Hindranir heyrnarlausra María Jonny Jóhannsdóttir skrifar 7. október 2023 15:00 Ég er 57 ára heyrnarlaus kona. Fyrsta mál mitt er táknmál. Ég er notandi táknmálstúlks og þeir hafa gert lífið mitt auðveldara í samskiptum mínum við lækna, hjúkurnarfólk og aðra umönnunaraðila sem ég þarf. Ég er ekki bara heyrnarlaus heldur fæst ég við önnur veikindi og t.d. stoðkerfisvandamál og þarf því oft að leita á náðir t.d. eins og í morgun þá þurfti ég að eiga samskipti við Endurkomudeild Landspítalans Fossvogi G3. Með mér var sjálfstæður táknmálstúlkur frá túlkaþjónustu Túlkun og tal ehf. Fyrir mig sem manneskju sem þarf oft á táknmálstúlk að halda er mikilvægt að ég sjálf geti valið hver túlkar fyrir mig á hverjum tíma. Þetta eru mín mál varðandi heilsu mína og er ég mikið upp á heilbrigðiskerfið komin til að geta átt góð samskipti við þá sem mér sinna í heilbrigðiskerfinu almennt og með alla sína sérhæfingu sem varða veikindi mín. Eftir viðtalið í morgun þá var mér úthlutaður nýr tími í endurkomu. Ég tók hann og ég vildi líka að táknmálstúlkur yrði pantaður en svarið sem ég fékk við því var að „aðeins mætti panta táknmálstúlk frá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH)“ og hvergi annarstaðar. Það kom mér svolítið í opna skjöldu þar sem ég vil að fengin sé túlkur frá Túlkun og tal ehf. Túlkar sem þar vinna er með nákvæmlega sömu háskólamenntun og túlkar sem starfa á SHH. Túlkun og Tal ehf fær greitt fyrir heilbrigðistúlkun. Samt má ekki panta þá. Ég bara skil ekki þetta ósamræmi. Val mitt á mínum nauðsynlega táknmálstúlk er einkis virt. Val mitt sem einstaklingur er líka einkis virt, út af hindrunum. Ég er 57 ára og ég er ekki sú eina sem þarf að nota táknmálstúlk við alls konar athafnir og fundi og eins og hér er fjallað um sérstaklega heilbrigðiskerfið. Það eru fleiri en ég, samt engin þúsund einstaklingar. Við erum öll að eldast, ýmis mein farin að hrjá okkur og þurfum meira á heilbrigðisþjónustu að halda. Þannig að sú heilbrigðisþjónusta með táknmálstúlkin ætti að vera okkur í boði óhindruðu og miðuð að okkar þörfum. Það er streituvaldandi að þurfa að kljást við hindranir alla daga og geta aldrei fengið frið fyrir þeim. Streita er líka viðurkennd sem afleiðing margra sjúkdóma sumra jafnvel lífshættulegra. Það hefur tekið mikið á hjá okkur, þó svo ég tali aðeins yfir mína hönd hérna að þurfa eilíft að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum mínum og þá sérstaklega þegar kemur mikilvægum málefnum eins og því sem varða heilsu og líf mitt. Þið sem þarna sjáið um þetta mættuð endilega laga þetta og gæta jafnræðis þ.e. að égh fái að ráða hver táknmálstúlkar fyrir mig og að SHH og Túlkun og tal ehf njóti líka jafnræðis og það sé ekki neitt „megum bara panta túlk hjá SHH“. Skoðið vel okkar vilja og hafið okkur með í ráðum. Höfundur er heyrnarlaus, með stoðkerfisvandamál/fötlun. Er notandi táknmálstúlkaþjónstu og vill að fulls jafnræði sé gætt hvarvetna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Táknmál Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ég er 57 ára heyrnarlaus kona. Fyrsta mál mitt er táknmál. Ég er notandi táknmálstúlks og þeir hafa gert lífið mitt auðveldara í samskiptum mínum við lækna, hjúkurnarfólk og aðra umönnunaraðila sem ég þarf. Ég er ekki bara heyrnarlaus heldur fæst ég við önnur veikindi og t.d. stoðkerfisvandamál og þarf því oft að leita á náðir t.d. eins og í morgun þá þurfti ég að eiga samskipti við Endurkomudeild Landspítalans Fossvogi G3. Með mér var sjálfstæður táknmálstúlkur frá túlkaþjónustu Túlkun og tal ehf. Fyrir mig sem manneskju sem þarf oft á táknmálstúlk að halda er mikilvægt að ég sjálf geti valið hver túlkar fyrir mig á hverjum tíma. Þetta eru mín mál varðandi heilsu mína og er ég mikið upp á heilbrigðiskerfið komin til að geta átt góð samskipti við þá sem mér sinna í heilbrigðiskerfinu almennt og með alla sína sérhæfingu sem varða veikindi mín. Eftir viðtalið í morgun þá var mér úthlutaður nýr tími í endurkomu. Ég tók hann og ég vildi líka að táknmálstúlkur yrði pantaður en svarið sem ég fékk við því var að „aðeins mætti panta táknmálstúlk frá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH)“ og hvergi annarstaðar. Það kom mér svolítið í opna skjöldu þar sem ég vil að fengin sé túlkur frá Túlkun og tal ehf. Túlkar sem þar vinna er með nákvæmlega sömu háskólamenntun og túlkar sem starfa á SHH. Túlkun og Tal ehf fær greitt fyrir heilbrigðistúlkun. Samt má ekki panta þá. Ég bara skil ekki þetta ósamræmi. Val mitt á mínum nauðsynlega táknmálstúlk er einkis virt. Val mitt sem einstaklingur er líka einkis virt, út af hindrunum. Ég er 57 ára og ég er ekki sú eina sem þarf að nota táknmálstúlk við alls konar athafnir og fundi og eins og hér er fjallað um sérstaklega heilbrigðiskerfið. Það eru fleiri en ég, samt engin þúsund einstaklingar. Við erum öll að eldast, ýmis mein farin að hrjá okkur og þurfum meira á heilbrigðisþjónustu að halda. Þannig að sú heilbrigðisþjónusta með táknmálstúlkin ætti að vera okkur í boði óhindruðu og miðuð að okkar þörfum. Það er streituvaldandi að þurfa að kljást við hindranir alla daga og geta aldrei fengið frið fyrir þeim. Streita er líka viðurkennd sem afleiðing margra sjúkdóma sumra jafnvel lífshættulegra. Það hefur tekið mikið á hjá okkur, þó svo ég tali aðeins yfir mína hönd hérna að þurfa eilíft að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum mínum og þá sérstaklega þegar kemur mikilvægum málefnum eins og því sem varða heilsu og líf mitt. Þið sem þarna sjáið um þetta mættuð endilega laga þetta og gæta jafnræðis þ.e. að égh fái að ráða hver táknmálstúlkar fyrir mig og að SHH og Túlkun og tal ehf njóti líka jafnræðis og það sé ekki neitt „megum bara panta túlk hjá SHH“. Skoðið vel okkar vilja og hafið okkur með í ráðum. Höfundur er heyrnarlaus, með stoðkerfisvandamál/fötlun. Er notandi táknmálstúlkaþjónstu og vill að fulls jafnræði sé gætt hvarvetna.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar