Sjúkraliðar mættir til leiks Sandra B. Franks skrifar 20. september 2023 10:31 Nýverið bárust fréttir að um fimm hundruð manns væru á biðlista eftir hjúkrunarrými á landinu og að byggja þurfi ígildi níu hjúkrunarheimila eingöngu í Reykjavík til að mæta gríðarlegri fjölgun eldri borgara. Forstjóri Sóltúns sagði af því tilefni að þjóðin væri að renna út á tíma í málefnum aldraðra. Í dag búa um 3000 manns á hjúkrunarheimilum. Eftir 15 ár má gera ráð fyrir að heildarfjöldi íbúa á hjúkrunarheimilum verði 4500 því fólk er að eldast. Á næstu 15 árum gæti fólki á aldrinum 80 til 89 ára fjölgi um 85 prósent, en það er sá hópur sem í dag þarf hvað mestu heilbrigðisþjónustuna. Í þessu ljósi er mikilvægt að minnast tíðinda sem átti sér stað síðastliðið vor en þá útskrifaðist hópur sjúkraliða í fyrsta sinn af háskólastigi með 60 eininga diplómagráðu. Þetta er hópur sem hefur einmitt lokið námi í öldrunar- og heimahjúkrun. En bætt öldrunarþjónusta og heimahjúkrun er lykillinn til að mæta þeirri samfélagslegri breytingu sem blasir við á Íslandi vegna hækkandi aldurs landsmanna. Markmið námsins er að efla klíníska færni og fagmennsku, þekkingu á samskiptum sem meðferðartæki sem og á þátttöku í þverfaglegu samstarfi heilbrigðistétta. Skemmst er frá því að segja að heilbrigðisstofnanir um allt land hafa kalla eftir slíkri færni og þekkingu á meðal sjúkraliða. Ljóst er að námið hefur opnað á fjölmarga möguleika fyrir sjúkraliða til að takast á við fjölþættari störf og aukna ábyrgð. En eitt er ljóst að kröfurnar í heilbrigðiskerfinu aukast stöðugt og tækninni fleygir áfram. Þetta nám er einmitt hugsað til að mæta þeim kröfum. Aukin þekking og færni Meginmarkmið námsins á kjörsviði öldrunar- og heimahjúkrunar er m.a. að styrkja og auka þekkingu og færni starfandi sjúkraliða á eðlilegum öldrunarbreytingum, áhrifum öldrunartengdra sjúkdóma og bjargráðum við þeim. Áhersla er á persónumiðaða nálgun í heildrænni umönnun aldraðra einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Nemendur fá mikilvæga innsýn í helstu líkamlegu, andlegu og félagslegu þætti sem eru viðfangsefni farsællar öldrunar. Í því samhengi læra nemendur um lífeðlisfræðilegar breytingar og áhrif þeirra á heilsu og virkni á efri árum. Í náminu er fjallað um algenga langvinna sjúkdóma aldraðra en í því samhengi læra nemendur um möguleg og mismunandi áhrif þessara sjúkdóma á virkni og alhliða lífsgæði aldraðra. Þá læra nemendur um færni- og heilsufarsmat og framkvæmd þeirra auk þess um gerð áhættumats er kemur að þáttum eins og byltuhættu, húðheilsu, næringarástands, verkja, geðheilsu o.s.frv. Nemendur fá einnig kennslu og þjálfun í uppsetningu þvagleggja og æðaleggja, blóðtöku, blóðræktun, sárameðferðum og lyfjagjöfum. Sömuleiðis læra nemendur um algengustu lyfjaflokka aldraða, lyfjameðferðir og sérhæfðar meðferðir fyrir aldraða. Rýnt er í lyfjafræði með tillit til öldrunar, og farið yfir hvernig hækkaður aldur hefur áhrif á lyfjahvörf, lyfhrif, milliverkanir, aukaverkanir og meðferðafylgni. Nemendur öðlast einnig þekkingu á verkjum, verkjamat og verkjameðferð hjá öldruðum, sem og um meðferðatakmarkanir, líknar- og lífslokameðferðir. Námið mætir brýnni þörf Þörf fyrir þjónustu sjúkraliða gagnvart öldruðum mun eingöngu vaxa. Háskólinn á Akureyri hefur því mætt þessu ákalli samfélagsins og heilbrigðisþjónustunnar með því að bjóða upp á þetta metnaðarfulla hagnýta fagháskólanám. Þessu til viðbótar hafa stjórnvöld stutt vel við uppbyggingu námsins og talið það vera mikilvæga viðbót við heilbrigðisþjónustuna. Sjúkraliðar með diplómapróf eru í reynd nýr valkostur og mikilvægur hlekkur í þjónustu hjúkrunar og framtíð heilbrigðiskerfisins. Það er því mikilvægt að stjórnendur í heilbrigðisþjónustunni taki vel á móti þessu nýja vinnuafli og finni því viðeigandi stað hjá sér, hvort sem litið er til verkefna, ábyrgðar eða kjara. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Hjúkrunarheimili Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Nýverið bárust fréttir að um fimm hundruð manns væru á biðlista eftir hjúkrunarrými á landinu og að byggja þurfi ígildi níu hjúkrunarheimila eingöngu í Reykjavík til að mæta gríðarlegri fjölgun eldri borgara. Forstjóri Sóltúns sagði af því tilefni að þjóðin væri að renna út á tíma í málefnum aldraðra. Í dag búa um 3000 manns á hjúkrunarheimilum. Eftir 15 ár má gera ráð fyrir að heildarfjöldi íbúa á hjúkrunarheimilum verði 4500 því fólk er að eldast. Á næstu 15 árum gæti fólki á aldrinum 80 til 89 ára fjölgi um 85 prósent, en það er sá hópur sem í dag þarf hvað mestu heilbrigðisþjónustuna. Í þessu ljósi er mikilvægt að minnast tíðinda sem átti sér stað síðastliðið vor en þá útskrifaðist hópur sjúkraliða í fyrsta sinn af háskólastigi með 60 eininga diplómagráðu. Þetta er hópur sem hefur einmitt lokið námi í öldrunar- og heimahjúkrun. En bætt öldrunarþjónusta og heimahjúkrun er lykillinn til að mæta þeirri samfélagslegri breytingu sem blasir við á Íslandi vegna hækkandi aldurs landsmanna. Markmið námsins er að efla klíníska færni og fagmennsku, þekkingu á samskiptum sem meðferðartæki sem og á þátttöku í þverfaglegu samstarfi heilbrigðistétta. Skemmst er frá því að segja að heilbrigðisstofnanir um allt land hafa kalla eftir slíkri færni og þekkingu á meðal sjúkraliða. Ljóst er að námið hefur opnað á fjölmarga möguleika fyrir sjúkraliða til að takast á við fjölþættari störf og aukna ábyrgð. En eitt er ljóst að kröfurnar í heilbrigðiskerfinu aukast stöðugt og tækninni fleygir áfram. Þetta nám er einmitt hugsað til að mæta þeim kröfum. Aukin þekking og færni Meginmarkmið námsins á kjörsviði öldrunar- og heimahjúkrunar er m.a. að styrkja og auka þekkingu og færni starfandi sjúkraliða á eðlilegum öldrunarbreytingum, áhrifum öldrunartengdra sjúkdóma og bjargráðum við þeim. Áhersla er á persónumiðaða nálgun í heildrænni umönnun aldraðra einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Nemendur fá mikilvæga innsýn í helstu líkamlegu, andlegu og félagslegu þætti sem eru viðfangsefni farsællar öldrunar. Í því samhengi læra nemendur um lífeðlisfræðilegar breytingar og áhrif þeirra á heilsu og virkni á efri árum. Í náminu er fjallað um algenga langvinna sjúkdóma aldraðra en í því samhengi læra nemendur um möguleg og mismunandi áhrif þessara sjúkdóma á virkni og alhliða lífsgæði aldraðra. Þá læra nemendur um færni- og heilsufarsmat og framkvæmd þeirra auk þess um gerð áhættumats er kemur að þáttum eins og byltuhættu, húðheilsu, næringarástands, verkja, geðheilsu o.s.frv. Nemendur fá einnig kennslu og þjálfun í uppsetningu þvagleggja og æðaleggja, blóðtöku, blóðræktun, sárameðferðum og lyfjagjöfum. Sömuleiðis læra nemendur um algengustu lyfjaflokka aldraða, lyfjameðferðir og sérhæfðar meðferðir fyrir aldraða. Rýnt er í lyfjafræði með tillit til öldrunar, og farið yfir hvernig hækkaður aldur hefur áhrif á lyfjahvörf, lyfhrif, milliverkanir, aukaverkanir og meðferðafylgni. Nemendur öðlast einnig þekkingu á verkjum, verkjamat og verkjameðferð hjá öldruðum, sem og um meðferðatakmarkanir, líknar- og lífslokameðferðir. Námið mætir brýnni þörf Þörf fyrir þjónustu sjúkraliða gagnvart öldruðum mun eingöngu vaxa. Háskólinn á Akureyri hefur því mætt þessu ákalli samfélagsins og heilbrigðisþjónustunnar með því að bjóða upp á þetta metnaðarfulla hagnýta fagháskólanám. Þessu til viðbótar hafa stjórnvöld stutt vel við uppbyggingu námsins og talið það vera mikilvæga viðbót við heilbrigðisþjónustuna. Sjúkraliðar með diplómapróf eru í reynd nýr valkostur og mikilvægur hlekkur í þjónustu hjúkrunar og framtíð heilbrigðiskerfisins. Það er því mikilvægt að stjórnendur í heilbrigðisþjónustunni taki vel á móti þessu nýja vinnuafli og finni því viðeigandi stað hjá sér, hvort sem litið er til verkefna, ábyrgðar eða kjara. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun