Hægrimenn í Þýskalandi á siglingu eftir kosningar helgarinnar Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2023 15:10 Hægrimennirnir Hendrik Wüst, forsætisráðherra Norðurrín Vestfalíu og Markus Söder, leiðtogi CSU í Bæjaralandi, skáluðu um helgina. AP Hægrimenn í Þýskalandi fögnuðu mikið um helgina eftir að Kristilegir demókratar, Frjálsir kjósendur og Valkostur fyrir Þýskaland unnu mikla sigra í kosningum til þings í sambandsríkjunum Hessen og Bæjaralandi, tveimur af auðugari sambandsríkjum landsins, í gær. Talið er að afleiðingar kosninganna muni gera vart við sig um land allt, en niðurstaðan er talin vera áfall fyrir Olaf Scholz kanslara og ríkisstjórnarflokkana þrjá – Jafnaðarmannaflokkinn, Græningja og Frjálslynda demókrata. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að kjósendur hafi margir ákveðið að kjósa hægriflokkanna til að mótmæla stefnu ríkisstjórnar landsins í innflytjenda- og orkumálum. Aldrei mælst stærri Bráðabirgðaniðurstöður kosninganna í Hessen benda til að Kristilegir demókratar hafi hlotið 34,5 prósent atkvæða, sem sé umtalsvert meira en í síðustu kosningum til þings í sambandsríkinu. Þá hlaut popúlistaflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) um átján prósent fylgi og hefur aldrei hlotið svo mikið fylgi í kosningum til þings í sambandsríki í vesturhluta Þýskalands. Þá hlutu bæði Græningjar og Jafnaðarmenn um fimmtán prósent fylgi og Frjálslyndir demókratar um fimm prósent fylgi og töpuðu þeir allir fylgi frá fyrri kosningum. Frjálsir kjósendur krefjast ráðherrastóls Kristilegir demókratar í Bæjaralandi (CSU), sem hafa stýrt sambandsríkinu nær samfellt frá 1946, hlutu um 37 prósent atkvæða og varð sem fyrr stærsti flokkurinn þó að niðurstaðan sé sú versta fyrir flokkinn frá 1958. Er fastlega gert ráð fyrir að CSU muni áfram mynda stjórn með hægriflokknum Frjálsum kjósendum, sem bætti við sig fylgi, hlaut um fimmtán prósent atkvæða og hafa þegar krafist fleiri ráðherrastóla. Í Bæjaralandi misstu Græningjar fylgi, hlutu um fimmtán prósent atkvæða, á meðan Jafnaðarmenn biðu afhroð og hlutu einungis um átta prósent fylgi. Þó að Valkostur fyrir Þýskaland hafi bætt við sig fylgi er ljóst að hann mun ekki í komast í valdastöðu í sambandsþingunum þar sem enginn flokkur segist vilja vinna með þeim. Fylgisaukningin er þó talin bera skýran vott um stemmninguna meðal þýsku þjóðarinnar og er líkleg til að auka þrýsting á leiðtoga hófsamari hægriflokka að herða stefnuna, meðal annars í innflytjendamálum. Næstu þingkosningar fara fram í Þýskalandi fara fram árið 2025. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Talið er að afleiðingar kosninganna muni gera vart við sig um land allt, en niðurstaðan er talin vera áfall fyrir Olaf Scholz kanslara og ríkisstjórnarflokkana þrjá – Jafnaðarmannaflokkinn, Græningja og Frjálslynda demókrata. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að kjósendur hafi margir ákveðið að kjósa hægriflokkanna til að mótmæla stefnu ríkisstjórnar landsins í innflytjenda- og orkumálum. Aldrei mælst stærri Bráðabirgðaniðurstöður kosninganna í Hessen benda til að Kristilegir demókratar hafi hlotið 34,5 prósent atkvæða, sem sé umtalsvert meira en í síðustu kosningum til þings í sambandsríkinu. Þá hlaut popúlistaflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) um átján prósent fylgi og hefur aldrei hlotið svo mikið fylgi í kosningum til þings í sambandsríki í vesturhluta Þýskalands. Þá hlutu bæði Græningjar og Jafnaðarmenn um fimmtán prósent fylgi og Frjálslyndir demókratar um fimm prósent fylgi og töpuðu þeir allir fylgi frá fyrri kosningum. Frjálsir kjósendur krefjast ráðherrastóls Kristilegir demókratar í Bæjaralandi (CSU), sem hafa stýrt sambandsríkinu nær samfellt frá 1946, hlutu um 37 prósent atkvæða og varð sem fyrr stærsti flokkurinn þó að niðurstaðan sé sú versta fyrir flokkinn frá 1958. Er fastlega gert ráð fyrir að CSU muni áfram mynda stjórn með hægriflokknum Frjálsum kjósendum, sem bætti við sig fylgi, hlaut um fimmtán prósent atkvæða og hafa þegar krafist fleiri ráðherrastóla. Í Bæjaralandi misstu Græningjar fylgi, hlutu um fimmtán prósent atkvæða, á meðan Jafnaðarmenn biðu afhroð og hlutu einungis um átta prósent fylgi. Þó að Valkostur fyrir Þýskaland hafi bætt við sig fylgi er ljóst að hann mun ekki í komast í valdastöðu í sambandsþingunum þar sem enginn flokkur segist vilja vinna með þeim. Fylgisaukningin er þó talin bera skýran vott um stemmninguna meðal þýsku þjóðarinnar og er líkleg til að auka þrýsting á leiðtoga hófsamari hægriflokka að herða stefnuna, meðal annars í innflytjendamálum. Næstu þingkosningar fara fram í Þýskalandi fara fram árið 2025.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent