Nokkur orð um sátt og sektir Hörður Felix Harðarson skrifar 6. september 2023 11:00 Eimskip er markaðsráðandi aðili á íslenskum flutningamarkaði. Félagið hefur mikla yfirburði í flutningum til og frá Evrópu og í einokunarstöðu í beinum flutningum til og frá N-Ameríku. Eimskip hefur misnotað þessa stöðu sína með fjölmörgum og endurteknum aðgerðum í gegnum tíðina gegn helsta keppinauti sínum, Samskipum. Fyrir það var félagið sektað af samkeppnisyfirvöldum. Þá var félagið dæmt til að greiða Samskipum bætur vegna umræddra brota. Við meðferð þess máls sem hefur verið til umfjöllunar síðustu daga tók Eimskip til varna. Í vörnum félagsins, sem voru mjög umfangsmiklar, var því m.a. lýst að samráðskenningar Samkeppniseftirlitsins væru „skáldaður tilbúningur“ og þær ættu „enga stoð í raunveruleikanum“. Var vinnubrögðum stofnunarinnar og fullkomnum skorti á hlutlægni réttilega andmælt mjög harðlega. Vorið 2021 ákváðu stjórnendur félagsins eftir sem áður að ljúka málinu með sátt við Samkeppniseftirlitið. Það var ekki forsenda sáttarinnar að Eimskip færði fram ný gögn eða upplýsingar af nokkrum toga. Enginn einstaklingur hefur stigið fram og lýst sig samþykkan samsæriskenningum stofnunarinnar. Kenning Samkeppniseftirlitsins er sú að forsvarsmenn félaganna hafi hist á fundi 6. júní 2008 og skipulagt víðtækt samráð. Þá hafi aðrir fundir milli félaganna, sem vissulega hafi að nafni til lotið að lögmætum viðskiptum, einnig verið nýttir til ólögmætra samskipta. Það sama hafi að líkindum einnig gerst í afmælisveislum, á þorrablótum, árgangamótum og íþróttaviðburðum. Þetta fullyrðir stofnunin einfaldlega ranglega að hafi gerst. Fjölmargir starfsmenn Eimskips, núverandi og fyrrverandi, sátu þessa fundi eða voru viðstaddir þessa viðburði. Mætti því ætla að mikilvægt væri að a.m.k. einhver þeirra hefði staðfest við sáttargerðina að samsæriskenningar stofnunarinnar væru réttar. Þess var hins vegar sýnilega ekki krafist. Félagið Eimskip lýsti því einfaldlega með almennum hætti að það féllist á málatilbúnað Samkeppniseftirlitsins og væri reiðubúið að greiða sekt að fjárhæð 1,5 milljarðar króna. Með því náðu stjórnendur félagsins m.a. þessu fram: Félagið, sem skráð er á hlutabréfamarkaði, eyddi óvissu í rekstri sem óhjákvæmilega hlýst af rannsókn af þessum toga Virði félagsins á markaði jókst umtalsvert í kjölfarið Sök var ranglega varpað á keppinaut sem hefur reynst Eimskipi óþægur ljár í þúfu í gegnum tíðina Tryggt var að þessi keppinautur fengi a.m.k. jafn háa sekt frá Samkeppniseftirlitinu Tryggt var með sáttinni að Eimskipi væri eftirleiðis óskylt, þrátt fyrir markaðsráðandi stöðu félagsins, að eiga í viðskiptum af nokkru tagi við Samskip Vegna fjárhagslegs styrks félagsins sá vart högg á vatni í hagnaðartölum Eimskips fyrri hluta árs 2021 þrátt fyrir sektargreiðsluna. Samkeppniseftirlitið brást ekki væntingum Eimskips og hefur nú ákveðið að réttmætt sé að minni aðilinn á markaðnum fái sekt sem er nær þreföld sú fjárhæð sem markaðsráðandi fyrirtækið bauðst til að greiða. Með því eru send þau skilaboð að fyrirtækjum landsins sé hollast að standa ekki í hárinu á stofnuninni eða leita réttar síns. Hvatinn til að játa brot, burtséð frá réttmæti ásakana, verður sífellt meiri. Höfundur er lögmaður Samskipa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Eimskip Skipaflutningar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eimskip er markaðsráðandi aðili á íslenskum flutningamarkaði. Félagið hefur mikla yfirburði í flutningum til og frá Evrópu og í einokunarstöðu í beinum flutningum til og frá N-Ameríku. Eimskip hefur misnotað þessa stöðu sína með fjölmörgum og endurteknum aðgerðum í gegnum tíðina gegn helsta keppinauti sínum, Samskipum. Fyrir það var félagið sektað af samkeppnisyfirvöldum. Þá var félagið dæmt til að greiða Samskipum bætur vegna umræddra brota. Við meðferð þess máls sem hefur verið til umfjöllunar síðustu daga tók Eimskip til varna. Í vörnum félagsins, sem voru mjög umfangsmiklar, var því m.a. lýst að samráðskenningar Samkeppniseftirlitsins væru „skáldaður tilbúningur“ og þær ættu „enga stoð í raunveruleikanum“. Var vinnubrögðum stofnunarinnar og fullkomnum skorti á hlutlægni réttilega andmælt mjög harðlega. Vorið 2021 ákváðu stjórnendur félagsins eftir sem áður að ljúka málinu með sátt við Samkeppniseftirlitið. Það var ekki forsenda sáttarinnar að Eimskip færði fram ný gögn eða upplýsingar af nokkrum toga. Enginn einstaklingur hefur stigið fram og lýst sig samþykkan samsæriskenningum stofnunarinnar. Kenning Samkeppniseftirlitsins er sú að forsvarsmenn félaganna hafi hist á fundi 6. júní 2008 og skipulagt víðtækt samráð. Þá hafi aðrir fundir milli félaganna, sem vissulega hafi að nafni til lotið að lögmætum viðskiptum, einnig verið nýttir til ólögmætra samskipta. Það sama hafi að líkindum einnig gerst í afmælisveislum, á þorrablótum, árgangamótum og íþróttaviðburðum. Þetta fullyrðir stofnunin einfaldlega ranglega að hafi gerst. Fjölmargir starfsmenn Eimskips, núverandi og fyrrverandi, sátu þessa fundi eða voru viðstaddir þessa viðburði. Mætti því ætla að mikilvægt væri að a.m.k. einhver þeirra hefði staðfest við sáttargerðina að samsæriskenningar stofnunarinnar væru réttar. Þess var hins vegar sýnilega ekki krafist. Félagið Eimskip lýsti því einfaldlega með almennum hætti að það féllist á málatilbúnað Samkeppniseftirlitsins og væri reiðubúið að greiða sekt að fjárhæð 1,5 milljarðar króna. Með því náðu stjórnendur félagsins m.a. þessu fram: Félagið, sem skráð er á hlutabréfamarkaði, eyddi óvissu í rekstri sem óhjákvæmilega hlýst af rannsókn af þessum toga Virði félagsins á markaði jókst umtalsvert í kjölfarið Sök var ranglega varpað á keppinaut sem hefur reynst Eimskipi óþægur ljár í þúfu í gegnum tíðina Tryggt var að þessi keppinautur fengi a.m.k. jafn háa sekt frá Samkeppniseftirlitinu Tryggt var með sáttinni að Eimskipi væri eftirleiðis óskylt, þrátt fyrir markaðsráðandi stöðu félagsins, að eiga í viðskiptum af nokkru tagi við Samskip Vegna fjárhagslegs styrks félagsins sá vart högg á vatni í hagnaðartölum Eimskips fyrri hluta árs 2021 þrátt fyrir sektargreiðsluna. Samkeppniseftirlitið brást ekki væntingum Eimskips og hefur nú ákveðið að réttmætt sé að minni aðilinn á markaðnum fái sekt sem er nær þreföld sú fjárhæð sem markaðsráðandi fyrirtækið bauðst til að greiða. Með því eru send þau skilaboð að fyrirtækjum landsins sé hollast að standa ekki í hárinu á stofnuninni eða leita réttar síns. Hvatinn til að játa brot, burtséð frá réttmæti ásakana, verður sífellt meiri. Höfundur er lögmaður Samskipa.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun