Byggjum brú fyrir framtíðina Íris E. Gísladóttir skrifar 29. september 2023 11:00 Í heimi menntatækni (e. edtech), þar sem markmiðið er að menntakerfið þróist í takt við þarfir samfélags sem byggir í auknum mæli á tækni og nýsköpun, leika hágæðarannsóknir lykilhlutverk. Ekki síst þegar kemur að yngri stigum menntakerfisins. Þar eru rannsóknarbyggðar menntatæknilausnir grundvöllur markvissra breytinga sem skila árangri. En hvar liggur lykillinn að slíkum árangri? Nýting menntatækni í kennslu snýst ekki bara um að kaupa tæki og innleiða stafrænar lausnir heldur þarf að endurhugsa menntunina sjálfa. Þar er menntatækni lykillinn að því að skapa kraftmikið námsumhverfi, persónulega námskrá og að búa nemendur undir áskoranir 21. aldarinnar. Til að ná þessum háleitu markmiðum er samstarf milli fræðasviða háskólanna, rannsókna og atvinnulífs nauðsynlegt. Háskólar og rannsóknastofnanir eru vagga þekkingar þar sem framsæknar rannsóknir og kennslufræðileg sérþekking renna saman. Það er hægt að nýta til að hanna gagnreyndar og skilvirkar menntatæknilausnir sem hafa getu til að gjörbreyta námi. En hraðar tækniframfarir krefjast lipra vinnubragða. Fjárhags- og tækniauðlindir einkageirans eru þar ómetanlegar. Í einkageiranum, mögulega ekki síst í hugverkaiðnaði þar sem helsta auðlindin er nýsköpun og rannsóknir og þróun, býr ómældur kraftur sem hefur burði til að koma nýstárlegum menntatæknilausnum til breiðari markhóps, bæði hérlendis og erlendis. Taki þessir aðilar höndum saman getum við skapað það burðarstykki sem þarf til að endurhugsa og lyfta upp ekki bara skólakerfinu og sérhverjum einstaklingi heldur hagkerfinu öllu. Í nánu samstarfi geta rannsóknastofnanir og menntatæknifyrirtæki stundað umfangsmiklar rannsóknir á námshegðun, vitsmunaþroska og áhrifum tækni sem leiðir til þróunará vörum sem eru sérsniðnar til að mæta þörfum framtíðarinnar. Þannig er hægt að skapa menntaumhverfi sem veitir börnunum okkar möguleika á framúrskarandi framtíðarfærni. Menntun sem kveikir neista sem ýtir undir lífstíð af þekkingarsköpun og símenntun. Samvinna fræðasviða, rannsókna og iðnaðar er kemur að menntatækni gefur möguleika á að endurskilgreina menntun fyrir komandi kynslóðir. Þetta snýst ekki bara um nýsköpun; þetta snýst um sameiginlega skuldbindingu til að styrkja nemendur, kennara og skóla með umbreytandi lausnum. Þetta snýst um að búa til vistkerfi þar sem rannsóknardrifin menntatækni blómstrar. Þar sem mörkin milli fræðasviðs og atvinnulífs hverfa í þágu menntunar. Í þessari vegferð skulum við muna að sameiginlegt verkefni okkar er að móta bjartari framtíð fyrir komandi kynslóðir. Spurt var í upphafi hvar lykillinn að árangri í menntakerfinu liggur. Lykillinn liggur í að stuðla að nánara samstarfi háskóla, rannsóknastofnana og einkageirans. Höfundur er stofnandi fyrirtækis í menntatækni og formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja hjá Samtökum iðnaðarins. Greinin er skrifuð af því tilefni að Menntakvika stendur yfir. Hér er dagskrá: https://www.ki.is/vidburdir/menntakvika-2023/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Skóla - og menntamál Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í heimi menntatækni (e. edtech), þar sem markmiðið er að menntakerfið þróist í takt við þarfir samfélags sem byggir í auknum mæli á tækni og nýsköpun, leika hágæðarannsóknir lykilhlutverk. Ekki síst þegar kemur að yngri stigum menntakerfisins. Þar eru rannsóknarbyggðar menntatæknilausnir grundvöllur markvissra breytinga sem skila árangri. En hvar liggur lykillinn að slíkum árangri? Nýting menntatækni í kennslu snýst ekki bara um að kaupa tæki og innleiða stafrænar lausnir heldur þarf að endurhugsa menntunina sjálfa. Þar er menntatækni lykillinn að því að skapa kraftmikið námsumhverfi, persónulega námskrá og að búa nemendur undir áskoranir 21. aldarinnar. Til að ná þessum háleitu markmiðum er samstarf milli fræðasviða háskólanna, rannsókna og atvinnulífs nauðsynlegt. Háskólar og rannsóknastofnanir eru vagga þekkingar þar sem framsæknar rannsóknir og kennslufræðileg sérþekking renna saman. Það er hægt að nýta til að hanna gagnreyndar og skilvirkar menntatæknilausnir sem hafa getu til að gjörbreyta námi. En hraðar tækniframfarir krefjast lipra vinnubragða. Fjárhags- og tækniauðlindir einkageirans eru þar ómetanlegar. Í einkageiranum, mögulega ekki síst í hugverkaiðnaði þar sem helsta auðlindin er nýsköpun og rannsóknir og þróun, býr ómældur kraftur sem hefur burði til að koma nýstárlegum menntatæknilausnum til breiðari markhóps, bæði hérlendis og erlendis. Taki þessir aðilar höndum saman getum við skapað það burðarstykki sem þarf til að endurhugsa og lyfta upp ekki bara skólakerfinu og sérhverjum einstaklingi heldur hagkerfinu öllu. Í nánu samstarfi geta rannsóknastofnanir og menntatæknifyrirtæki stundað umfangsmiklar rannsóknir á námshegðun, vitsmunaþroska og áhrifum tækni sem leiðir til þróunará vörum sem eru sérsniðnar til að mæta þörfum framtíðarinnar. Þannig er hægt að skapa menntaumhverfi sem veitir börnunum okkar möguleika á framúrskarandi framtíðarfærni. Menntun sem kveikir neista sem ýtir undir lífstíð af þekkingarsköpun og símenntun. Samvinna fræðasviða, rannsókna og iðnaðar er kemur að menntatækni gefur möguleika á að endurskilgreina menntun fyrir komandi kynslóðir. Þetta snýst ekki bara um nýsköpun; þetta snýst um sameiginlega skuldbindingu til að styrkja nemendur, kennara og skóla með umbreytandi lausnum. Þetta snýst um að búa til vistkerfi þar sem rannsóknardrifin menntatækni blómstrar. Þar sem mörkin milli fræðasviðs og atvinnulífs hverfa í þágu menntunar. Í þessari vegferð skulum við muna að sameiginlegt verkefni okkar er að móta bjartari framtíð fyrir komandi kynslóðir. Spurt var í upphafi hvar lykillinn að árangri í menntakerfinu liggur. Lykillinn liggur í að stuðla að nánara samstarfi háskóla, rannsóknastofnana og einkageirans. Höfundur er stofnandi fyrirtækis í menntatækni og formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja hjá Samtökum iðnaðarins. Greinin er skrifuð af því tilefni að Menntakvika stendur yfir. Hér er dagskrá: https://www.ki.is/vidburdir/menntakvika-2023/
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun