Eitt sveitarfélag á Suðurnesjum skilið eftir í heilbrigðismálum Anton Kristinn Guðmundsson skrifar 16. september 2023 11:30 Suðurnesjabær er ört vaxandi sveitarfélag á suðurnesjum og íbúum fjölgar jafnt og þétt. Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár er íbúafjöldi í Suðurnesjabæ kominn yfir 4.000, nánar tiltekið alls 4.011 nú í byrjun þessarar viku. Þegar Suðurnesjabær varð til við sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs fyrir 5 árum var íbúafjöldinn um 3.400. Íbúum hefur því fjölgað um 600 manns á þessum 5 árum, eða um 17,5%. Uppbygging í heilbrigðismálum á íslandi hefur verið mikil á undanförum árum og hefur núverandi heilbrigðisráðherra verið vinnusamur þá daga sem hann hefur setið í embætti og lagt miklu vinnu í þau mikilvægu verkefni sem hann hefur verið að leysa hverju sinni, en með einhverju móti viðrist Suðurnesjabær verða undir í þeim efnum. Sú staðreynd blasir við að sveitarfélagið Suðurnesjabær er stærsta sveitarfélagið á íslandi sem hefur ekki neina heilsugæslu né hjúkrunarheimili og þurfa því íbúar að leita til annarra sveitarfélaga eftir heilbrigðisþjónustu. Ef mið er tekið af stærð er Suðurnesjabær eina sveitarfélagið á Íslandi sem stendur í þeim sporum. Sveitarfélagið er með stórt og mikið verkefni í fanginu sem snýr að vegalausum börnum þar sem flugstöð Leifs Eiríkssonar er staðsett í Suðurnesjabæ og fellur því þessi málaflokkur sjálfkrafa á barnavernd sveitarfélagsins með tilheyrandi kostnaði sem það hefur í för með sér. Einnig eru uppi áform Vinnumálastofnunar um að koma með í Suðurnesjabæ umsækjendur um alþjóðlega vernd sem telja 120 manns, þvert á samþykki sveitarstjórnar. Bæjaryfirvöld og íbúar í Suðurnesjabæ hafa lengi kallað eftir því að Heilbrigðis þjónusta verði endurvakin í sveitarfélaginu líkt og hún var hér á árum áður til að tryggja grunnþjónustu í vaxandi samfélagi. Sveitarfélagið hefur nú þegar boðið fram hentugt húsnæði undir starfsemina sem bæði er vel staðsett, með nægum bílastæðum og fyrsta flokks aðgengi á jarðhæð. Um er að ræða gríðarlega stórt réttlætismál fyrir íbúa Suðurnesjabæjar, að heilbrigðisþjónusta verði í boði í sveitarfélaginu líkt og í öllum öðrum sveitarfélögum á Íslandi af þessari stærð. Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ eru öll boðin og búin að hefja formlegar viðræður strax við heil-brigðisráðuneytið og forsvarsmenn HSS við fyrsta tækifæri svo að hægt sé að undirbúa húsnæðið sem Suðurnesjabær hefur upp á að bjóða undir slíka starfsemi. Ég skora á alla þingmenn í kjördæminu hvar í flokki sem þeir standa og ekki síst á heilbrigðisráðherra að beita sér að hörku svo að þetta réttlætismál fyrir íbúa suðurnesjabæjar nái fram að ganga sem allra fyrst, því ljóst þykir að málefnið er brýnt og þolir enga bið. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjabær Heilbrigðismál Flóttafólk á Íslandi Anton Guðmundsson Tengdar fréttir Engin heilbrigðisþjónusta í fjögur þúsund manna bæjarfélagi Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ vinna nú hörðu höndum að því að fá heilbrigðisþjónustu frá ríkinu í sveitarfélagið en staðreyndin er sú að það er enga heilbrigðisþjónustu að hafa í Suðurnesjabæ í dag þrátt fyrir að þar búi um fjögur þúsund manns. 6. ágúst 2023 23:05 Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Suðurnesjabær er ört vaxandi sveitarfélag á suðurnesjum og íbúum fjölgar jafnt og þétt. Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár er íbúafjöldi í Suðurnesjabæ kominn yfir 4.000, nánar tiltekið alls 4.011 nú í byrjun þessarar viku. Þegar Suðurnesjabær varð til við sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs fyrir 5 árum var íbúafjöldinn um 3.400. Íbúum hefur því fjölgað um 600 manns á þessum 5 árum, eða um 17,5%. Uppbygging í heilbrigðismálum á íslandi hefur verið mikil á undanförum árum og hefur núverandi heilbrigðisráðherra verið vinnusamur þá daga sem hann hefur setið í embætti og lagt miklu vinnu í þau mikilvægu verkefni sem hann hefur verið að leysa hverju sinni, en með einhverju móti viðrist Suðurnesjabær verða undir í þeim efnum. Sú staðreynd blasir við að sveitarfélagið Suðurnesjabær er stærsta sveitarfélagið á íslandi sem hefur ekki neina heilsugæslu né hjúkrunarheimili og þurfa því íbúar að leita til annarra sveitarfélaga eftir heilbrigðisþjónustu. Ef mið er tekið af stærð er Suðurnesjabær eina sveitarfélagið á Íslandi sem stendur í þeim sporum. Sveitarfélagið er með stórt og mikið verkefni í fanginu sem snýr að vegalausum börnum þar sem flugstöð Leifs Eiríkssonar er staðsett í Suðurnesjabæ og fellur því þessi málaflokkur sjálfkrafa á barnavernd sveitarfélagsins með tilheyrandi kostnaði sem það hefur í för með sér. Einnig eru uppi áform Vinnumálastofnunar um að koma með í Suðurnesjabæ umsækjendur um alþjóðlega vernd sem telja 120 manns, þvert á samþykki sveitarstjórnar. Bæjaryfirvöld og íbúar í Suðurnesjabæ hafa lengi kallað eftir því að Heilbrigðis þjónusta verði endurvakin í sveitarfélaginu líkt og hún var hér á árum áður til að tryggja grunnþjónustu í vaxandi samfélagi. Sveitarfélagið hefur nú þegar boðið fram hentugt húsnæði undir starfsemina sem bæði er vel staðsett, með nægum bílastæðum og fyrsta flokks aðgengi á jarðhæð. Um er að ræða gríðarlega stórt réttlætismál fyrir íbúa Suðurnesjabæjar, að heilbrigðisþjónusta verði í boði í sveitarfélaginu líkt og í öllum öðrum sveitarfélögum á Íslandi af þessari stærð. Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ eru öll boðin og búin að hefja formlegar viðræður strax við heil-brigðisráðuneytið og forsvarsmenn HSS við fyrsta tækifæri svo að hægt sé að undirbúa húsnæðið sem Suðurnesjabær hefur upp á að bjóða undir slíka starfsemi. Ég skora á alla þingmenn í kjördæminu hvar í flokki sem þeir standa og ekki síst á heilbrigðisráðherra að beita sér að hörku svo að þetta réttlætismál fyrir íbúa suðurnesjabæjar nái fram að ganga sem allra fyrst, því ljóst þykir að málefnið er brýnt og þolir enga bið. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.
Engin heilbrigðisþjónusta í fjögur þúsund manna bæjarfélagi Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ vinna nú hörðu höndum að því að fá heilbrigðisþjónustu frá ríkinu í sveitarfélagið en staðreyndin er sú að það er enga heilbrigðisþjónustu að hafa í Suðurnesjabæ í dag þrátt fyrir að þar búi um fjögur þúsund manns. 6. ágúst 2023 23:05
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun