Hvetja ríki til að banna inngrip til að stýra veðuröflunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2023 08:57 Sólarupprás í Þýskalandi. epa/Martin Schutt Climate Overshoot Commission, alþjóðleg nefnd sérfræðinga á sviði loftslagsmála, hvetur stjórnvöld heims til að heimila vísindarannsóknir á inngripum í náttúrulega ferla á borð við veðrabreytingar en banna framkvæmd þeirra. Umrædd inngrip, nefnd „geoengineering“ á ensku, eru afar umdeild en áhugi á þeim hefur farið vaxandi vegna loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra á veðurfar. Athygli vekur að tillaga sérfræðinganna nær ekki til föngunar kolefnis úr andrúmsloftinu, sem þeir þvert á móti hvetja til. Þá kalla þeir eftir því að notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt og að auknu fjármagni verði varið í að aðlaga samfélagið að áhrifum öfgafullra veðurviðburða. Rannsóknirnar sem sérfræðingarnir vísa til ná meðal annars til tilrauna til að takmarka magn sólargeisla á jörðina, til dæmis með því að stuðla að aukinni endurvörpun skýja eða með speglum í geimnum. Þeir segja hins vegar alltof hættulegt að framkvæmda inngrip af þessu tagi að svo stöddu, vegna ónógrar þekkingar á því hvaða afleiðingar það gæti haft í för með sér. Guardian hefur eftir Pascal Lamy, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og núverandi stjórnarformanni sérfræðinganefndarinnar, að það sé ekki útilokað að það takist að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður en líkurnar á því að það takist ekki séu að aukast. „Þetta veltur á því hvað við gerum,“ segir hann. Tilraunir með áhrif sólar á jörðina séu hins vegar ekki fýsilegar og að grípa verði til aðgerða nú þegar sum ríki séu farin að kanna möguleikann á eigin spýtur. Lamy hvetur ríki heims til að ákveða hvert fyrir sig að banna tilraunastarfsemi af þessu tagi í stað þess að bíða eftir alþjóðlegu og samstilltu átaki. „Það er mín reynsla að það sé tímafrekt,“ segir hann. Rannsóknir á mögulegum inngripum í náttúruöflin ættu að vera gagnsæjar og niðurstöðurnar opnar öllum. Loftslagsmál Veður Tækni Vísindi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Umrædd inngrip, nefnd „geoengineering“ á ensku, eru afar umdeild en áhugi á þeim hefur farið vaxandi vegna loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra á veðurfar. Athygli vekur að tillaga sérfræðinganna nær ekki til föngunar kolefnis úr andrúmsloftinu, sem þeir þvert á móti hvetja til. Þá kalla þeir eftir því að notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt og að auknu fjármagni verði varið í að aðlaga samfélagið að áhrifum öfgafullra veðurviðburða. Rannsóknirnar sem sérfræðingarnir vísa til ná meðal annars til tilrauna til að takmarka magn sólargeisla á jörðina, til dæmis með því að stuðla að aukinni endurvörpun skýja eða með speglum í geimnum. Þeir segja hins vegar alltof hættulegt að framkvæmda inngrip af þessu tagi að svo stöddu, vegna ónógrar þekkingar á því hvaða afleiðingar það gæti haft í för með sér. Guardian hefur eftir Pascal Lamy, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og núverandi stjórnarformanni sérfræðinganefndarinnar, að það sé ekki útilokað að það takist að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður en líkurnar á því að það takist ekki séu að aukast. „Þetta veltur á því hvað við gerum,“ segir hann. Tilraunir með áhrif sólar á jörðina séu hins vegar ekki fýsilegar og að grípa verði til aðgerða nú þegar sum ríki séu farin að kanna möguleikann á eigin spýtur. Lamy hvetur ríki heims til að ákveða hvert fyrir sig að banna tilraunastarfsemi af þessu tagi í stað þess að bíða eftir alþjóðlegu og samstilltu átaki. „Það er mín reynsla að það sé tímafrekt,“ segir hann. Rannsóknir á mögulegum inngripum í náttúruöflin ættu að vera gagnsæjar og niðurstöðurnar opnar öllum.
Loftslagsmál Veður Tækni Vísindi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira