Íslenski boltinn

„Þetta er náttúrulega ekki boðlegt“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var gestur Helenu Ólafsdóttur.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var gestur Helenu Ólafsdóttur. Stöð 2 Sport/Vísir

Fyrrum handboltakonan og alþingismaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var gestur Helenu Ólafsdóttur í Bestu upphituninni fyrir umferð helgarinnar í Bestu deild kvenna. Farið var um víðan völl og meðal annars snert á aðstöðumálum sem hafa verið í deiglunni í vikunni.

Helena kvaðst ekki geta annað en spurt Þorgerði út í aðstöðumálin þar sem hún sæti á þingi og segir Þorgerður þau mál einnig snerta á henni frá öðrum hliðum.

„Það líta allir á mig sem stjórnmálamann en þegar við ræðum íþróttir er maður líka íþróttasinni, maður er líka mamma og áhangandi,“ segir Þorgerður Katrín en sonur hennar er Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður karla í handbolta.

Klippa: Besta upphitunin: Aðstaðan þurfi að vera í samræmi við gæðin

„Þetta er náttúrulega ekki boðlegt og ég sá tækifæri til þess að ríða á vaðið án þess að setja efnahagskerfið í þrot fyrir um sex til sjö árum að fara í það að reisa þannig völl að við gætum spilað þar fótbolta allt árið um kring og líka þjóðarhöll fyrir handbolta og körfubolta,“

„Það þarf að taka ákvörðun og nóg er komið af nefndum, ráðum og öllu því. Við þurfum bara að taka ákvörðun,“ segir Þorgerður Katrín.

Þáttinn má sjá í heild sinni að ofan.

20. umferð Bestu deildar kvenna

Neðri hluti

Sunnudagur 10. september

16:00 Selfoss - Tindastóll

16:00 ÍBV - Keflavík

Efri hluti

Þriðjudagur 12. september

16:45 FH - Þróttur R.

Miðvikudagur 13. september

16:45 Þór/KA - Breiðablik

Fimmtudagur 14. september

19:15 Stjarnan - Valur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×