Samkeppni – fyrir lýðræðið Oddný Harðardóttir skrifar 1. október 2023 14:01 Íslendingar voru 100 árum á eftir Bandaríkjamönnum að setja samkeppnislög. Í Bandaríkjunum var litið á það sem vandamál að í mikilvægum atvinnugreinum væri eitt fyrirtæki eða samsteypa fyrirtækja ráðandi á markaði. Þessu varð að bregðast við og samkeppnislögin sáu til þess að einokunin og fákeppnin yrði brotin á bak aftur. Í kjölfarið bötnuðu lífskjör og efnahagur Bandaríkjamanna til muna. Það var ekki aðeins mikilvægi þess að markaðir væru skilvirkir og neytendur væru varðir fyrir fákeppni sem hvöttu Bandaríkjamenn áfram svo löngu á undan öðrum, heldur ekki síður það að fákeppninni fylgdi samþjöppun valds og áhrifa sem talin var ógna lýðræðinu. Það var í þessum anda sem Bandaríkjamenn beittu sér fyrir því eftir síðari heimstyrjöldina að stórfyrirtækjum yrði skipt upp í Japan og Japanir tækju upp samkeppnislög. Svipað gerðist í Þýskalandi eftir stríð. Þetta lagði grunninn að endurreisn eftir síðari heimsstyrjöldina og mikilli efnahagslegri velgengni bæði í Japan og Þýsakalandi. Bandaríkjamenn voru sannfærðir um að ekki væri hægt að tryggja frið nema með lýðræði og öflugu samkeppniseftirliti. Þetta tvennt héldist í hendur. Við Íslendingar búum við fákeppni á flestum lykilmörkuðum. Við þekkjum áhrif og völd stórra fyrirtækja sem nánast stýra heilu byggðalögunum. Sveitarstjórnir telja sig jafnvel verða að beygja sig fyrir stóru allsráðandi fyrirtækjunum sem oft eru jafnframt velgjörðamenn byggðalaga, almennings sem styrkja íþróttafélög og byggingu íþróttamannvirkja svo algeng dæmi séu tekin. Við þekkjum áhrifin sem stór fyrirtæki vilja sækja sér innan stjórnmálaflokka, m.a. með fjárframlögum. ESB og EES Nú um stundir er horft til yfirburðarstöðu fyrirtækja líkt og Google, Facebook og Apple og umræða bæði stjórnmálamanna og fræðimanna æ algengari um að þau fyrirtæki geti með stöðu sinni ógnað lýðræðinu ásamt því að vera efnahagslífinu skaðleg. Bandaríkin sem áður voru í forystu í samkeppnismálum hafa nú dregist aftur úr en ESB sótt í sig veðrið. Dæmi um þetta er heilbrigðisþjónustan í Bandaríkjunum sem er mikið dýrari en í Evrópu og nær einungis til þess hluta þjóðarinnar sem hefur efni á henni. Sérhagsmunaöfl hafa gætt þess að aðgengi að heilbrigðisþjónustunni sé háð efnahag Bandaríkjamanna. Samkeppnislöggjöfin íslenska 1993 var hluti af undirbúningi aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Í gegnum EES höfum við fengið neytendavernd sem við nytum ekki án aðildar að EES. Á næstunni munum við vonandi taka upp ESB tilskipanir frá árinu 2014, um viðurlög við samkeppnisbrotum og um leiðir fyrir neytendur til að sækja rétt sinn þegar samkeppnislög hafa verið brotin. Vegna EES samningsins geta íslensk stjórnvöld ekki að öllu leyti látið undan þrýstingi sérhagsmuna og veikt samkeppniseftirlitið. Mörg dæmi eru til um ákvarðanir sem teknar voru fyrir EES samninginn þar sem miklir almannahagsmunir voru í húfi en sérhagsmuna var frekar gætt. Sú pólitíska ákvörðun um að gefa fiskveiðikvótann frekar en að leigja hann út gegn fullu gjaldi er dæmi um ákvörðun þar sem jafnræði og hagur almennings var fótum troðinn. Sérhagsmunaöflin í sjávarútvegi og stjórnmálaflokkar sem fyrir þau vinna hafa ætíð haft betur við tilraunir til að vinda ofan af óréttlætinu. Dæmi um leynileg verðsamráð og aðgerðir til að koma samkeppnisaðila af markaði eru mörg hér á landi, allt of mörg. Þau hafa fundist í fjármála- og bankamarkaðnum, á matvörumarkaði, fjarskiptamarkaði, eldsneytismarkaði, byggingarvörumarkaði, flutningamarkaði, póstmarkaði, flugmarkaði, í landbúnaði og í upplýsingatækni. Alls staðar brotið á neytendum og smærri fyrirtækjum. Á síðasta kjörtímabili samþykktu stjórnarflokkarnir breytingar á samkeppnislögum til veikingar á eftirlitinu. Við í stjórnarandstöðunni komum þá í veg fyrir að lögin urðu jafn skaðleg og ríkisstjórnin vildi. Í íslensku viðskiptalífi hefur átt sér stað gríðarleg samþjöppun valds og áhrifa. Rökin fyrir sterku samkeppniseftirliti varða ekki einungis skilvirkni markaða heldur einnig vörn fyrir lýðræðið. Lýðræðinu stendur augljós ógn af of stórum fyrirtækjum sem nýta styrk sinn gegn neytendum og smærri fyrirtækjum. Hart er sótt að Samkeppniseftirlitinu þessa dagana. Almenningur þarf að standa vörð um sinn hag og standa með öflugu samkeppniseftirliti. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar voru 100 árum á eftir Bandaríkjamönnum að setja samkeppnislög. Í Bandaríkjunum var litið á það sem vandamál að í mikilvægum atvinnugreinum væri eitt fyrirtæki eða samsteypa fyrirtækja ráðandi á markaði. Þessu varð að bregðast við og samkeppnislögin sáu til þess að einokunin og fákeppnin yrði brotin á bak aftur. Í kjölfarið bötnuðu lífskjör og efnahagur Bandaríkjamanna til muna. Það var ekki aðeins mikilvægi þess að markaðir væru skilvirkir og neytendur væru varðir fyrir fákeppni sem hvöttu Bandaríkjamenn áfram svo löngu á undan öðrum, heldur ekki síður það að fákeppninni fylgdi samþjöppun valds og áhrifa sem talin var ógna lýðræðinu. Það var í þessum anda sem Bandaríkjamenn beittu sér fyrir því eftir síðari heimstyrjöldina að stórfyrirtækjum yrði skipt upp í Japan og Japanir tækju upp samkeppnislög. Svipað gerðist í Þýskalandi eftir stríð. Þetta lagði grunninn að endurreisn eftir síðari heimsstyrjöldina og mikilli efnahagslegri velgengni bæði í Japan og Þýsakalandi. Bandaríkjamenn voru sannfærðir um að ekki væri hægt að tryggja frið nema með lýðræði og öflugu samkeppniseftirliti. Þetta tvennt héldist í hendur. Við Íslendingar búum við fákeppni á flestum lykilmörkuðum. Við þekkjum áhrif og völd stórra fyrirtækja sem nánast stýra heilu byggðalögunum. Sveitarstjórnir telja sig jafnvel verða að beygja sig fyrir stóru allsráðandi fyrirtækjunum sem oft eru jafnframt velgjörðamenn byggðalaga, almennings sem styrkja íþróttafélög og byggingu íþróttamannvirkja svo algeng dæmi séu tekin. Við þekkjum áhrifin sem stór fyrirtæki vilja sækja sér innan stjórnmálaflokka, m.a. með fjárframlögum. ESB og EES Nú um stundir er horft til yfirburðarstöðu fyrirtækja líkt og Google, Facebook og Apple og umræða bæði stjórnmálamanna og fræðimanna æ algengari um að þau fyrirtæki geti með stöðu sinni ógnað lýðræðinu ásamt því að vera efnahagslífinu skaðleg. Bandaríkin sem áður voru í forystu í samkeppnismálum hafa nú dregist aftur úr en ESB sótt í sig veðrið. Dæmi um þetta er heilbrigðisþjónustan í Bandaríkjunum sem er mikið dýrari en í Evrópu og nær einungis til þess hluta þjóðarinnar sem hefur efni á henni. Sérhagsmunaöfl hafa gætt þess að aðgengi að heilbrigðisþjónustunni sé háð efnahag Bandaríkjamanna. Samkeppnislöggjöfin íslenska 1993 var hluti af undirbúningi aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Í gegnum EES höfum við fengið neytendavernd sem við nytum ekki án aðildar að EES. Á næstunni munum við vonandi taka upp ESB tilskipanir frá árinu 2014, um viðurlög við samkeppnisbrotum og um leiðir fyrir neytendur til að sækja rétt sinn þegar samkeppnislög hafa verið brotin. Vegna EES samningsins geta íslensk stjórnvöld ekki að öllu leyti látið undan þrýstingi sérhagsmuna og veikt samkeppniseftirlitið. Mörg dæmi eru til um ákvarðanir sem teknar voru fyrir EES samninginn þar sem miklir almannahagsmunir voru í húfi en sérhagsmuna var frekar gætt. Sú pólitíska ákvörðun um að gefa fiskveiðikvótann frekar en að leigja hann út gegn fullu gjaldi er dæmi um ákvörðun þar sem jafnræði og hagur almennings var fótum troðinn. Sérhagsmunaöflin í sjávarútvegi og stjórnmálaflokkar sem fyrir þau vinna hafa ætíð haft betur við tilraunir til að vinda ofan af óréttlætinu. Dæmi um leynileg verðsamráð og aðgerðir til að koma samkeppnisaðila af markaði eru mörg hér á landi, allt of mörg. Þau hafa fundist í fjármála- og bankamarkaðnum, á matvörumarkaði, fjarskiptamarkaði, eldsneytismarkaði, byggingarvörumarkaði, flutningamarkaði, póstmarkaði, flugmarkaði, í landbúnaði og í upplýsingatækni. Alls staðar brotið á neytendum og smærri fyrirtækjum. Á síðasta kjörtímabili samþykktu stjórnarflokkarnir breytingar á samkeppnislögum til veikingar á eftirlitinu. Við í stjórnarandstöðunni komum þá í veg fyrir að lögin urðu jafn skaðleg og ríkisstjórnin vildi. Í íslensku viðskiptalífi hefur átt sér stað gríðarleg samþjöppun valds og áhrifa. Rökin fyrir sterku samkeppniseftirliti varða ekki einungis skilvirkni markaða heldur einnig vörn fyrir lýðræðið. Lýðræðinu stendur augljós ógn af of stórum fyrirtækjum sem nýta styrk sinn gegn neytendum og smærri fyrirtækjum. Hart er sótt að Samkeppniseftirlitinu þessa dagana. Almenningur þarf að standa vörð um sinn hag og standa með öflugu samkeppniseftirliti. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar