Hlustum á unga fólkið Eymundur Eymundsson skrifar 11. september 2023 12:02 Að vita ekki afhverju manni líður illa dagsdaglega og birgja vanlíðan er vondur staður að vera á. Ég var orðinn 38 ára árið 2005 þegar ég sá í fyrsta skipti síðan í æsku hvað hafði stjórnað mínu lífi. Það var skrýtið að sjá að það var til nafn yfir það sem hafði stjórnað mínu lífi með ömurlegum afleiðingum. Ég er óendanlega þakklátur að sjá að ég gat fengið hjálp og þyrfti ekki að fela mína vanlíðan lengur.Það er svo mikið í dag sem við vissum ekki áður og þau sem segja að það sé meiri kvíði í dag en áður tel ég nú ekki rétt. Samfélagið hafði bara ekki þekkingu og fólk sem glímdi við andlegan vanda gat bara ekki tjáð sig á þeim tíma. Við vitum bara betur í dag og til að mynda hef ég flutt norkkra fyrirlestra á https://www.heilsustofnun.is/ og það er ansi mikið af eldra fólki sem kemur til mín og þakkar fyrir og segja ég þekki hvernig er að birgja vanlíðan. Frá 2005 hef ég fengið mörg verkfæri frá góðu fagfólki og úrræðum til að lifa lífinu.Með hjálpinni hef ég menntað mig og rofið mína einangrun sem var algjört myrkur með sjálfsvígshugsunum nær daglega frá æsku. Í ellefu ár var ég verið með fyrirlestra í grunn- og framhaldsskólum landsins til að miðla af minni reynslu hvernig það var að lifa með kvíðaröskun sem kallast félagsfælni. Í mínum fyrirlestrum fór ég yfir hvernig félagsfælni lýsti sér, hvað gerðist og hvernig er í dag. Ég tala um mikilvægi þess að takast á við hugsanaskekkjur sem fylgir kvíðanum og stíga inn í óttann og.Það er gott að finna og vita hvað unga fólkið er móttækilegt og þakklátt og vilja sjá breytingar til að takast á við geðheilsuna. Unga fólkið hefur sagt mér að þau vilji hafa meira af fagfólki sem er menntað á geðheilsusviði. Það hefur verið gefandi að gefa unga fólkinu verkfæri til að takast á vð sjálfan sig og að þau sjái að við sem höfum glímt við félagsfælni erum bara ósköp venjuleg en þurftum bara hjálp til að og nýta okkar styrkleika og lifa lífinu án flótta og leyfa óttanum og skömmini ráða för. Hlustum á unga fólkið. Geðrækt í grunn- og framhaldsskólum. Við erum að missa ungt fólk frá okkur og verðum að gera betur en gert er til að sporna við afleiðingum.Væri ekki gott að efla geðrækt með að setja inn hugræna atferliskennslu (HAM) sem námsgrein í lífsleikni? Hafa fagfólk sem hefur menntað sig í HAM og kenna frá sjötta bekk til útskriftar í grunnskóla og fyrsta ár í framhaldsskóla. Það kostar að efla geðrækt og við munum aldrei fyrirbyggja allar afleiðingar en HAM sem námsgrein gæti verið góður kostur. Með https://ham.reykjalundur.is/ er verið að vinna með m.a. hugsanir, tilfinningar og hegðun til að efla sjálfsmyndina og sjálfstraust og hlýtur að vera vert að skoða sem námsgrein í lífsleikni? Við þurfum líka að átta okkur á því með andlegum vanda mun líka fylgja neikvæð áhrif á stoð- og taugakerfi síðar meir. Með afleiðingum fylgir meiri kostnaður fyrir einstaklinga,ríki og sveitarfélög sem aðstandendur.Nóg er komið af neikvæðum skýrslum af andlegum vanda að nú er komið að meiri virðingu og bæta við fagfólki fyir unga fólkið okkar. Höfundur er félagsliði með persónulega reynslu af kvíða og þunglyndi https://www.visir.is/g/20222324988d/afleidingar-kosta-meira https://www.visir.is/g/20201876749d/hvad-er-fe-lags-faelni- Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Skoðun Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Að vita ekki afhverju manni líður illa dagsdaglega og birgja vanlíðan er vondur staður að vera á. Ég var orðinn 38 ára árið 2005 þegar ég sá í fyrsta skipti síðan í æsku hvað hafði stjórnað mínu lífi. Það var skrýtið að sjá að það var til nafn yfir það sem hafði stjórnað mínu lífi með ömurlegum afleiðingum. Ég er óendanlega þakklátur að sjá að ég gat fengið hjálp og þyrfti ekki að fela mína vanlíðan lengur.Það er svo mikið í dag sem við vissum ekki áður og þau sem segja að það sé meiri kvíði í dag en áður tel ég nú ekki rétt. Samfélagið hafði bara ekki þekkingu og fólk sem glímdi við andlegan vanda gat bara ekki tjáð sig á þeim tíma. Við vitum bara betur í dag og til að mynda hef ég flutt norkkra fyrirlestra á https://www.heilsustofnun.is/ og það er ansi mikið af eldra fólki sem kemur til mín og þakkar fyrir og segja ég þekki hvernig er að birgja vanlíðan. Frá 2005 hef ég fengið mörg verkfæri frá góðu fagfólki og úrræðum til að lifa lífinu.Með hjálpinni hef ég menntað mig og rofið mína einangrun sem var algjört myrkur með sjálfsvígshugsunum nær daglega frá æsku. Í ellefu ár var ég verið með fyrirlestra í grunn- og framhaldsskólum landsins til að miðla af minni reynslu hvernig það var að lifa með kvíðaröskun sem kallast félagsfælni. Í mínum fyrirlestrum fór ég yfir hvernig félagsfælni lýsti sér, hvað gerðist og hvernig er í dag. Ég tala um mikilvægi þess að takast á við hugsanaskekkjur sem fylgir kvíðanum og stíga inn í óttann og.Það er gott að finna og vita hvað unga fólkið er móttækilegt og þakklátt og vilja sjá breytingar til að takast á við geðheilsuna. Unga fólkið hefur sagt mér að þau vilji hafa meira af fagfólki sem er menntað á geðheilsusviði. Það hefur verið gefandi að gefa unga fólkinu verkfæri til að takast á vð sjálfan sig og að þau sjái að við sem höfum glímt við félagsfælni erum bara ósköp venjuleg en þurftum bara hjálp til að og nýta okkar styrkleika og lifa lífinu án flótta og leyfa óttanum og skömmini ráða för. Hlustum á unga fólkið. Geðrækt í grunn- og framhaldsskólum. Við erum að missa ungt fólk frá okkur og verðum að gera betur en gert er til að sporna við afleiðingum.Væri ekki gott að efla geðrækt með að setja inn hugræna atferliskennslu (HAM) sem námsgrein í lífsleikni? Hafa fagfólk sem hefur menntað sig í HAM og kenna frá sjötta bekk til útskriftar í grunnskóla og fyrsta ár í framhaldsskóla. Það kostar að efla geðrækt og við munum aldrei fyrirbyggja allar afleiðingar en HAM sem námsgrein gæti verið góður kostur. Með https://ham.reykjalundur.is/ er verið að vinna með m.a. hugsanir, tilfinningar og hegðun til að efla sjálfsmyndina og sjálfstraust og hlýtur að vera vert að skoða sem námsgrein í lífsleikni? Við þurfum líka að átta okkur á því með andlegum vanda mun líka fylgja neikvæð áhrif á stoð- og taugakerfi síðar meir. Með afleiðingum fylgir meiri kostnaður fyrir einstaklinga,ríki og sveitarfélög sem aðstandendur.Nóg er komið af neikvæðum skýrslum af andlegum vanda að nú er komið að meiri virðingu og bæta við fagfólki fyir unga fólkið okkar. Höfundur er félagsliði með persónulega reynslu af kvíða og þunglyndi https://www.visir.is/g/20222324988d/afleidingar-kosta-meira https://www.visir.is/g/20201876749d/hvad-er-fe-lags-faelni-
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar