Ríkisstjórnin svínaði á eftirlaunafólki fimm ár í röð Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 27. september 2023 17:01 Í 62. gr. almannatryggingalaga stendur skýrum stöfum að greiðslur almannatrygginga skuli „taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Hvernig hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur umgengist þessi lög? Örorkulífeyrir hefur dregist rækilega aftur úr launaþróun síðan 2017. Ellilífeyrir hækkaði minna en launavísitala árin 2018, 2019 og 2020 og meira að segja minna en verðlag árin 2021 og 2022. Þannig hefur ekki einu sinni lágmarkskrafa 62. gr. um að greiðslur „hækki aldrei minna en verðlag“ verið uppfyllt. Ég spurði félags- og vinnumarkaðsráðherra um þessa þróun á Alþingi: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafin yfir lög og reglur í landinu? Er það stefna ríkisstjórnarinnar að ellilífeyrir hækki minna en laun, og jafnvel minna en verðlag? Og ef það er ekki stefnan, hvers vegna er það þá látið viðgangast?“ Svör ráðherra voru sláandi. Hann sagðist einfaldlega „horfa til þess að passa að þetta fylgi verðlagi“, „að ekki verði um verðrýrnun að ræða“ – en útskýrði ekki hvers vegna ellilífeyrir hækkaði þá minna en verðlag árin 2021 og 2022 og skautaði algerlega fram hjá því að lögin gera líka kröfu um að greiðslur almannatrygginga taki mið af launaþróun. Fjármála- og efnahagsráðherra talaði með sama hætti á Alþingi í fyrra þegar hann furðaði sig á því að rætt væri um greiðslur almannatrygginga í samhengi við launahækkanir á vinnumarkaði en ekki aðeins verðlagsþróun. Það virðist með öðrum orðum vera einbeittur ásetningur ríkisstjórnarinnar að hunsa fyrirmæli 62. gr. almannatryggingalaga. Til að bíta höfuðið af skömminni hefur almennu frítekjumarki eftirlaunafólks, sem tekur til lífeyrissjóðstekna, verið ríghaldið í 25 þúsund kr. á mánuði frá 2017, og allar tekjur umfram það koma til skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar. Svona viljum við ekki hafa almannatryggingakerfið okkar og svona mega ráðherrar ekki umgangast það. Almannatryggingakerfið byggir á félagslegum réttindum og við eigum að geta verið stolt af því. Stolt af því að búa í velferðarþjóðfélagi þar sem borin er virðing fyrir fólki og framlagi þess til samfélagsins. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Aðeins 50.000 kr. í vasann af 150.000 kr. lífeyrissjóðstekjum Frítekjumark lífeyristekna er 25 þúsund krónur á mánuði. Allar tekjur úr lífeyrissjóði umfram það koma til frádráttar á greiðslum almannatrygginga. Hvað þýðir þetta? 25. apríl 2023 13:30 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í 62. gr. almannatryggingalaga stendur skýrum stöfum að greiðslur almannatrygginga skuli „taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Hvernig hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur umgengist þessi lög? Örorkulífeyrir hefur dregist rækilega aftur úr launaþróun síðan 2017. Ellilífeyrir hækkaði minna en launavísitala árin 2018, 2019 og 2020 og meira að segja minna en verðlag árin 2021 og 2022. Þannig hefur ekki einu sinni lágmarkskrafa 62. gr. um að greiðslur „hækki aldrei minna en verðlag“ verið uppfyllt. Ég spurði félags- og vinnumarkaðsráðherra um þessa þróun á Alþingi: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafin yfir lög og reglur í landinu? Er það stefna ríkisstjórnarinnar að ellilífeyrir hækki minna en laun, og jafnvel minna en verðlag? Og ef það er ekki stefnan, hvers vegna er það þá látið viðgangast?“ Svör ráðherra voru sláandi. Hann sagðist einfaldlega „horfa til þess að passa að þetta fylgi verðlagi“, „að ekki verði um verðrýrnun að ræða“ – en útskýrði ekki hvers vegna ellilífeyrir hækkaði þá minna en verðlag árin 2021 og 2022 og skautaði algerlega fram hjá því að lögin gera líka kröfu um að greiðslur almannatrygginga taki mið af launaþróun. Fjármála- og efnahagsráðherra talaði með sama hætti á Alþingi í fyrra þegar hann furðaði sig á því að rætt væri um greiðslur almannatrygginga í samhengi við launahækkanir á vinnumarkaði en ekki aðeins verðlagsþróun. Það virðist með öðrum orðum vera einbeittur ásetningur ríkisstjórnarinnar að hunsa fyrirmæli 62. gr. almannatryggingalaga. Til að bíta höfuðið af skömminni hefur almennu frítekjumarki eftirlaunafólks, sem tekur til lífeyrissjóðstekna, verið ríghaldið í 25 þúsund kr. á mánuði frá 2017, og allar tekjur umfram það koma til skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar. Svona viljum við ekki hafa almannatryggingakerfið okkar og svona mega ráðherrar ekki umgangast það. Almannatryggingakerfið byggir á félagslegum réttindum og við eigum að geta verið stolt af því. Stolt af því að búa í velferðarþjóðfélagi þar sem borin er virðing fyrir fólki og framlagi þess til samfélagsins. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Aðeins 50.000 kr. í vasann af 150.000 kr. lífeyrissjóðstekjum Frítekjumark lífeyristekna er 25 þúsund krónur á mánuði. Allar tekjur úr lífeyrissjóði umfram það koma til frádráttar á greiðslum almannatrygginga. Hvað þýðir þetta? 25. apríl 2023 13:30
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun