Byggingarfulltrúinn og skjólveggurinn Sigurður Orri Hafþórsson skrifar 12. október 2023 08:02 Oft snúa sér til Húseigendafélagsins eigendur fasteigna sem kvarta sáran yfir hegðun, háttsemi og ósóma nágranna sinna. Eru slík þrætuefni af ólíkum meiði, en algengt er að þau varði frágang á mörkum lóða. Því miður vill það stundum verða að menn telji sér heimilt að ákveða hvernig slíkum frágangi skuli háttað, og ganga til þess verks án samskipta við nágranna aðliggjandi lóðar. Þeir telja sig jafnvel vera að gera nágrannanum hinn mesta greiða við að ákveða málið og kosta það. Staðreyndin er hins vegar sú að slík ákvörðunartaka er jafnan upphaf að leiðindaþrætum milli aðila. Þegar eigandi fasteignar reisir skjólvegg á lóðarmörkum án samráðs við nágranna sinn, þá leyfist nágrannanum ekki upp á sitt eindæmi að rífa hann niður og koma lóðarmörkum í fyrra horf. Honum ber að kvarta til byggingarfulltrúa viðkomandi sveitarfélags, enda er þeim falið að hafa eftirlit með mannvirkjagerð innan þess. Yfirleitt þarf leyfi byggingarfulltrúa fyrir hvers konar mannvirkjagerð, en þó eru undantekningar um það tíundaðar í gildandi byggingarreglugerð. Eigendum lóða er til dæmis almennt heimilt að girða lóð sína í því skyni að afmarka stærð hennar. Eigandi getur þannig girt lóð sína án aðkomu nágranna og án byggingarleyfis, að því gefnu að girðingin sé ekki nær lóðarmörkum aðliggjandi lóðar en sem nemur 1,8 metrum. Eigendum samliggjandi lóða er að sama skapi heimilt án byggingarleyfis að reisa girðingu á lóðarmörkum, séu þeir sammála um gerð hennar og útlit. Fortakslaus krafa er gerð um samráð og samkomulag í því efni. Það blasir þess vegna við, að þegar eigendur eru ósammála um hvort reisa eigi girðingu á lóðarmörkum, eða um útlit hennar og gerð að öðru leyti, þá verður ekki ráðist í framkvæmdina nema að fengnu byggingarleyfi. Það segja leikreglurnar í það minnsta. Samkvæmt mannvirkjalögum getur byggingarfulltrúi beitt ýmsum þvingunarúrræðum til að knýja á um úrbætur þegar eigendur mannvirkja hafa ekki farið eftir gildandi reglum byggingarlöggjafar. Í því skyni er byggingarfulltrúa heimilt að beita dagsektum en einnig getur hann látið vinna verk á kostnað eiganda sem fæst ekki sjálfur til þess. Ætla má að hlutverk byggingarfulltrúa sé meðal annars að veita eigendum fasteigna hlutaðeigandi sveitarfélags aðhald og eftirlit í verkum sínum. Embættið hlýtur að eiga að gæta að hagsmunum og réttindum eigenda sem fara eftir lögum, og gæta þess að réttur þeirra sé ekki fyrir borð borinn. Það er ekki síst til þess að stuðla að því að sæmilegur friður haldist milli nágranna. Það virðist þó sem mjög mikið þurfi að koma til svo að byggingarfulltrúi beiti sér í slíkum málum. Jafnan beitir hann þvingunarúrræðum ekki nema sýnt þyki að girðing á lóðamörkum, skjólveggur eða annað í þeim dúr ógni almannahagsmunum og öryggis- eða skipulagssjónarmiðum. Það má að sínu leyti telja rökrétt, þar sem þvingunarúrræði eru í eðli sínu íþyngjandi, og stjórnvöld eiga ekki að beita þeim nema ljóst sé að önnur leið sé ekki fær til að knýja á um úrbætur. Gæta skal meðalhófs í þessu sem öðru. Í nokkrum nýlegum og sambærilegum málum sem leitað hefur verið með til Húseigendafélagsins hefur verið um miklar og erfiðar nágrannaerjur að ræða vegna ósættis um frágang á lóðamörkum. Í þeim öllum hafði skjólveggur verið reistur einhliða og án samráðs við þann lóðarhafa sem leitaði til félagsins. Í þeim öllum var kvartað til byggingarfulltrúa þar sem samþykki lóðarhafa var ekki til að dreifa, og þess krafist að veggurinn yrði rifinn að viðlögðum dagsektum. Í þeim öllum var afgreiðsla og niðurstaða byggingarfulltrúa hin sama, það er, beitingu þvingunarúrræða var hafnað vegna þess að ekki þótti sýnt að hin brotlega háttsemi ógnaði öryggis- eða skipulagssjónarmiðum. Með þessari afgreiðslu mála segir byggingarfulltrúi raunverulega að hann muni ekkert aðhafast í því, þrátt fyrir að brotið sé gegn skýrum og fortakslausum ákvæðum mannvirkjalaga og byggingarreglugerðar. Vilji eigandi láta fjarlægja girðingu, þá verði hann að höfða dómsmál gegn nágranna sínum til þess að tryggja hagsmuni sína, með öllum þeim kostnaði sem því fylgir. Hinn brotlegi skákar í því skjóli og veit að nágranninn muni ekki leggja í þá vegferð. Það gefur hins vegar auga leið að slíkt framferði geti kallað fram reiði lóðareiganda sem telur á sér brotið. Það stuðlar að því að sá eigandi ráðist sjálfur til aðgerða, sem er þá einnig í trássi við lög. Nágrannaerjurnar yrðu fljótlega að styrjöld, þar sem hver væri dómari í sinni sök. Það er verulega bagalegt að máttleysi byggingaryfirvalda í nágrannadeilum eins og hér hafa verið nefndar geti skapað framangreindar aðstæður. Í þessum málum er brýnt að byggingayfirvöld endurskoði framkvæmd sína, og beiti heimildum til þvingunarúrræða óhikað þegar við á. Sá sem er beittur slíkum aðgerðum getur þá leitað til dómstóla með málið, telji hann tilefni til. Höfundur er lögmaður hjá Húseigendafélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Oft snúa sér til Húseigendafélagsins eigendur fasteigna sem kvarta sáran yfir hegðun, háttsemi og ósóma nágranna sinna. Eru slík þrætuefni af ólíkum meiði, en algengt er að þau varði frágang á mörkum lóða. Því miður vill það stundum verða að menn telji sér heimilt að ákveða hvernig slíkum frágangi skuli háttað, og ganga til þess verks án samskipta við nágranna aðliggjandi lóðar. Þeir telja sig jafnvel vera að gera nágrannanum hinn mesta greiða við að ákveða málið og kosta það. Staðreyndin er hins vegar sú að slík ákvörðunartaka er jafnan upphaf að leiðindaþrætum milli aðila. Þegar eigandi fasteignar reisir skjólvegg á lóðarmörkum án samráðs við nágranna sinn, þá leyfist nágrannanum ekki upp á sitt eindæmi að rífa hann niður og koma lóðarmörkum í fyrra horf. Honum ber að kvarta til byggingarfulltrúa viðkomandi sveitarfélags, enda er þeim falið að hafa eftirlit með mannvirkjagerð innan þess. Yfirleitt þarf leyfi byggingarfulltrúa fyrir hvers konar mannvirkjagerð, en þó eru undantekningar um það tíundaðar í gildandi byggingarreglugerð. Eigendum lóða er til dæmis almennt heimilt að girða lóð sína í því skyni að afmarka stærð hennar. Eigandi getur þannig girt lóð sína án aðkomu nágranna og án byggingarleyfis, að því gefnu að girðingin sé ekki nær lóðarmörkum aðliggjandi lóðar en sem nemur 1,8 metrum. Eigendum samliggjandi lóða er að sama skapi heimilt án byggingarleyfis að reisa girðingu á lóðarmörkum, séu þeir sammála um gerð hennar og útlit. Fortakslaus krafa er gerð um samráð og samkomulag í því efni. Það blasir þess vegna við, að þegar eigendur eru ósammála um hvort reisa eigi girðingu á lóðarmörkum, eða um útlit hennar og gerð að öðru leyti, þá verður ekki ráðist í framkvæmdina nema að fengnu byggingarleyfi. Það segja leikreglurnar í það minnsta. Samkvæmt mannvirkjalögum getur byggingarfulltrúi beitt ýmsum þvingunarúrræðum til að knýja á um úrbætur þegar eigendur mannvirkja hafa ekki farið eftir gildandi reglum byggingarlöggjafar. Í því skyni er byggingarfulltrúa heimilt að beita dagsektum en einnig getur hann látið vinna verk á kostnað eiganda sem fæst ekki sjálfur til þess. Ætla má að hlutverk byggingarfulltrúa sé meðal annars að veita eigendum fasteigna hlutaðeigandi sveitarfélags aðhald og eftirlit í verkum sínum. Embættið hlýtur að eiga að gæta að hagsmunum og réttindum eigenda sem fara eftir lögum, og gæta þess að réttur þeirra sé ekki fyrir borð borinn. Það er ekki síst til þess að stuðla að því að sæmilegur friður haldist milli nágranna. Það virðist þó sem mjög mikið þurfi að koma til svo að byggingarfulltrúi beiti sér í slíkum málum. Jafnan beitir hann þvingunarúrræðum ekki nema sýnt þyki að girðing á lóðamörkum, skjólveggur eða annað í þeim dúr ógni almannahagsmunum og öryggis- eða skipulagssjónarmiðum. Það má að sínu leyti telja rökrétt, þar sem þvingunarúrræði eru í eðli sínu íþyngjandi, og stjórnvöld eiga ekki að beita þeim nema ljóst sé að önnur leið sé ekki fær til að knýja á um úrbætur. Gæta skal meðalhófs í þessu sem öðru. Í nokkrum nýlegum og sambærilegum málum sem leitað hefur verið með til Húseigendafélagsins hefur verið um miklar og erfiðar nágrannaerjur að ræða vegna ósættis um frágang á lóðamörkum. Í þeim öllum hafði skjólveggur verið reistur einhliða og án samráðs við þann lóðarhafa sem leitaði til félagsins. Í þeim öllum var kvartað til byggingarfulltrúa þar sem samþykki lóðarhafa var ekki til að dreifa, og þess krafist að veggurinn yrði rifinn að viðlögðum dagsektum. Í þeim öllum var afgreiðsla og niðurstaða byggingarfulltrúa hin sama, það er, beitingu þvingunarúrræða var hafnað vegna þess að ekki þótti sýnt að hin brotlega háttsemi ógnaði öryggis- eða skipulagssjónarmiðum. Með þessari afgreiðslu mála segir byggingarfulltrúi raunverulega að hann muni ekkert aðhafast í því, þrátt fyrir að brotið sé gegn skýrum og fortakslausum ákvæðum mannvirkjalaga og byggingarreglugerðar. Vilji eigandi láta fjarlægja girðingu, þá verði hann að höfða dómsmál gegn nágranna sínum til þess að tryggja hagsmuni sína, með öllum þeim kostnaði sem því fylgir. Hinn brotlegi skákar í því skjóli og veit að nágranninn muni ekki leggja í þá vegferð. Það gefur hins vegar auga leið að slíkt framferði geti kallað fram reiði lóðareiganda sem telur á sér brotið. Það stuðlar að því að sá eigandi ráðist sjálfur til aðgerða, sem er þá einnig í trássi við lög. Nágrannaerjurnar yrðu fljótlega að styrjöld, þar sem hver væri dómari í sinni sök. Það er verulega bagalegt að máttleysi byggingaryfirvalda í nágrannadeilum eins og hér hafa verið nefndar geti skapað framangreindar aðstæður. Í þessum málum er brýnt að byggingayfirvöld endurskoði framkvæmd sína, og beiti heimildum til þvingunarúrræða óhikað þegar við á. Sá sem er beittur slíkum aðgerðum getur þá leitað til dómstóla með málið, telji hann tilefni til. Höfundur er lögmaður hjá Húseigendafélaginu.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun