Enn um lýðræði og jaðarsetningu þess Sigurður Páll Jónsson skrifar 9. október 2023 08:30 Á fallegum síðsumarsdegi eða 11 ágúst síðastliðinn sendi undirritaður grein hingað á visir.is, undir yfirskriftinni „lýðræðislegur ómöguleiki“. Grunnurinn að greininni er hugsuninn um pólitíska samsetningu ríkisstjórnarinnar frá vinstri yfir miðju til hægri = xV, xB og xD. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eftir ríkisstjórnamyndun árið 2017 að þessi ríkisstjórn væri ekki mynduð um pólutík heldur stöðuleika. Formenn flokkanna skiptu með sér ráðherrasólum og jafnvel nefndu ráðuneytin uppá nýtt eftir sínum smekk og kerfið tók við völdum. Sem sagt, allur pólutískur ágreiningur á milli stjórnaflokkana yrði lagður til hliðar. Kosningaloforð hvers flokks fyrir sig þar sem kjósendum var lofað í kosningabaráttunni voru svikinn á degi eitt við myndun þessarar ríkisstjórnar sem enn situr eftir sex ár. Árið 2019 var ókyrrð og hamingjuleysi farið að gera vart við sig á stjórnarheimilinu. Einstaka ráðherrar ruku inní sín herbergi og skelltu hurðum eftir einhver hnútuköst yfir ríkisstjórnarborðið. Komu svo í viðtöl eða skrifuðu greinar til að blása út sinni hlið á ósættinu. Síðan næstu vikurnar, einhverja hluta vegna, voru viðkomandi ráðherrar í fjölmiðlaorlofi svo ekki náðist í þá, en forsætisráðherra kom brosandi frammá sjónarsviðið og sagði að allt væri með kyrrum kjörum á stjórnarheimilinu. Þó engin hafi fagnað covid-19 faraldrinum, þá bjargaði faraldurinn ríkisstjórninni á þann hátt að ,,þríeykið” svokallaða tók við völdum og fylgi ríkisstjórnarinnar flaug upp svo um munaði. Þetta hélst fram að alþingiskosningunum árið 2021 og sama ríkistjórn situr enn. Það sem almenningi er boðið uppá er enn meiri óhamingjufréttir á stjórnarheimilinu. Grein mín 11 ágúst síðastliðinn var meðal annars um að ófriður innan stjórnarflokkanna fór ekki í sumarfrí þó svo að öllum óafgreiddum ágeiningsmálum innan ríkistjórnarinnar á vorþingi hafi verið sópað út af borðinu og eru enn óafgreidd undir teppi eða í ruslafötunni. Nú á haustþingi heldur óhamingjan áfram, þó að greinilegt sé að foreldrarnir á títtnefndu stjórnarheimili hafi burstað í sér tennurnar og brosi sínu breiðasta og segi að allt sé lagi, þá er keisarinn klæðalaus og almenningur allur sér það. Það á að vera virkt lýðræði á Íslandi, þar sem þeir flokkar sem mynda ríkistjórn eftir kosningar setji kosningastefnu sína í stjórnasáttmálann. Alþingismenn og ráðherrar eru kosnir af almenningi. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur enga stefnu sem sýnir sig m.a best í því að það er alltaf verið að bregðast við vandamálum sem þyrftu ekki að koma upp ef einhver stefna væri viðhöfð. Stefna í orkumálum er enginn vegna ósamkomulags innan ríkisstjórnarinnar. Stefna í landbúnaði er enginn vegna stefnu og ráðaleysis. Stefna í samgöngumálum er engin vegna ráðaleysis. Stefna í innflytjendamálum er engin vegna ósamkomulags innan ríkistjórnarinnar. Stefna í heilbrigðismálum er á brauðfótum vegna rangrar forgangsröðunnar. Stefna í menntamálum er þokukennd og allt of lítil til verknáms. Sjávarútvegur er sjálfbær, þó er stefna fyrir litlar og meðalstórar útgerðir engin. Stefna til uppbyggingar á Íslandi öllu er engin vegna offjölgunnar á svæði Reykjavíkur og nágrennis. Stefna í forvarnarmálum er lítlil sem engin. Stefna í fiskeldismálum er engin vegna ósamkomulags innan ríkisstjórnar flokkanna. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Á fallegum síðsumarsdegi eða 11 ágúst síðastliðinn sendi undirritaður grein hingað á visir.is, undir yfirskriftinni „lýðræðislegur ómöguleiki“. Grunnurinn að greininni er hugsuninn um pólitíska samsetningu ríkisstjórnarinnar frá vinstri yfir miðju til hægri = xV, xB og xD. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eftir ríkisstjórnamyndun árið 2017 að þessi ríkisstjórn væri ekki mynduð um pólutík heldur stöðuleika. Formenn flokkanna skiptu með sér ráðherrasólum og jafnvel nefndu ráðuneytin uppá nýtt eftir sínum smekk og kerfið tók við völdum. Sem sagt, allur pólutískur ágreiningur á milli stjórnaflokkana yrði lagður til hliðar. Kosningaloforð hvers flokks fyrir sig þar sem kjósendum var lofað í kosningabaráttunni voru svikinn á degi eitt við myndun þessarar ríkisstjórnar sem enn situr eftir sex ár. Árið 2019 var ókyrrð og hamingjuleysi farið að gera vart við sig á stjórnarheimilinu. Einstaka ráðherrar ruku inní sín herbergi og skelltu hurðum eftir einhver hnútuköst yfir ríkisstjórnarborðið. Komu svo í viðtöl eða skrifuðu greinar til að blása út sinni hlið á ósættinu. Síðan næstu vikurnar, einhverja hluta vegna, voru viðkomandi ráðherrar í fjölmiðlaorlofi svo ekki náðist í þá, en forsætisráðherra kom brosandi frammá sjónarsviðið og sagði að allt væri með kyrrum kjörum á stjórnarheimilinu. Þó engin hafi fagnað covid-19 faraldrinum, þá bjargaði faraldurinn ríkisstjórninni á þann hátt að ,,þríeykið” svokallaða tók við völdum og fylgi ríkisstjórnarinnar flaug upp svo um munaði. Þetta hélst fram að alþingiskosningunum árið 2021 og sama ríkistjórn situr enn. Það sem almenningi er boðið uppá er enn meiri óhamingjufréttir á stjórnarheimilinu. Grein mín 11 ágúst síðastliðinn var meðal annars um að ófriður innan stjórnarflokkanna fór ekki í sumarfrí þó svo að öllum óafgreiddum ágeiningsmálum innan ríkistjórnarinnar á vorþingi hafi verið sópað út af borðinu og eru enn óafgreidd undir teppi eða í ruslafötunni. Nú á haustþingi heldur óhamingjan áfram, þó að greinilegt sé að foreldrarnir á títtnefndu stjórnarheimili hafi burstað í sér tennurnar og brosi sínu breiðasta og segi að allt sé lagi, þá er keisarinn klæðalaus og almenningur allur sér það. Það á að vera virkt lýðræði á Íslandi, þar sem þeir flokkar sem mynda ríkistjórn eftir kosningar setji kosningastefnu sína í stjórnasáttmálann. Alþingismenn og ráðherrar eru kosnir af almenningi. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur enga stefnu sem sýnir sig m.a best í því að það er alltaf verið að bregðast við vandamálum sem þyrftu ekki að koma upp ef einhver stefna væri viðhöfð. Stefna í orkumálum er enginn vegna ósamkomulags innan ríkisstjórnarinnar. Stefna í landbúnaði er enginn vegna stefnu og ráðaleysis. Stefna í samgöngumálum er engin vegna ráðaleysis. Stefna í innflytjendamálum er engin vegna ósamkomulags innan ríkistjórnarinnar. Stefna í heilbrigðismálum er á brauðfótum vegna rangrar forgangsröðunnar. Stefna í menntamálum er þokukennd og allt of lítil til verknáms. Sjávarútvegur er sjálfbær, þó er stefna fyrir litlar og meðalstórar útgerðir engin. Stefna til uppbyggingar á Íslandi öllu er engin vegna offjölgunnar á svæði Reykjavíkur og nágrennis. Stefna í forvarnarmálum er lítlil sem engin. Stefna í fiskeldismálum er engin vegna ósamkomulags innan ríkisstjórnar flokkanna. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í NV kjördæmi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar