Ég skipti engu máli í þessu – jú víst Magnús Guðmundsson skrifar 9. október 2023 09:01 Takk fyrir frábæran samstöðufund á Austurvelli laugardaginn 7.október. Takk skipuleggjendur og allir þeir sem komu fram á fundinum. Takk Guðlaugur Þór fyrir að mæta og taka við yfirlýsingu fundarins. Umhverfisógnin, sem gengur nú yfir, er ekki bara af því að regluverkið er slælegt. Laxaflóttinn í Patreksfirði er af mannavöldum, því fyrirtækið fylgdi ekki reglum. Umhverfisráðherra má ekki og getur ekki fríað sig af þeirri ógn, sem er að raungerast. Kynþroska eldislax syndir upp í bæði stórar og smáar ár, og snorklandi rekkafarar á eftir þeim með spjótin sín. Og þetta er að gerast á versta tíma þegar hrygning er að hefjast, og þessar ár eru að stórum hluta á friðuðum svæðum við Íslandsstrendur. Umhverfisstofnun, sem fellur undir Umhverfisráðuneytið, gefur út starfsleyfi fyrir skjókvíaeldi, sem kæranleg eru til umhverfisráðherra. Guðlaugur Þór umhverfisráðherra, þú skiptir því máli í laxeldisdeilunni. Þetta er á þínu borði. Strandsvæðaskipulag Strandsvæðaskipulag Vest- og Austfjarða, sem var samþykkt af Sigurði Inga innviðaráðherra í mars s.l. hefur áhrif á fjögur önnur ráðuneyti, Umhverfis-, Matvæla-, Dómsmála- og Háskóla-, Iðnaðar- og Nýsköpunarráðuneyti. Þetta á alla vega við í Seyðisfirði, þar sem mikill meirihluti íbúa hefur harðlega mótmælt sjókvíaeldi. Guðlaugur Þór umhverfisráðherra, ég ætla að benda á umhverfisþætti í Seyðisfirði, sem eru ekki í lagi og hafa ekki verið virtir fram að þessu, en ég vonast til að það breytist skv. orðum þínum í gær. Í umhverfismatsskýrslu er bara fjallað um tvo valkosti í Seyðisfirði, A og B, eins og kortin sýna, og að sjálfsögðu er A alltaf fyrsti valkostur, Seyðisfjörður án sjókvíaeldis. Í samþykktu strandsvæðaskipulagi er þetta kort hins vegar niðurstaðan. Grænt svæði í Skálanesbót hefur verið þurrkað út og nýtingarsvæðin öll stækkuð. Þetta kom ekki úr umhverfismati, eins og sést á kortunum fyrir ofan, og var aldrei kynnt og er kæranlegt til þín ef starfsleyfi verður gefið út á forsendum strandsvæðaskipulagsins. Þarna er hrygningarsvæði og uppeldissvæði fiska og fugla. Það hefði verið nær að stækka það og tengja við friðað sjófuglavarp í Skálanesbjargi. Þetta heyrir klárlega undir umhverfisráðherra. Ofanflóð Skv. minnisblaði Veðurstofu er svæðið SN2 í Selstaðavík á C-svæði vegna ofanflóða og reiknilíkan Veðurstofunnar vegna snjóflóða úr Brimnesfjalli lítur svona út, með 12 upptökusvæðum sem öll fara langt í sjó fram, allt að 700 m. Þú hefur sagt opinberlega að það þurfi að drífa í að kortleggja ofanflóðahættu bæði í þéttbýli og dreifbýli, verja það sem hægt er að verja og veita ekki leyfi fyrir nýjum mannvirkjum á hættusvæðum. Sjókvíarnar á þessu korti eru kolrangt staðsettar. Þær þurfa að færast miklu nær landi vegna helgunarsvæðis Farice-1 strengsins, og auk þess vantar allar akkerisfestingar sjókvíanna og allt annað athafnasvæði þeirra inn á kortið. Þetta verður alltaf á snjóflóðahættusvæði og/eða inni í helgunarsvæði Farice-1. Guðlaugur Þór, Veðurstofan heyrir undir þig. Afhverju er þetta svæði ennþá opið fyrir starfsleyfisveitingar? Laxeldisfyrirtækið Ice Fish Farm sækir stíft í að komast í Seyðisfjörð þrátt fyrir allar þessar hindranir og umhverfisógnir. Í forsvari þess er Jens Garðar Helgason, sem jafnframt starfar í umboði umhverfisráðherra sem formaður ”Stýrihóps um landsáætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum”. Þetta tvennt fer ekki saman. Nú treysta Seyðfirðingar því að þú standir við orð þín á Austurvelli í gær og orð þín um ofanflóðahættu. Fyrsta skrefið gæti verið að stuðla ekki að fleiri umhverfisslysum með nýjum leyfum. Út frá umhverfissjónarmiðum steinliggur þetta í Seyðisfirði. Náttúran verður látin víkja og tólf kvíar á snjóflóðasvæði eru bein ávísun á stórt umhverfisslys. Guðlaugur Þór, stattu nú við stóru orðin og brettu upp ermarnar. Þú skiptir víst máli. Starfsleyfi sjókvíaeldis eru gefin út af Umhverfisstofnun, sem heyrir undir þitt ráðuneyti. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Sjókvíaeldi Fiskeldi Magnús Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Takk fyrir frábæran samstöðufund á Austurvelli laugardaginn 7.október. Takk skipuleggjendur og allir þeir sem komu fram á fundinum. Takk Guðlaugur Þór fyrir að mæta og taka við yfirlýsingu fundarins. Umhverfisógnin, sem gengur nú yfir, er ekki bara af því að regluverkið er slælegt. Laxaflóttinn í Patreksfirði er af mannavöldum, því fyrirtækið fylgdi ekki reglum. Umhverfisráðherra má ekki og getur ekki fríað sig af þeirri ógn, sem er að raungerast. Kynþroska eldislax syndir upp í bæði stórar og smáar ár, og snorklandi rekkafarar á eftir þeim með spjótin sín. Og þetta er að gerast á versta tíma þegar hrygning er að hefjast, og þessar ár eru að stórum hluta á friðuðum svæðum við Íslandsstrendur. Umhverfisstofnun, sem fellur undir Umhverfisráðuneytið, gefur út starfsleyfi fyrir skjókvíaeldi, sem kæranleg eru til umhverfisráðherra. Guðlaugur Þór umhverfisráðherra, þú skiptir því máli í laxeldisdeilunni. Þetta er á þínu borði. Strandsvæðaskipulag Strandsvæðaskipulag Vest- og Austfjarða, sem var samþykkt af Sigurði Inga innviðaráðherra í mars s.l. hefur áhrif á fjögur önnur ráðuneyti, Umhverfis-, Matvæla-, Dómsmála- og Háskóla-, Iðnaðar- og Nýsköpunarráðuneyti. Þetta á alla vega við í Seyðisfirði, þar sem mikill meirihluti íbúa hefur harðlega mótmælt sjókvíaeldi. Guðlaugur Þór umhverfisráðherra, ég ætla að benda á umhverfisþætti í Seyðisfirði, sem eru ekki í lagi og hafa ekki verið virtir fram að þessu, en ég vonast til að það breytist skv. orðum þínum í gær. Í umhverfismatsskýrslu er bara fjallað um tvo valkosti í Seyðisfirði, A og B, eins og kortin sýna, og að sjálfsögðu er A alltaf fyrsti valkostur, Seyðisfjörður án sjókvíaeldis. Í samþykktu strandsvæðaskipulagi er þetta kort hins vegar niðurstaðan. Grænt svæði í Skálanesbót hefur verið þurrkað út og nýtingarsvæðin öll stækkuð. Þetta kom ekki úr umhverfismati, eins og sést á kortunum fyrir ofan, og var aldrei kynnt og er kæranlegt til þín ef starfsleyfi verður gefið út á forsendum strandsvæðaskipulagsins. Þarna er hrygningarsvæði og uppeldissvæði fiska og fugla. Það hefði verið nær að stækka það og tengja við friðað sjófuglavarp í Skálanesbjargi. Þetta heyrir klárlega undir umhverfisráðherra. Ofanflóð Skv. minnisblaði Veðurstofu er svæðið SN2 í Selstaðavík á C-svæði vegna ofanflóða og reiknilíkan Veðurstofunnar vegna snjóflóða úr Brimnesfjalli lítur svona út, með 12 upptökusvæðum sem öll fara langt í sjó fram, allt að 700 m. Þú hefur sagt opinberlega að það þurfi að drífa í að kortleggja ofanflóðahættu bæði í þéttbýli og dreifbýli, verja það sem hægt er að verja og veita ekki leyfi fyrir nýjum mannvirkjum á hættusvæðum. Sjókvíarnar á þessu korti eru kolrangt staðsettar. Þær þurfa að færast miklu nær landi vegna helgunarsvæðis Farice-1 strengsins, og auk þess vantar allar akkerisfestingar sjókvíanna og allt annað athafnasvæði þeirra inn á kortið. Þetta verður alltaf á snjóflóðahættusvæði og/eða inni í helgunarsvæði Farice-1. Guðlaugur Þór, Veðurstofan heyrir undir þig. Afhverju er þetta svæði ennþá opið fyrir starfsleyfisveitingar? Laxeldisfyrirtækið Ice Fish Farm sækir stíft í að komast í Seyðisfjörð þrátt fyrir allar þessar hindranir og umhverfisógnir. Í forsvari þess er Jens Garðar Helgason, sem jafnframt starfar í umboði umhverfisráðherra sem formaður ”Stýrihóps um landsáætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum”. Þetta tvennt fer ekki saman. Nú treysta Seyðfirðingar því að þú standir við orð þín á Austurvelli í gær og orð þín um ofanflóðahættu. Fyrsta skrefið gæti verið að stuðla ekki að fleiri umhverfisslysum með nýjum leyfum. Út frá umhverfissjónarmiðum steinliggur þetta í Seyðisfirði. Náttúran verður látin víkja og tólf kvíar á snjóflóðasvæði eru bein ávísun á stórt umhverfisslys. Guðlaugur Þór, stattu nú við stóru orðin og brettu upp ermarnar. Þú skiptir víst máli. Starfsleyfi sjókvíaeldis eru gefin út af Umhverfisstofnun, sem heyrir undir þitt ráðuneyti. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun