Vanþekking Eymundur Eymundsson skrifar 28. september 2023 12:00 Það var mér til happs að ég fór í tvær mjaðmaliðaskiptingar á sex árum, þá fyrri 1998 og sú síðari, sömu megin, var 2004. Nú eru þær orðnar þrjár mjaðmaliðaskiptingar sömu megin á 19 árum og er nokkuð ljóst að við þetta hefði ég sloppið ef þekking og opnari umræða og umfjöllun hafi verið hér áður fyrr. En það á við svo margt sem vissum ekki og ég er þakklátur að hafa lifað af og fengið fræðslu 2005 sem gaf mér von. Ég var orðinn 38 ára gamall árið 2005 og var í verkjameðferð á SAk á Kristnesi þegar sá í fyrsta skipti síðan í æsku hvað hafði stjórnað mínu lífi. Frá 2005 hef ég verið opinn fyrir hjálpinni og fengið ómetanlega hjálp frá fagfólki og úrræðum í geðheilbrigðiskerfinu. Ég hef fengið hjálp frá AA samtökum og félagasamtökum þar sem er unnið á jafningjagrunni notenda og fagmanna. Ég hef menntað mig og stofnaði m.a. Grófina geðrækt árið 2013 á Akureyri ásamt fleiru góðu fólki fagmanna og notenda á geðheilbrigðissviði. Grófin geðrækt hefur í 10 ár sýnt sitt forvarnargildi á Akureyri og mikilvægi þess að hafa fjölbreytt úrræði sem ber að styðja vel við. Það er samt sorglegt miðað við alla þá þekkingu sem við höfum í dag að við missum frá okkur ungt fólk sem sér ekki tilgang með lífinu, stundar sjálfskaða, leitar m.a. í vímuefni eða einangrast frá samfélaginu. Mér finnst líka vera vanþekking þegar lítið rætt er um það álag og afleiðingar sem fylgir andlegri vanlíðan á stoð- og taugakerfi síðar meir með tilheyrandi kostnaði og auknu álagi á heilbrigðiskerfið. Maður veltir fyrir sér, er ódýrara fyrir kerfið að borga afleiðingar í stað þess að setja meiri pening í fyrirbyggjandi aðgerðir? Fræðsla, sýnileiki, jákvæð umræða og umfjöllun getur haft mikið forvarnargildi fyrir hvert samfélag. Geðheilsa skiptir nefnilega okkur öll máli og gott fyrir samfélagið að vita að það séu til mismunandi og fjölbreytt úrræði. Fyrirbyggjandi aðgerðir Mikil og þörf umræða og umfjöllun hefur verið þegar kemur að vímuefnamisnotkun, ADHD, einhverfu og kynfræðslu og fordómum gagnvart hinsegin fólki. Ég fagna þeirri umræðu og umfjöllun en mikið væri gott að það væri sami kraftur þegar kemur að geðröskunum og vanlíðan barna og ungmenna. Ég vil trúa því að allir vilji gera sitt besta og margt er gert vel í grunn- og framhaldsskólum landsins en fjármagn vantar til að gera betur. Það er kallað eftir fjölbreytileika og það þýðir að fjölbreytileikinn eigi líka við börn og ungmenni sem glíma við andlega vanlíðan dagsdaglega og fái rödd. Í ellefu ár var ég með fyrirlestra í grunn- og framhaldsskólum landsins til að miðla af minni reynslu hvernig það var að lifa með kvíðaröskun sem kallast félagsfælni. Í mínum fyrirlestrum fór ég yfir hvernig félagsfælni lýsir sér, hvað gerðist, hvaða verkfæri ég fékk til að vinna í sjálfum mér og hvernig er í dag. Það var gott að finna hvað unga fólkið mat persónulega reynslu mikið og er móttækilegt og þakklátt. Ungu fólki finnst gott að sjá fólk sem hefur glímt við mikla vanlíðan dagsdaglega, að ýmis verkfæri eru til í dag til að takast á við lífið. Unga fólkið sér að við erum bara ósköp venjulegar manneskjur og eins og hver annar og hefðum viljað hjálp á þeirra aldri til að fá verkfæri til að vinna með. Unga fólkið fær persónulega þekkingu, bjargráð og von sem við sem eldri erum fengum ekki og með persónulegri og faglegri þekkingu saman erum við að skapa gott meðal fyrir framtíðina. Unga fólkið hefur líka sagt að það vilji sjá breytingar og vilji hafa meira af fagfólki sem er menntað á geðheilsusviði til að leita til. Eitt af mínum verkfærum til að takast á við lífið var hugræn atferlismeðferð (HAM) og mér datt í hug hvernig væri að efla geðrækt með að setja inn hugræna atferliskennslu (HAM) sem námsgrein í lífsleikni? Hafa fagfólk sem hefur menntað sig í HAM til að kenna börnum frá sjötta bekk til útskriftar úr grunnskóla og fyrsta ár í framhaldsskóla. Það kostar að efla geðrækt og við munum aldrei fyrirbyggja allar afleiðingar en HAM sem námsgrein gæti verið góður kostur. Með https://ham.reykjalundur.is/ er verið að vinna með m.a. hugsanir, tilfinningar og hegðun til að efla sjálfsmyndina og sjálfstraust sem hlýtur að vera vert að skoða sem námsgrein í lífsleikni? Nóg er komið af neikvæðum skýrslum af andlegum vanda að nú er komið að meiri virðingu og bæta við fagfólki fyrir unga fólkið okkar. Hlustum á unga fólkið sem er framtíðinn og eflum geðrækt i grunn- og framhaldsskólum. Höfundur er félagsliði með persónulega reynslu af félagsfælni og þunglyndi. https://www.visir.is/g/20201876749d/hvad-er-fe-lags-faelni- https://www.visir.is/g/2019523022d/kvidinn-heltok-eymund-sem-taladi-fyrst-vid-son-sinn-thegar-hann-var-14-ara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Það var mér til happs að ég fór í tvær mjaðmaliðaskiptingar á sex árum, þá fyrri 1998 og sú síðari, sömu megin, var 2004. Nú eru þær orðnar þrjár mjaðmaliðaskiptingar sömu megin á 19 árum og er nokkuð ljóst að við þetta hefði ég sloppið ef þekking og opnari umræða og umfjöllun hafi verið hér áður fyrr. En það á við svo margt sem vissum ekki og ég er þakklátur að hafa lifað af og fengið fræðslu 2005 sem gaf mér von. Ég var orðinn 38 ára gamall árið 2005 og var í verkjameðferð á SAk á Kristnesi þegar sá í fyrsta skipti síðan í æsku hvað hafði stjórnað mínu lífi. Frá 2005 hef ég verið opinn fyrir hjálpinni og fengið ómetanlega hjálp frá fagfólki og úrræðum í geðheilbrigðiskerfinu. Ég hef fengið hjálp frá AA samtökum og félagasamtökum þar sem er unnið á jafningjagrunni notenda og fagmanna. Ég hef menntað mig og stofnaði m.a. Grófina geðrækt árið 2013 á Akureyri ásamt fleiru góðu fólki fagmanna og notenda á geðheilbrigðissviði. Grófin geðrækt hefur í 10 ár sýnt sitt forvarnargildi á Akureyri og mikilvægi þess að hafa fjölbreytt úrræði sem ber að styðja vel við. Það er samt sorglegt miðað við alla þá þekkingu sem við höfum í dag að við missum frá okkur ungt fólk sem sér ekki tilgang með lífinu, stundar sjálfskaða, leitar m.a. í vímuefni eða einangrast frá samfélaginu. Mér finnst líka vera vanþekking þegar lítið rætt er um það álag og afleiðingar sem fylgir andlegri vanlíðan á stoð- og taugakerfi síðar meir með tilheyrandi kostnaði og auknu álagi á heilbrigðiskerfið. Maður veltir fyrir sér, er ódýrara fyrir kerfið að borga afleiðingar í stað þess að setja meiri pening í fyrirbyggjandi aðgerðir? Fræðsla, sýnileiki, jákvæð umræða og umfjöllun getur haft mikið forvarnargildi fyrir hvert samfélag. Geðheilsa skiptir nefnilega okkur öll máli og gott fyrir samfélagið að vita að það séu til mismunandi og fjölbreytt úrræði. Fyrirbyggjandi aðgerðir Mikil og þörf umræða og umfjöllun hefur verið þegar kemur að vímuefnamisnotkun, ADHD, einhverfu og kynfræðslu og fordómum gagnvart hinsegin fólki. Ég fagna þeirri umræðu og umfjöllun en mikið væri gott að það væri sami kraftur þegar kemur að geðröskunum og vanlíðan barna og ungmenna. Ég vil trúa því að allir vilji gera sitt besta og margt er gert vel í grunn- og framhaldsskólum landsins en fjármagn vantar til að gera betur. Það er kallað eftir fjölbreytileika og það þýðir að fjölbreytileikinn eigi líka við börn og ungmenni sem glíma við andlega vanlíðan dagsdaglega og fái rödd. Í ellefu ár var ég með fyrirlestra í grunn- og framhaldsskólum landsins til að miðla af minni reynslu hvernig það var að lifa með kvíðaröskun sem kallast félagsfælni. Í mínum fyrirlestrum fór ég yfir hvernig félagsfælni lýsir sér, hvað gerðist, hvaða verkfæri ég fékk til að vinna í sjálfum mér og hvernig er í dag. Það var gott að finna hvað unga fólkið mat persónulega reynslu mikið og er móttækilegt og þakklátt. Ungu fólki finnst gott að sjá fólk sem hefur glímt við mikla vanlíðan dagsdaglega, að ýmis verkfæri eru til í dag til að takast á við lífið. Unga fólkið sér að við erum bara ósköp venjulegar manneskjur og eins og hver annar og hefðum viljað hjálp á þeirra aldri til að fá verkfæri til að vinna með. Unga fólkið fær persónulega þekkingu, bjargráð og von sem við sem eldri erum fengum ekki og með persónulegri og faglegri þekkingu saman erum við að skapa gott meðal fyrir framtíðina. Unga fólkið hefur líka sagt að það vilji sjá breytingar og vilji hafa meira af fagfólki sem er menntað á geðheilsusviði til að leita til. Eitt af mínum verkfærum til að takast á við lífið var hugræn atferlismeðferð (HAM) og mér datt í hug hvernig væri að efla geðrækt með að setja inn hugræna atferliskennslu (HAM) sem námsgrein í lífsleikni? Hafa fagfólk sem hefur menntað sig í HAM til að kenna börnum frá sjötta bekk til útskriftar úr grunnskóla og fyrsta ár í framhaldsskóla. Það kostar að efla geðrækt og við munum aldrei fyrirbyggja allar afleiðingar en HAM sem námsgrein gæti verið góður kostur. Með https://ham.reykjalundur.is/ er verið að vinna með m.a. hugsanir, tilfinningar og hegðun til að efla sjálfsmyndina og sjálfstraust sem hlýtur að vera vert að skoða sem námsgrein í lífsleikni? Nóg er komið af neikvæðum skýrslum af andlegum vanda að nú er komið að meiri virðingu og bæta við fagfólki fyrir unga fólkið okkar. Hlustum á unga fólkið sem er framtíðinn og eflum geðrækt i grunn- og framhaldsskólum. Höfundur er félagsliði með persónulega reynslu af félagsfælni og þunglyndi. https://www.visir.is/g/20201876749d/hvad-er-fe-lags-faelni- https://www.visir.is/g/2019523022d/kvidinn-heltok-eymund-sem-taladi-fyrst-vid-son-sinn-thegar-hann-var-14-ara
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun