur dregið úr vali á störfum fyrir fólk, sér í lagi þá sem skortir menntun. Andlitsgreiningar með aðstoð gervigreindar geta líka einfaldað ríkinu að fylgjast með ferðum einstaklinga og þannig gengið mjög nærri friðhelgi einkalífsins. Það er því mikilvægt á sama tíma og við fjárfestum til framtíðar og byggjum upp atvinnuvegi framtíðarinnar, að við tryggjum öllum sem hér búa grundvallar öryggi og borgaralegt frelsi. Við Píratar gerum okkur grein fyrir því að þessi framtíð er að eiga sér stað núna og að það sé ekki hægt að lifa í þeim draumaheimi íhaldsmanna að halda hlutunum óbreyttum um komandi tíma. Þessar öru breytingar gera kröfur um að þeir sem stjórna landinu hafi djúpan skilning á breytingunum og því hvernig eigi að takast á við þær á jákvæðann og uppbyggilegan hátt. Höfundur er þingmaður Pírata.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun