Verndun villtra laxastofna Bjarni Jónsson skrifar 19. september 2023 16:32 Á hverjum degi fáum við nú hræðilegar nýjar fréttir af umfangi þess umhverfisskaða sem strok þúsunda frjórra eldislaxa úr sjókvíum Arctic Seafarm í Patreksfirði er að valda. Upp er kominn gjörbreytt staða fyrir verndun villtra íslenskra laxastofna, sem krefst tafarlausra aðgerða. Það þarf nú þegar að hefjast handa við endurskoðun á áhættumati erfðablöndunar við norska eldislaxa og grípa til annarra þeirra aðgerða sem þörf er á til að vernda stofnana. Bæta eftirlit og draga þau stórfyrirtæki sem að baki standa til enn frekari ábyrgðar gagnvart eigin starfsemi, eftirliti og samfélagslegri ábyrgð gagnvart þeim samfélögum sem þau starfa í og þeirri stöðu sem þau kunna að verða sett í vegna aðgerða sem þarf að grípa til gagnvart fyrirtækjunum. Nú er það að gerast sem margir óttuðust, að kynþroska norskur eldislax syndi um þúsundum saman við strendur landsins eftir umhverfisslys og leiti upp í íslenskar ár til hrygningar.Blandist þar við náttúrulega laxastofna með óafturkræfum áhrifum. Við stofna sem aðlagast hafa einstökum ám og náttúru þeirra í þúsundir ára. Neikvæð áhrif slíkrar erfðablöndunar geta komið fram strax eða mörgum kynslóðum síðar og skaðað þannig erfðasamsetningu og aðlögunarhæfni laxastofna til framtíðar. Í 3 mgr. 6 gr laga varðandi áhættumat erfðablöndunar segir "Áhættumat skal endurskoða svo oft sem þörf þykir en þó eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti." Það er algerlega ljóst að sú fordæmalausa staða sem er nú komin upp kallar á að það mat verði tekið upp og endurskoðað í ljósi gjörbreyttra forsendna. Styrkja þarf regluverk er tekur til ábyrgðar eldisfyrirtækjanna sjálfra, með skýrum og skilvirkum viðurlögum sem fela í sér nægjanlega hvatningu til að fyrirtækin sýni umhverfisáhrifum starfsemi sinnar enn frekari virðingu. Ég vil benda á að matvælaráðherra tilkynnti, við upphaf stefnumótunar síðasta vor, að leyfisveitingar á nýjum svæðum væru á pásu meðan unnið væri að langtímastefnu. Einnig setti Matvælaráðherra af stað endurskoðun á ferlum gagnvart stroki eldislaxa og er nú unnið að innleiðingu þeirra aðgerða. Ég fagna þeirri vegferð matvælaráðherra. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Fiskeldi Vinstri græn Sjókvíaeldi Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
Á hverjum degi fáum við nú hræðilegar nýjar fréttir af umfangi þess umhverfisskaða sem strok þúsunda frjórra eldislaxa úr sjókvíum Arctic Seafarm í Patreksfirði er að valda. Upp er kominn gjörbreytt staða fyrir verndun villtra íslenskra laxastofna, sem krefst tafarlausra aðgerða. Það þarf nú þegar að hefjast handa við endurskoðun á áhættumati erfðablöndunar við norska eldislaxa og grípa til annarra þeirra aðgerða sem þörf er á til að vernda stofnana. Bæta eftirlit og draga þau stórfyrirtæki sem að baki standa til enn frekari ábyrgðar gagnvart eigin starfsemi, eftirliti og samfélagslegri ábyrgð gagnvart þeim samfélögum sem þau starfa í og þeirri stöðu sem þau kunna að verða sett í vegna aðgerða sem þarf að grípa til gagnvart fyrirtækjunum. Nú er það að gerast sem margir óttuðust, að kynþroska norskur eldislax syndi um þúsundum saman við strendur landsins eftir umhverfisslys og leiti upp í íslenskar ár til hrygningar.Blandist þar við náttúrulega laxastofna með óafturkræfum áhrifum. Við stofna sem aðlagast hafa einstökum ám og náttúru þeirra í þúsundir ára. Neikvæð áhrif slíkrar erfðablöndunar geta komið fram strax eða mörgum kynslóðum síðar og skaðað þannig erfðasamsetningu og aðlögunarhæfni laxastofna til framtíðar. Í 3 mgr. 6 gr laga varðandi áhættumat erfðablöndunar segir "Áhættumat skal endurskoða svo oft sem þörf þykir en þó eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti." Það er algerlega ljóst að sú fordæmalausa staða sem er nú komin upp kallar á að það mat verði tekið upp og endurskoðað í ljósi gjörbreyttra forsendna. Styrkja þarf regluverk er tekur til ábyrgðar eldisfyrirtækjanna sjálfra, með skýrum og skilvirkum viðurlögum sem fela í sér nægjanlega hvatningu til að fyrirtækin sýni umhverfisáhrifum starfsemi sinnar enn frekari virðingu. Ég vil benda á að matvælaráðherra tilkynnti, við upphaf stefnumótunar síðasta vor, að leyfisveitingar á nýjum svæðum væru á pásu meðan unnið væri að langtímastefnu. Einnig setti Matvælaráðherra af stað endurskoðun á ferlum gagnvart stroki eldislaxa og er nú unnið að innleiðingu þeirra aðgerða. Ég fagna þeirri vegferð matvælaráðherra. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun