Umfjöllun: ÍBV - Fram 2-2 | Mikil dramatík í botnslag í Eyjum Dagur Lárusson skrifar 23. september 2023 16:15 ÍBV gerði en eitt 2-2 jafnteflið. Vísir/Hulda Margrét ÍBV og Fram skildu jöfn í leik liðanna í neðri hluta Bestu deildar karla í dag. Fyrir leikinn voru liðin með jafn mörg stig í fjórða og fimmta sæti neðri hlutans en Fram var þó með betri markatölu. Það var lítið um færin í fyrri hálfleiknum en þau færi sem komu voru þó hjá ÍBV en besta færi þeirra kom í blálokin þegar Sverrir Páll fékk boltann óvænt til sín inn á teig og var einn gegn Ólafi í marki Fram en skot hans fór í stöngina og út. Staðan markalaus í hálfleik en það voru gestirnir sem náðu forystunni strax í byrjun seinni hálfleiks. Þá fékk Fred Saraiva boltann fyrir utan teig og gerði sig líklegan til þess að skjóta að marki en í stað þess lagði hann boltann til hliðar á Tiago sem átti þrumuskot að marki og boltinn söng í netinu. Staðan orðin 0-1. Það virtist allt stefna í það að Fram færi með sigur af hólmi vegna þess að ÍBV náði lítið sem ekkert að skapa sér alvöru færi. En það var þó ekki raunin því á 80.mínútu fékk Micheal Jordan boltann inn á teig og átti flott tilþrif áður en hann lyfti boltanum inn á markteigin þar sem Sverrir Páll lúrði og skallaði boltann í markið og jafnaði metin. Sverrir var síðan aftur á ferðinni aðeins fjórum mínútum síðar en þá barst boltinn inn á teig og Ólafur Íshólm, markvörður Fram, ákvað að fara langt útfrá markinu í úthlaup en hann missti af boltanum sem datt fyrir fætur Sverris Páls sem þakkaði pent fyrir sig og skoraði og kom ÍBV úr fallsæti. Það var þó aðeins í stundarsakir því að í uppbóbartíma átti Aron Jóhannsson sendingu inn á teig úr aukaspyrnu sem rataði beint á kollinn á Þengli Orrasyni sem skallaði í netið og staðan orðin 2-2 og þar við sat. Afhverju endaði leikurinn með jafntefli? Það var lítið um opin marktækifæri í þessum leik en þau færi sem komu voru aðallega að detta ÍBV megin í fyrri hálfleiknum og kannski aðeins meira Fram megin í seinni hálfleiknum. Þannig þegar á heildina er litið fengu liðin eflaust svipað mikið af færum. Hverjir stóðu upp úr? Sverrir Páll Hjaltested var maður leiksins, það er engin spurning. Skoraði bæði mörk ÍBV og var hættulegur allan leikinn. Hvað fór illa? Markmenn liðanna gerðu sig seka um mistök í tveimur seinustu mörkum leiksins að mínu mati. Ólafur Íshólm fór út í vonlaust úthlaup og Jón Kristinn fraus á marklínunni þegar Aron Jóhannsson sendi inn á teig í seinna marki Fram. Hvað gerist næst? Næsti leikur er gegn KA á fimmtudaginn á meðan Fram tekur á móti Keflavík sama kvöld. Besta deild karla ÍBV Fram Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fylkir 2-2 ÍBV | Allt jafnt í Árbænum Fylkir og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli í fyrsta leik beggja liða í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu. 17. september 2023 20:20 Hemmi Hreiðars: Við ætlum að vinna þessa keppni ÍBV gerði 2-2 jafntefli við Fylki í Árbænum í fyrsta leik neðri-hlutans í Bestu deild karla í kvöld. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV var svekktur að ná ekki í sigurinn. 17. september 2023 19:34
ÍBV og Fram skildu jöfn í leik liðanna í neðri hluta Bestu deildar karla í dag. Fyrir leikinn voru liðin með jafn mörg stig í fjórða og fimmta sæti neðri hlutans en Fram var þó með betri markatölu. Það var lítið um færin í fyrri hálfleiknum en þau færi sem komu voru þó hjá ÍBV en besta færi þeirra kom í blálokin þegar Sverrir Páll fékk boltann óvænt til sín inn á teig og var einn gegn Ólafi í marki Fram en skot hans fór í stöngina og út. Staðan markalaus í hálfleik en það voru gestirnir sem náðu forystunni strax í byrjun seinni hálfleiks. Þá fékk Fred Saraiva boltann fyrir utan teig og gerði sig líklegan til þess að skjóta að marki en í stað þess lagði hann boltann til hliðar á Tiago sem átti þrumuskot að marki og boltinn söng í netinu. Staðan orðin 0-1. Það virtist allt stefna í það að Fram færi með sigur af hólmi vegna þess að ÍBV náði lítið sem ekkert að skapa sér alvöru færi. En það var þó ekki raunin því á 80.mínútu fékk Micheal Jordan boltann inn á teig og átti flott tilþrif áður en hann lyfti boltanum inn á markteigin þar sem Sverrir Páll lúrði og skallaði boltann í markið og jafnaði metin. Sverrir var síðan aftur á ferðinni aðeins fjórum mínútum síðar en þá barst boltinn inn á teig og Ólafur Íshólm, markvörður Fram, ákvað að fara langt útfrá markinu í úthlaup en hann missti af boltanum sem datt fyrir fætur Sverris Páls sem þakkaði pent fyrir sig og skoraði og kom ÍBV úr fallsæti. Það var þó aðeins í stundarsakir því að í uppbóbartíma átti Aron Jóhannsson sendingu inn á teig úr aukaspyrnu sem rataði beint á kollinn á Þengli Orrasyni sem skallaði í netið og staðan orðin 2-2 og þar við sat. Afhverju endaði leikurinn með jafntefli? Það var lítið um opin marktækifæri í þessum leik en þau færi sem komu voru aðallega að detta ÍBV megin í fyrri hálfleiknum og kannski aðeins meira Fram megin í seinni hálfleiknum. Þannig þegar á heildina er litið fengu liðin eflaust svipað mikið af færum. Hverjir stóðu upp úr? Sverrir Páll Hjaltested var maður leiksins, það er engin spurning. Skoraði bæði mörk ÍBV og var hættulegur allan leikinn. Hvað fór illa? Markmenn liðanna gerðu sig seka um mistök í tveimur seinustu mörkum leiksins að mínu mati. Ólafur Íshólm fór út í vonlaust úthlaup og Jón Kristinn fraus á marklínunni þegar Aron Jóhannsson sendi inn á teig í seinna marki Fram. Hvað gerist næst? Næsti leikur er gegn KA á fimmtudaginn á meðan Fram tekur á móti Keflavík sama kvöld.
Besta deild karla ÍBV Fram Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fylkir 2-2 ÍBV | Allt jafnt í Árbænum Fylkir og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli í fyrsta leik beggja liða í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu. 17. september 2023 20:20 Hemmi Hreiðars: Við ætlum að vinna þessa keppni ÍBV gerði 2-2 jafntefli við Fylki í Árbænum í fyrsta leik neðri-hlutans í Bestu deild karla í kvöld. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV var svekktur að ná ekki í sigurinn. 17. september 2023 19:34
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fylkir 2-2 ÍBV | Allt jafnt í Árbænum Fylkir og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli í fyrsta leik beggja liða í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu. 17. september 2023 20:20
Hemmi Hreiðars: Við ætlum að vinna þessa keppni ÍBV gerði 2-2 jafntefli við Fylki í Árbænum í fyrsta leik neðri-hlutans í Bestu deild karla í kvöld. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV var svekktur að ná ekki í sigurinn. 17. september 2023 19:34
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti