Aðför að framhaldsskólunum á Akureyri Einar A. Brynjólfsson skrifar 17. september 2023 20:31 Fátt hefur verið rætt jafn mikið undanfarna daga hér á Akureyri, og reyndar víðar, og áform mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um að leggja niður MA og VMA og að stofna nýjan framhaldsskóla, sem byggir á kerfi þess síðarnefnda. Ég ætla ekki að endurtaka þau fjölmörgu rök sem tínd hafa verið til sem sýna fram á hvílíkt glapræði sem slík aðgerð yrði, enda í raun aðför að framhaldsskólunum á Akureyri. Þau ættu ekki að hafa farið framhjá neinum sem lætur sig málið varða. Kennarafélög beggja skóla, fjölmargt annað starfsfólk þeirra, gamlir nemendur og núverandi - sérstaklega MA-ingar - , fulltrúar atvinnulífsins á svæðinu og fleiri hafa gripið til varna með ályktunum, skoðanakönnunum, opinberum fundahöldum, greinaskrifum og fleiri aðgerðum, sem segja má að hafi náð ákveðnu hámarki þegar fulltrúar Hugins, nemendafélags MA, afhentu menntamálaráðherra undirskriftir tæplega fimm þúsund einstaklinga sem eru mótfallnir fyrirhuguðum áformum. Það voru vissulega stór tíðindi þegar skólameistari MA lýsti því yfir að hann tæki ekki þátt í frekari undirbúningsvinnu við stofnun nýs framhaldsskóla. Sú yfirlýsing var góð, þó hún kæmi of seint. Einhver hafa hugsanlega talið að með þessari yfirlýsingu væri skólameistari MA búinn að slá áform ráðherra út af borðinu, en ég er þess fullviss að svo er ekki, því miður, enda ekki á valdi eins skólameistara að stöðva slíkt. Það hefur lengi legið í loftinu að hugur menntamálaráðherra stendur til aukinna metorða innan síns flokks og einfaldlega ekki í boði að hætta við umrædd áform með skott milli fóta. Það munu nefnilega finnast peningar, einhverjir aurar, einhver ölmusa til að róa þessa órólegu deild fyrir norðan, enda sagði ráðherrann, þegar honum voru afhentar undirskriftirnar: “Við höfum átt samtal um það og ég hef átt samtal um það [aukna fjárveitingu] við forystu ríkisstjórnarinnar og hef vilyrði fyrir því frá forsætisráðherra [...] þá erum við komnir með aðrar forsendur inn í það heldur en við höfum verið að vinna eftir síðustu vikur og mánuði.” Svo mörg voru þau orð. Í því samhengi má benda á að þessir framhaldsskólar hafa verið fjársveltir árum saman, sem birtist m.a. í því að báðir skólar hafa þurft að vísa fjölda nemenda frá og endurnýjun tækjabúnaðar og húsnæðis (sérstaklega í VMA) hefur setið á hakanum. Það er alveg ljóst að við sem höfum staðið vörð um tilveru og sjálfstæði þessara tveggja frábæru skóla megum ekki sofna á verðinum. Of mikið er í húfi. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Norðausturkjördæmis og hefur kennt við VMA og MA í rúm tuttugu ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar A. Brynjólfsson Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Fátt hefur verið rætt jafn mikið undanfarna daga hér á Akureyri, og reyndar víðar, og áform mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um að leggja niður MA og VMA og að stofna nýjan framhaldsskóla, sem byggir á kerfi þess síðarnefnda. Ég ætla ekki að endurtaka þau fjölmörgu rök sem tínd hafa verið til sem sýna fram á hvílíkt glapræði sem slík aðgerð yrði, enda í raun aðför að framhaldsskólunum á Akureyri. Þau ættu ekki að hafa farið framhjá neinum sem lætur sig málið varða. Kennarafélög beggja skóla, fjölmargt annað starfsfólk þeirra, gamlir nemendur og núverandi - sérstaklega MA-ingar - , fulltrúar atvinnulífsins á svæðinu og fleiri hafa gripið til varna með ályktunum, skoðanakönnunum, opinberum fundahöldum, greinaskrifum og fleiri aðgerðum, sem segja má að hafi náð ákveðnu hámarki þegar fulltrúar Hugins, nemendafélags MA, afhentu menntamálaráðherra undirskriftir tæplega fimm þúsund einstaklinga sem eru mótfallnir fyrirhuguðum áformum. Það voru vissulega stór tíðindi þegar skólameistari MA lýsti því yfir að hann tæki ekki þátt í frekari undirbúningsvinnu við stofnun nýs framhaldsskóla. Sú yfirlýsing var góð, þó hún kæmi of seint. Einhver hafa hugsanlega talið að með þessari yfirlýsingu væri skólameistari MA búinn að slá áform ráðherra út af borðinu, en ég er þess fullviss að svo er ekki, því miður, enda ekki á valdi eins skólameistara að stöðva slíkt. Það hefur lengi legið í loftinu að hugur menntamálaráðherra stendur til aukinna metorða innan síns flokks og einfaldlega ekki í boði að hætta við umrædd áform með skott milli fóta. Það munu nefnilega finnast peningar, einhverjir aurar, einhver ölmusa til að róa þessa órólegu deild fyrir norðan, enda sagði ráðherrann, þegar honum voru afhentar undirskriftirnar: “Við höfum átt samtal um það og ég hef átt samtal um það [aukna fjárveitingu] við forystu ríkisstjórnarinnar og hef vilyrði fyrir því frá forsætisráðherra [...] þá erum við komnir með aðrar forsendur inn í það heldur en við höfum verið að vinna eftir síðustu vikur og mánuði.” Svo mörg voru þau orð. Í því samhengi má benda á að þessir framhaldsskólar hafa verið fjársveltir árum saman, sem birtist m.a. í því að báðir skólar hafa þurft að vísa fjölda nemenda frá og endurnýjun tækjabúnaðar og húsnæðis (sérstaklega í VMA) hefur setið á hakanum. Það er alveg ljóst að við sem höfum staðið vörð um tilveru og sjálfstæði þessara tveggja frábæru skóla megum ekki sofna á verðinum. Of mikið er í húfi. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Norðausturkjördæmis og hefur kennt við VMA og MA í rúm tuttugu ár.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun