Geðheilbrigðismál á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn Sylvía Rós Bjarkadóttir skrifar 10. október 2023 08:00 Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, 10. október, og að þessu sinni undir þeirri yfirskrift að geðheilbrigði teljist til algildra mannréttinda. Í því felst að við eigum öll rétt á að vera ekki útsett fyrir þáttum sem eru ógn við geðheilbrigði okkar, að við fáum góða geðheilbrigðisþjónustu eftir þörfum og að við eigum rétt til frelsis, sjálfstæðis og þátttöku í samfélaginu. Geðþjónusta Landspítala veitir fjölbreytta heilbrigðisþjónustu og er hún í stöðugri þróun líkt og önnur starfsemi spítalans. Á þriðju hæð geðdeildarbyggingarinnar við Hringbraut er Meðferðargeðdeild geðrofsjúkdóma, sem er rétt tæplega tveggja ára gömul deild. Þar er unnið í þverfaglegum teymum, sem leitast við að tryggja skjólstæðingum okkar bestu meðferð sem völ er á. Sú meðferð getur verið allt frá bráðameðferð yfir í endurhæfingu. Skjólstæðingar geta þurft að dvelja lengi hjá okkur og við leggjum upp úr því að deildin sé heimilisleg og að fólki líði vel. Það er líka lykilþáttur í að tryggja að fólk sé tilbúið að koma aftur til okkar ef það þarf á að halda síðar. Meðferð miðuð við einstaklinginn Við vinnum ekki eftir almennum reglum eins og alvanalegar eru á spítala, þar sem allir sjúklingar fá mat og lyf og eru vaktir á sama tíma. Þess í stað hönnum við rammann í samráði við hvern og einn skjólstæðing og leggjum áherslu á sjálfsforræði og athafnafrelsi á öllum sviðum þar sem því er við komið. Svo dæmi sé tekið, leggjum við áherslu á félagslega þátttöku og virkni meðan á innlögn stendur. Innanhúss er margt í boði og við stöndum líka fyrir ferðum og reynum eftir fremsta megni að tengja fólk við úrræði út í samfélaginu til þess að reyna að tryggja rútínu og félagslega þátttöku eftir útskrift. Hér gildir að nálgast einstaklinginn eftir hans þörfum og veruleika og sníða prógrammið eftir því. Stundum mætum við mótstöðu innan heilbrigðiskerfisins en oft stafar það af skorti á þekkingu á ólíkum þáttum heilbrigðisþjónustunnar. Dæmi um það varðar reykingar en almennt vill Landspítali vera reyklaus stofnun, sem er bæði eðlilegt og skiljanlegt. Hins vegar er það líka svo að bráðveikir einstaklingar eru ekki endilega í stöðu til að hætta að reykja og við þurfum að finna leiðir til að fólk sem dvelur á lokuðum deildum geti reykt ef það kýs svo. Unnið með fjölskyldunni Við leggjum einnig mikið upp úr fjölskyldustuðningi. Við vinnum með nánustu aðstandendum og sú vinna gengur ekki eingöngu út á upplýsingagjöf, heldur líka að styðja við aðstandendur í sínu hlutverki. Góður stuðningur aðstandenda er mikilvægur fyrir heilsu sjúklinga, en til þess að það gangi þurfa aðstandendur að hafa aðgengi að bæði þekkingu og stuðningi. Við höfum séð mjög góðan árangur af þessari nálgun. Enn eru miklir fordómar gagnvart geðröskunum og þeir birtast bæði í samfélaginu og innan heilbrigðiskerfisins. Skjólstæðingar okkar finna fyrir slíkum fordómum og þurfa jafnvel að takast á við sjálfsfordóma. Geðraskanir eru eðlilegur hluti af mannlegri tilveru en fordómar fyrir geðröskunum geta hindrað bata, ýtt undir veikindi og heft aðgengi að meðferðum. Sumt fólk veikist tímabundið á meðan aðrir glíma við sínar raskanir alla ævi. En það er hægt að ná ýmist bata og bættum lífsgæðum. Því er til mikils að vinna að fá góða meðferð og hana viljum við veita. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er þarft tækifæri til að staldra við og velta því upp hvað tekst vel til og hvar við þurfum að sækja fram. Höfundur er deildarstjóri á meðferðardeild geðrofssjúkdóma á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Landspítalinn Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, 10. október, og að þessu sinni undir þeirri yfirskrift að geðheilbrigði teljist til algildra mannréttinda. Í því felst að við eigum öll rétt á að vera ekki útsett fyrir þáttum sem eru ógn við geðheilbrigði okkar, að við fáum góða geðheilbrigðisþjónustu eftir þörfum og að við eigum rétt til frelsis, sjálfstæðis og þátttöku í samfélaginu. Geðþjónusta Landspítala veitir fjölbreytta heilbrigðisþjónustu og er hún í stöðugri þróun líkt og önnur starfsemi spítalans. Á þriðju hæð geðdeildarbyggingarinnar við Hringbraut er Meðferðargeðdeild geðrofsjúkdóma, sem er rétt tæplega tveggja ára gömul deild. Þar er unnið í þverfaglegum teymum, sem leitast við að tryggja skjólstæðingum okkar bestu meðferð sem völ er á. Sú meðferð getur verið allt frá bráðameðferð yfir í endurhæfingu. Skjólstæðingar geta þurft að dvelja lengi hjá okkur og við leggjum upp úr því að deildin sé heimilisleg og að fólki líði vel. Það er líka lykilþáttur í að tryggja að fólk sé tilbúið að koma aftur til okkar ef það þarf á að halda síðar. Meðferð miðuð við einstaklinginn Við vinnum ekki eftir almennum reglum eins og alvanalegar eru á spítala, þar sem allir sjúklingar fá mat og lyf og eru vaktir á sama tíma. Þess í stað hönnum við rammann í samráði við hvern og einn skjólstæðing og leggjum áherslu á sjálfsforræði og athafnafrelsi á öllum sviðum þar sem því er við komið. Svo dæmi sé tekið, leggjum við áherslu á félagslega þátttöku og virkni meðan á innlögn stendur. Innanhúss er margt í boði og við stöndum líka fyrir ferðum og reynum eftir fremsta megni að tengja fólk við úrræði út í samfélaginu til þess að reyna að tryggja rútínu og félagslega þátttöku eftir útskrift. Hér gildir að nálgast einstaklinginn eftir hans þörfum og veruleika og sníða prógrammið eftir því. Stundum mætum við mótstöðu innan heilbrigðiskerfisins en oft stafar það af skorti á þekkingu á ólíkum þáttum heilbrigðisþjónustunnar. Dæmi um það varðar reykingar en almennt vill Landspítali vera reyklaus stofnun, sem er bæði eðlilegt og skiljanlegt. Hins vegar er það líka svo að bráðveikir einstaklingar eru ekki endilega í stöðu til að hætta að reykja og við þurfum að finna leiðir til að fólk sem dvelur á lokuðum deildum geti reykt ef það kýs svo. Unnið með fjölskyldunni Við leggjum einnig mikið upp úr fjölskyldustuðningi. Við vinnum með nánustu aðstandendum og sú vinna gengur ekki eingöngu út á upplýsingagjöf, heldur líka að styðja við aðstandendur í sínu hlutverki. Góður stuðningur aðstandenda er mikilvægur fyrir heilsu sjúklinga, en til þess að það gangi þurfa aðstandendur að hafa aðgengi að bæði þekkingu og stuðningi. Við höfum séð mjög góðan árangur af þessari nálgun. Enn eru miklir fordómar gagnvart geðröskunum og þeir birtast bæði í samfélaginu og innan heilbrigðiskerfisins. Skjólstæðingar okkar finna fyrir slíkum fordómum og þurfa jafnvel að takast á við sjálfsfordóma. Geðraskanir eru eðlilegur hluti af mannlegri tilveru en fordómar fyrir geðröskunum geta hindrað bata, ýtt undir veikindi og heft aðgengi að meðferðum. Sumt fólk veikist tímabundið á meðan aðrir glíma við sínar raskanir alla ævi. En það er hægt að ná ýmist bata og bættum lífsgæðum. Því er til mikils að vinna að fá góða meðferð og hana viljum við veita. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er þarft tækifæri til að staldra við og velta því upp hvað tekst vel til og hvar við þurfum að sækja fram. Höfundur er deildarstjóri á meðferðardeild geðrofssjúkdóma á Landspítala.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun