Ég skipti engu máli í þessu – jú víst Magnús Guðmundsson skrifar 9. október 2023 09:01 Takk fyrir frábæran samstöðufund á Austurvelli laugardaginn 7.október. Takk skipuleggjendur og allir þeir sem komu fram á fundinum. Takk Guðlaugur Þór fyrir að mæta og taka við yfirlýsingu fundarins. Umhverfisógnin, sem gengur nú yfir, er ekki bara af því að regluverkið er slælegt. Laxaflóttinn í Patreksfirði er af mannavöldum, því fyrirtækið fylgdi ekki reglum. Umhverfisráðherra má ekki og getur ekki fríað sig af þeirri ógn, sem er að raungerast. Kynþroska eldislax syndir upp í bæði stórar og smáar ár, og snorklandi rekkafarar á eftir þeim með spjótin sín. Og þetta er að gerast á versta tíma þegar hrygning er að hefjast, og þessar ár eru að stórum hluta á friðuðum svæðum við Íslandsstrendur. Umhverfisstofnun, sem fellur undir Umhverfisráðuneytið, gefur út starfsleyfi fyrir skjókvíaeldi, sem kæranleg eru til umhverfisráðherra. Guðlaugur Þór umhverfisráðherra, þú skiptir því máli í laxeldisdeilunni. Þetta er á þínu borði. Strandsvæðaskipulag Strandsvæðaskipulag Vest- og Austfjarða, sem var samþykkt af Sigurði Inga innviðaráðherra í mars s.l. hefur áhrif á fjögur önnur ráðuneyti, Umhverfis-, Matvæla-, Dómsmála- og Háskóla-, Iðnaðar- og Nýsköpunarráðuneyti. Þetta á alla vega við í Seyðisfirði, þar sem mikill meirihluti íbúa hefur harðlega mótmælt sjókvíaeldi. Guðlaugur Þór umhverfisráðherra, ég ætla að benda á umhverfisþætti í Seyðisfirði, sem eru ekki í lagi og hafa ekki verið virtir fram að þessu, en ég vonast til að það breytist skv. orðum þínum í gær. Í umhverfismatsskýrslu er bara fjallað um tvo valkosti í Seyðisfirði, A og B, eins og kortin sýna, og að sjálfsögðu er A alltaf fyrsti valkostur, Seyðisfjörður án sjókvíaeldis. Í samþykktu strandsvæðaskipulagi er þetta kort hins vegar niðurstaðan. Grænt svæði í Skálanesbót hefur verið þurrkað út og nýtingarsvæðin öll stækkuð. Þetta kom ekki úr umhverfismati, eins og sést á kortunum fyrir ofan, og var aldrei kynnt og er kæranlegt til þín ef starfsleyfi verður gefið út á forsendum strandsvæðaskipulagsins. Þarna er hrygningarsvæði og uppeldissvæði fiska og fugla. Það hefði verið nær að stækka það og tengja við friðað sjófuglavarp í Skálanesbjargi. Þetta heyrir klárlega undir umhverfisráðherra. Ofanflóð Skv. minnisblaði Veðurstofu er svæðið SN2 í Selstaðavík á C-svæði vegna ofanflóða og reiknilíkan Veðurstofunnar vegna snjóflóða úr Brimnesfjalli lítur svona út, með 12 upptökusvæðum sem öll fara langt í sjó fram, allt að 700 m. Þú hefur sagt opinberlega að það þurfi að drífa í að kortleggja ofanflóðahættu bæði í þéttbýli og dreifbýli, verja það sem hægt er að verja og veita ekki leyfi fyrir nýjum mannvirkjum á hættusvæðum. Sjókvíarnar á þessu korti eru kolrangt staðsettar. Þær þurfa að færast miklu nær landi vegna helgunarsvæðis Farice-1 strengsins, og auk þess vantar allar akkerisfestingar sjókvíanna og allt annað athafnasvæði þeirra inn á kortið. Þetta verður alltaf á snjóflóðahættusvæði og/eða inni í helgunarsvæði Farice-1. Guðlaugur Þór, Veðurstofan heyrir undir þig. Afhverju er þetta svæði ennþá opið fyrir starfsleyfisveitingar? Laxeldisfyrirtækið Ice Fish Farm sækir stíft í að komast í Seyðisfjörð þrátt fyrir allar þessar hindranir og umhverfisógnir. Í forsvari þess er Jens Garðar Helgason, sem jafnframt starfar í umboði umhverfisráðherra sem formaður ”Stýrihóps um landsáætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum”. Þetta tvennt fer ekki saman. Nú treysta Seyðfirðingar því að þú standir við orð þín á Austurvelli í gær og orð þín um ofanflóðahættu. Fyrsta skrefið gæti verið að stuðla ekki að fleiri umhverfisslysum með nýjum leyfum. Út frá umhverfissjónarmiðum steinliggur þetta í Seyðisfirði. Náttúran verður látin víkja og tólf kvíar á snjóflóðasvæði eru bein ávísun á stórt umhverfisslys. Guðlaugur Þór, stattu nú við stóru orðin og brettu upp ermarnar. Þú skiptir víst máli. Starfsleyfi sjókvíaeldis eru gefin út af Umhverfisstofnun, sem heyrir undir þitt ráðuneyti. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Sjókvíaeldi Fiskeldi Magnús Guðmundsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Takk fyrir frábæran samstöðufund á Austurvelli laugardaginn 7.október. Takk skipuleggjendur og allir þeir sem komu fram á fundinum. Takk Guðlaugur Þór fyrir að mæta og taka við yfirlýsingu fundarins. Umhverfisógnin, sem gengur nú yfir, er ekki bara af því að regluverkið er slælegt. Laxaflóttinn í Patreksfirði er af mannavöldum, því fyrirtækið fylgdi ekki reglum. Umhverfisráðherra má ekki og getur ekki fríað sig af þeirri ógn, sem er að raungerast. Kynþroska eldislax syndir upp í bæði stórar og smáar ár, og snorklandi rekkafarar á eftir þeim með spjótin sín. Og þetta er að gerast á versta tíma þegar hrygning er að hefjast, og þessar ár eru að stórum hluta á friðuðum svæðum við Íslandsstrendur. Umhverfisstofnun, sem fellur undir Umhverfisráðuneytið, gefur út starfsleyfi fyrir skjókvíaeldi, sem kæranleg eru til umhverfisráðherra. Guðlaugur Þór umhverfisráðherra, þú skiptir því máli í laxeldisdeilunni. Þetta er á þínu borði. Strandsvæðaskipulag Strandsvæðaskipulag Vest- og Austfjarða, sem var samþykkt af Sigurði Inga innviðaráðherra í mars s.l. hefur áhrif á fjögur önnur ráðuneyti, Umhverfis-, Matvæla-, Dómsmála- og Háskóla-, Iðnaðar- og Nýsköpunarráðuneyti. Þetta á alla vega við í Seyðisfirði, þar sem mikill meirihluti íbúa hefur harðlega mótmælt sjókvíaeldi. Guðlaugur Þór umhverfisráðherra, ég ætla að benda á umhverfisþætti í Seyðisfirði, sem eru ekki í lagi og hafa ekki verið virtir fram að þessu, en ég vonast til að það breytist skv. orðum þínum í gær. Í umhverfismatsskýrslu er bara fjallað um tvo valkosti í Seyðisfirði, A og B, eins og kortin sýna, og að sjálfsögðu er A alltaf fyrsti valkostur, Seyðisfjörður án sjókvíaeldis. Í samþykktu strandsvæðaskipulagi er þetta kort hins vegar niðurstaðan. Grænt svæði í Skálanesbót hefur verið þurrkað út og nýtingarsvæðin öll stækkuð. Þetta kom ekki úr umhverfismati, eins og sést á kortunum fyrir ofan, og var aldrei kynnt og er kæranlegt til þín ef starfsleyfi verður gefið út á forsendum strandsvæðaskipulagsins. Þarna er hrygningarsvæði og uppeldissvæði fiska og fugla. Það hefði verið nær að stækka það og tengja við friðað sjófuglavarp í Skálanesbjargi. Þetta heyrir klárlega undir umhverfisráðherra. Ofanflóð Skv. minnisblaði Veðurstofu er svæðið SN2 í Selstaðavík á C-svæði vegna ofanflóða og reiknilíkan Veðurstofunnar vegna snjóflóða úr Brimnesfjalli lítur svona út, með 12 upptökusvæðum sem öll fara langt í sjó fram, allt að 700 m. Þú hefur sagt opinberlega að það þurfi að drífa í að kortleggja ofanflóðahættu bæði í þéttbýli og dreifbýli, verja það sem hægt er að verja og veita ekki leyfi fyrir nýjum mannvirkjum á hættusvæðum. Sjókvíarnar á þessu korti eru kolrangt staðsettar. Þær þurfa að færast miklu nær landi vegna helgunarsvæðis Farice-1 strengsins, og auk þess vantar allar akkerisfestingar sjókvíanna og allt annað athafnasvæði þeirra inn á kortið. Þetta verður alltaf á snjóflóðahættusvæði og/eða inni í helgunarsvæði Farice-1. Guðlaugur Þór, Veðurstofan heyrir undir þig. Afhverju er þetta svæði ennþá opið fyrir starfsleyfisveitingar? Laxeldisfyrirtækið Ice Fish Farm sækir stíft í að komast í Seyðisfjörð þrátt fyrir allar þessar hindranir og umhverfisógnir. Í forsvari þess er Jens Garðar Helgason, sem jafnframt starfar í umboði umhverfisráðherra sem formaður ”Stýrihóps um landsáætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum”. Þetta tvennt fer ekki saman. Nú treysta Seyðfirðingar því að þú standir við orð þín á Austurvelli í gær og orð þín um ofanflóðahættu. Fyrsta skrefið gæti verið að stuðla ekki að fleiri umhverfisslysum með nýjum leyfum. Út frá umhverfissjónarmiðum steinliggur þetta í Seyðisfirði. Náttúran verður látin víkja og tólf kvíar á snjóflóðasvæði eru bein ávísun á stórt umhverfisslys. Guðlaugur Þór, stattu nú við stóru orðin og brettu upp ermarnar. Þú skiptir víst máli. Starfsleyfi sjókvíaeldis eru gefin út af Umhverfisstofnun, sem heyrir undir þitt ráðuneyti. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun