Matthías: Ekki sjálfgefið að fara í Víking á mínum aldri Andri Már Eggertsson skrifar 16. september 2023 19:15 Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrsta mark Víkings Vísir/Hulda Margrét Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Víkings, var hæstánægður með sigur í bikarúrslitum. Matthías spilaði í miðverði og var ánægður með hvernig hann leysti það. „Þetta var geggjuð frammistaða. Veðrið var eins og það var og við vissum að þetta yrði ekki fallegt en við vorum sterkari og við áttum sigurinn skilið. Við skoruðum tvö mörk eftir föst leikatriði og þetta var ljúft,“ sagði Matthías Vilhjálmsson eftir leik. Matthías var ánægður með hörkuna sem Víkingur sýndi og hvernig liðið nýtti föstu leikatriðin sem skilaði tveimur mörkum. „Smáatriðin skipta máli eins og föst leikatriði. Mér finnst við hafa verið helvíti góðir í föstum leikatriðum í sumar og þjálfarateymið fær hrós fyrir það.“ Matthías var afar auðmjúkur eftir að hafa unnið sinn sjötta bikarmeistaratitil. „Ég er auðmjúkur. Þetta var sjötti bikarmeistaratitillinn minn á ferlinum. Þetta er alltaf jafn gaman og þetta er einstakt lið sem ég er að fá að upplifa að spila með. Það var ekki sjálfgefið að koma í Víking 36 ára og ég er búinn að spila allar stöður og þetta hefur verið lygilegt.“ Það vakti athygli að Matthías spilaði í miðverði. Honum fannst það ganga vel og hrósaði Oliver Ekroth sem var með honum í miðverði. „Mér fannst ganga vel í miðverðinum. Oliver var góður að stjórna mér en það fór um mig þegar mér var tilkynnt þetta í vikunni. Ég hefði verið til í að fá einn leik til að æfa þetta en ég spilaði svo sem þessa stöðu út í Noregi. Þetta snýst bara um að reyna að eyðileggja og það gekk fínt,“ sagði Matthías Vilhjálmsson að lokum. Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
„Þetta var geggjuð frammistaða. Veðrið var eins og það var og við vissum að þetta yrði ekki fallegt en við vorum sterkari og við áttum sigurinn skilið. Við skoruðum tvö mörk eftir föst leikatriði og þetta var ljúft,“ sagði Matthías Vilhjálmsson eftir leik. Matthías var ánægður með hörkuna sem Víkingur sýndi og hvernig liðið nýtti föstu leikatriðin sem skilaði tveimur mörkum. „Smáatriðin skipta máli eins og föst leikatriði. Mér finnst við hafa verið helvíti góðir í föstum leikatriðum í sumar og þjálfarateymið fær hrós fyrir það.“ Matthías var afar auðmjúkur eftir að hafa unnið sinn sjötta bikarmeistaratitil. „Ég er auðmjúkur. Þetta var sjötti bikarmeistaratitillinn minn á ferlinum. Þetta er alltaf jafn gaman og þetta er einstakt lið sem ég er að fá að upplifa að spila með. Það var ekki sjálfgefið að koma í Víking 36 ára og ég er búinn að spila allar stöður og þetta hefur verið lygilegt.“ Það vakti athygli að Matthías spilaði í miðverði. Honum fannst það ganga vel og hrósaði Oliver Ekroth sem var með honum í miðverði. „Mér fannst ganga vel í miðverðinum. Oliver var góður að stjórna mér en það fór um mig þegar mér var tilkynnt þetta í vikunni. Ég hefði verið til í að fá einn leik til að æfa þetta en ég spilaði svo sem þessa stöðu út í Noregi. Þetta snýst bara um að reyna að eyðileggja og það gekk fínt,“ sagði Matthías Vilhjálmsson að lokum.
Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira