Sjúkraliðar – ný viðbót í geðheilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar 25. september 2023 08:00 Andleg heilsa er okkur öllum mjög mikilvæg. Vísbendingar sýna hins vegar að henni fer hrakandi. Aukið þunglyndi, einmannaleiki og kvíði er daglegur fylgifiskur allt of margra. Á tíu daga fresti fremur einhver á Íslandi sjálfsvíg. Það eru fáar heilbrigðisstéttir sem starfa jafn náið með sjúklingum og skjólstæðingum sínum og sjúkraliðar. Þess vegna hefur þessi þróun ekki farið fram hjá okkur. Það er ljóst að stjórnvöld og samfélagið allt þarf stórátak í þessum efnum. Nú er í gangi svokallaður „gulur september“ sem er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka að efla geðrækt og sjálfsvígsforvarnir. Von er um að átakið auki skilning og vitund fólks um mikilvægi geðræktar og sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju. Nýtt nám í samfélagsgeðhjúkrun Eitt af mikilvægum skrefum sem tekin hafa verið að undanförnu og snertir þennan málaflokk, er nýtt fagskólanám fyrir sjúkraliða í samfélagsgeðhjúkrun og kennt er við Háskólann á Akureyri. Námið er ekki eingöngu mikilvægt fyrir okkur sjúkraliða, heldur einnig fyrir samfélagið allt. Sjúkraliðar eru næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins og því eðlilegt að þeir séu hluti af lausninni. Meginmarkmið þessa nýja náms er að styrkja og auka þekkingu og færni starfandi sjúkraliða á þörfum einstaklinga með geðsjúkdóma og fjölskyldur þeirra. Náminu er ætlað að auka þekkingu á geðsjúkdómum, geðröskunum og einkennum þeirra. Nemendur læra um mat á sjálfsvígshættu, tíðni sjálfsvíga og kynnast helstu bjargráðum. Sömuleiðis öðlast nemendur þekkingu og færni í geðhjúkrunarmeðferðum og læra mismunandi aðferðir til samskipta sem tryggja betur gæði í meðferð og fræðslu. Þá fá nemendur innsýn inn í hugmyndafræði endurhæfingar og notagildi hennar í uppbyggingu meðferðar fólks með geðsjúkdóma, og öðlast frekari þekkingu í geðlyfjafræði og helstu flokkum geðlyfja, aukaverkunum og eftirliti með þeim. Nýtum mannauðinn Hér erum við að ræða um öflugan hóp sjúkraliða sem verður með mikilvæga viðbótarþekkingu á einni stærstu áskorun heilbrigðiskerfisins sem geðheilbrigðismálin eru. Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands vinnum markvisst að því að upplýsa og hvetja stjórnendur í heilbrigðisþjónustunni og stjórnvöld að taka tillit til þessa nýja vinnuafls. Geðheilsa og geðrækt er allra hagur og því skiptir máli að heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstarfsfólk sé með á nótunum í þessum efnum og komi til með að nýti þá sérhæfingu sem kemur með þessu nýja fagháskólanámi fyrir sjúkraliða. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sandra B. Franks Geðheilbrigði Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Andleg heilsa er okkur öllum mjög mikilvæg. Vísbendingar sýna hins vegar að henni fer hrakandi. Aukið þunglyndi, einmannaleiki og kvíði er daglegur fylgifiskur allt of margra. Á tíu daga fresti fremur einhver á Íslandi sjálfsvíg. Það eru fáar heilbrigðisstéttir sem starfa jafn náið með sjúklingum og skjólstæðingum sínum og sjúkraliðar. Þess vegna hefur þessi þróun ekki farið fram hjá okkur. Það er ljóst að stjórnvöld og samfélagið allt þarf stórátak í þessum efnum. Nú er í gangi svokallaður „gulur september“ sem er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka að efla geðrækt og sjálfsvígsforvarnir. Von er um að átakið auki skilning og vitund fólks um mikilvægi geðræktar og sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju. Nýtt nám í samfélagsgeðhjúkrun Eitt af mikilvægum skrefum sem tekin hafa verið að undanförnu og snertir þennan málaflokk, er nýtt fagskólanám fyrir sjúkraliða í samfélagsgeðhjúkrun og kennt er við Háskólann á Akureyri. Námið er ekki eingöngu mikilvægt fyrir okkur sjúkraliða, heldur einnig fyrir samfélagið allt. Sjúkraliðar eru næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins og því eðlilegt að þeir séu hluti af lausninni. Meginmarkmið þessa nýja náms er að styrkja og auka þekkingu og færni starfandi sjúkraliða á þörfum einstaklinga með geðsjúkdóma og fjölskyldur þeirra. Náminu er ætlað að auka þekkingu á geðsjúkdómum, geðröskunum og einkennum þeirra. Nemendur læra um mat á sjálfsvígshættu, tíðni sjálfsvíga og kynnast helstu bjargráðum. Sömuleiðis öðlast nemendur þekkingu og færni í geðhjúkrunarmeðferðum og læra mismunandi aðferðir til samskipta sem tryggja betur gæði í meðferð og fræðslu. Þá fá nemendur innsýn inn í hugmyndafræði endurhæfingar og notagildi hennar í uppbyggingu meðferðar fólks með geðsjúkdóma, og öðlast frekari þekkingu í geðlyfjafræði og helstu flokkum geðlyfja, aukaverkunum og eftirliti með þeim. Nýtum mannauðinn Hér erum við að ræða um öflugan hóp sjúkraliða sem verður með mikilvæga viðbótarþekkingu á einni stærstu áskorun heilbrigðiskerfisins sem geðheilbrigðismálin eru. Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands vinnum markvisst að því að upplýsa og hvetja stjórnendur í heilbrigðisþjónustunni og stjórnvöld að taka tillit til þessa nýja vinnuafls. Geðheilsa og geðrækt er allra hagur og því skiptir máli að heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstarfsfólk sé með á nótunum í þessum efnum og komi til með að nýti þá sérhæfingu sem kemur með þessu nýja fagháskólanámi fyrir sjúkraliða. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun