Sjúkraliðar mættir til leiks Sandra B. Franks skrifar 20. september 2023 10:31 Nýverið bárust fréttir að um fimm hundruð manns væru á biðlista eftir hjúkrunarrými á landinu og að byggja þurfi ígildi níu hjúkrunarheimila eingöngu í Reykjavík til að mæta gríðarlegri fjölgun eldri borgara. Forstjóri Sóltúns sagði af því tilefni að þjóðin væri að renna út á tíma í málefnum aldraðra. Í dag búa um 3000 manns á hjúkrunarheimilum. Eftir 15 ár má gera ráð fyrir að heildarfjöldi íbúa á hjúkrunarheimilum verði 4500 því fólk er að eldast. Á næstu 15 árum gæti fólki á aldrinum 80 til 89 ára fjölgi um 85 prósent, en það er sá hópur sem í dag þarf hvað mestu heilbrigðisþjónustuna. Í þessu ljósi er mikilvægt að minnast tíðinda sem átti sér stað síðastliðið vor en þá útskrifaðist hópur sjúkraliða í fyrsta sinn af háskólastigi með 60 eininga diplómagráðu. Þetta er hópur sem hefur einmitt lokið námi í öldrunar- og heimahjúkrun. En bætt öldrunarþjónusta og heimahjúkrun er lykillinn til að mæta þeirri samfélagslegri breytingu sem blasir við á Íslandi vegna hækkandi aldurs landsmanna. Markmið námsins er að efla klíníska færni og fagmennsku, þekkingu á samskiptum sem meðferðartæki sem og á þátttöku í þverfaglegu samstarfi heilbrigðistétta. Skemmst er frá því að segja að heilbrigðisstofnanir um allt land hafa kalla eftir slíkri færni og þekkingu á meðal sjúkraliða. Ljóst er að námið hefur opnað á fjölmarga möguleika fyrir sjúkraliða til að takast á við fjölþættari störf og aukna ábyrgð. En eitt er ljóst að kröfurnar í heilbrigðiskerfinu aukast stöðugt og tækninni fleygir áfram. Þetta nám er einmitt hugsað til að mæta þeim kröfum. Aukin þekking og færni Meginmarkmið námsins á kjörsviði öldrunar- og heimahjúkrunar er m.a. að styrkja og auka þekkingu og færni starfandi sjúkraliða á eðlilegum öldrunarbreytingum, áhrifum öldrunartengdra sjúkdóma og bjargráðum við þeim. Áhersla er á persónumiðaða nálgun í heildrænni umönnun aldraðra einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Nemendur fá mikilvæga innsýn í helstu líkamlegu, andlegu og félagslegu þætti sem eru viðfangsefni farsællar öldrunar. Í því samhengi læra nemendur um lífeðlisfræðilegar breytingar og áhrif þeirra á heilsu og virkni á efri árum. Í náminu er fjallað um algenga langvinna sjúkdóma aldraðra en í því samhengi læra nemendur um möguleg og mismunandi áhrif þessara sjúkdóma á virkni og alhliða lífsgæði aldraðra. Þá læra nemendur um færni- og heilsufarsmat og framkvæmd þeirra auk þess um gerð áhættumats er kemur að þáttum eins og byltuhættu, húðheilsu, næringarástands, verkja, geðheilsu o.s.frv. Nemendur fá einnig kennslu og þjálfun í uppsetningu þvagleggja og æðaleggja, blóðtöku, blóðræktun, sárameðferðum og lyfjagjöfum. Sömuleiðis læra nemendur um algengustu lyfjaflokka aldraða, lyfjameðferðir og sérhæfðar meðferðir fyrir aldraða. Rýnt er í lyfjafræði með tillit til öldrunar, og farið yfir hvernig hækkaður aldur hefur áhrif á lyfjahvörf, lyfhrif, milliverkanir, aukaverkanir og meðferðafylgni. Nemendur öðlast einnig þekkingu á verkjum, verkjamat og verkjameðferð hjá öldruðum, sem og um meðferðatakmarkanir, líknar- og lífslokameðferðir. Námið mætir brýnni þörf Þörf fyrir þjónustu sjúkraliða gagnvart öldruðum mun eingöngu vaxa. Háskólinn á Akureyri hefur því mætt þessu ákalli samfélagsins og heilbrigðisþjónustunnar með því að bjóða upp á þetta metnaðarfulla hagnýta fagháskólanám. Þessu til viðbótar hafa stjórnvöld stutt vel við uppbyggingu námsins og talið það vera mikilvæga viðbót við heilbrigðisþjónustuna. Sjúkraliðar með diplómapróf eru í reynd nýr valkostur og mikilvægur hlekkur í þjónustu hjúkrunar og framtíð heilbrigðiskerfisins. Það er því mikilvægt að stjórnendur í heilbrigðisþjónustunni taki vel á móti þessu nýja vinnuafli og finni því viðeigandi stað hjá sér, hvort sem litið er til verkefna, ábyrgðar eða kjara. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Hjúkrunarheimili Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nýverið bárust fréttir að um fimm hundruð manns væru á biðlista eftir hjúkrunarrými á landinu og að byggja þurfi ígildi níu hjúkrunarheimila eingöngu í Reykjavík til að mæta gríðarlegri fjölgun eldri borgara. Forstjóri Sóltúns sagði af því tilefni að þjóðin væri að renna út á tíma í málefnum aldraðra. Í dag búa um 3000 manns á hjúkrunarheimilum. Eftir 15 ár má gera ráð fyrir að heildarfjöldi íbúa á hjúkrunarheimilum verði 4500 því fólk er að eldast. Á næstu 15 árum gæti fólki á aldrinum 80 til 89 ára fjölgi um 85 prósent, en það er sá hópur sem í dag þarf hvað mestu heilbrigðisþjónustuna. Í þessu ljósi er mikilvægt að minnast tíðinda sem átti sér stað síðastliðið vor en þá útskrifaðist hópur sjúkraliða í fyrsta sinn af háskólastigi með 60 eininga diplómagráðu. Þetta er hópur sem hefur einmitt lokið námi í öldrunar- og heimahjúkrun. En bætt öldrunarþjónusta og heimahjúkrun er lykillinn til að mæta þeirri samfélagslegri breytingu sem blasir við á Íslandi vegna hækkandi aldurs landsmanna. Markmið námsins er að efla klíníska færni og fagmennsku, þekkingu á samskiptum sem meðferðartæki sem og á þátttöku í þverfaglegu samstarfi heilbrigðistétta. Skemmst er frá því að segja að heilbrigðisstofnanir um allt land hafa kalla eftir slíkri færni og þekkingu á meðal sjúkraliða. Ljóst er að námið hefur opnað á fjölmarga möguleika fyrir sjúkraliða til að takast á við fjölþættari störf og aukna ábyrgð. En eitt er ljóst að kröfurnar í heilbrigðiskerfinu aukast stöðugt og tækninni fleygir áfram. Þetta nám er einmitt hugsað til að mæta þeim kröfum. Aukin þekking og færni Meginmarkmið námsins á kjörsviði öldrunar- og heimahjúkrunar er m.a. að styrkja og auka þekkingu og færni starfandi sjúkraliða á eðlilegum öldrunarbreytingum, áhrifum öldrunartengdra sjúkdóma og bjargráðum við þeim. Áhersla er á persónumiðaða nálgun í heildrænni umönnun aldraðra einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Nemendur fá mikilvæga innsýn í helstu líkamlegu, andlegu og félagslegu þætti sem eru viðfangsefni farsællar öldrunar. Í því samhengi læra nemendur um lífeðlisfræðilegar breytingar og áhrif þeirra á heilsu og virkni á efri árum. Í náminu er fjallað um algenga langvinna sjúkdóma aldraðra en í því samhengi læra nemendur um möguleg og mismunandi áhrif þessara sjúkdóma á virkni og alhliða lífsgæði aldraðra. Þá læra nemendur um færni- og heilsufarsmat og framkvæmd þeirra auk þess um gerð áhættumats er kemur að þáttum eins og byltuhættu, húðheilsu, næringarástands, verkja, geðheilsu o.s.frv. Nemendur fá einnig kennslu og þjálfun í uppsetningu þvagleggja og æðaleggja, blóðtöku, blóðræktun, sárameðferðum og lyfjagjöfum. Sömuleiðis læra nemendur um algengustu lyfjaflokka aldraða, lyfjameðferðir og sérhæfðar meðferðir fyrir aldraða. Rýnt er í lyfjafræði með tillit til öldrunar, og farið yfir hvernig hækkaður aldur hefur áhrif á lyfjahvörf, lyfhrif, milliverkanir, aukaverkanir og meðferðafylgni. Nemendur öðlast einnig þekkingu á verkjum, verkjamat og verkjameðferð hjá öldruðum, sem og um meðferðatakmarkanir, líknar- og lífslokameðferðir. Námið mætir brýnni þörf Þörf fyrir þjónustu sjúkraliða gagnvart öldruðum mun eingöngu vaxa. Háskólinn á Akureyri hefur því mætt þessu ákalli samfélagsins og heilbrigðisþjónustunnar með því að bjóða upp á þetta metnaðarfulla hagnýta fagháskólanám. Þessu til viðbótar hafa stjórnvöld stutt vel við uppbyggingu námsins og talið það vera mikilvæga viðbót við heilbrigðisþjónustuna. Sjúkraliðar með diplómapróf eru í reynd nýr valkostur og mikilvægur hlekkur í þjónustu hjúkrunar og framtíð heilbrigðiskerfisins. Það er því mikilvægt að stjórnendur í heilbrigðisþjónustunni taki vel á móti þessu nýja vinnuafli og finni því viðeigandi stað hjá sér, hvort sem litið er til verkefna, ábyrgðar eða kjara. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun