„Grípum geirinn í hönd!“ Gylfi Þór Gíslason skrifar 4. september 2023 09:02 Í upphafi síðustu aldar var lífsbaráttan hörð á Íslandi, alþýða landsins bjó við kröpp kjör. Fólk reyndi að sýna samstöðu í baráttunni fyrir bættum lífskjörum og stofnuð voru verkalýðsfélög um land allt. Fljótlega var stofnað Alþýðusamband Íslands eða árið 1916, á sama tíma var Alþýðuflokkurinn stofnaður. Undir merkjum Alþýðusambandsins voru unnir stórir sigrar, má þar nefna vökulögin 1918, lög um verkamannabústaði 1928, almannatryggingar 1936, vinnulöggjöfin 1938, orlofsréttur 1942, atvinnuleysistryggingar 1956 og svo má lengi telja. Með samstilltu átaki alþýðu landsins undir merkjum Alþýðuflokksins, jafnaðarmannaflokks Íslands sem klofnaði fljótlega úr því að vera einn flokkur í félag kommúnista, síðar sósíalista og þar næst bandalags. Samhliða baráttunni og í kjölfar sundrungar var reynt að búa til samfylkingu alþýðunnar með sameiningu jafnaðarmanna og sósíalista en ekkert gekk fyrr en um aldarmót með stofnun Samfylkingarinnar sem hefur tæpum 25 árum síðar náð vopnum sínum og stefnir til sigurs í næstu kosningum ef marka má skoðanakannanir og að þær gangi eftir. Samstaðan um landhelgina Ekki má gleyma samstöðu fólksins í landinu fyrir útærslu landhelginnar. Þjóðin stóð saman í því að standa vörð um fiskveiðilögsögu landsins. Haldnir voru margir fjölmennir samstöðufundir á Lækjartorgi um miðja síðustu öld um mikilvægi þess að tryggja útfærslu landhelginnar og að koma úr lögsögu okkar erlendu togurunum sem voru á veiðum hér allt í kringum landið. En undir lok aldarinnar var sett á kvótakerfi undir forystu sjávarútvegsráðherra Framsóknarflokksins í samstarfi við Landsamband íslenskra útgerðarmanna (LÍÚ), sem hefur leitt af sér síðar að fiskimiðin eru komin á hendur örfárra aðila í landinu. Húsnæðisvandinn er mannanna verk Félagslega íbúðarkerfið var lagt niður af Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki í lok síðustu aldar, þrátt fyrir mikla mótspyrnu jafnaðarmanna og fór þar fremst í flokki Jóhanna Sigurðardóttir, sem hélt lengstu ræðu í sögu Alþingis þegar hún talaði í rúmar 10 klukkustundir, að öðrum ólöstuðum. Hún sagði m.a. í upphafi þeirra ræðu: „Herra forseti. Það mál sem við ræðum hér er rothögg fyrir láglaunafjölskyldurnar á Íslandi og stærsti skellurinn sem láglaunafólk hefur orðið fyrir í marga áratugi“ Fólkið í landinu sýpur seiðið af þeirri ákvörðun Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks núna um allt land. „Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref........“ Síðasta vetur var kjarabaráttan hörð en samið var til skamms tíma og eru svo til allir kjarasamningar lausir núna í kringum áramótin. Þetta verður erfiður vetur á sama tíma og að verðbólgan er há. Í samningunum þurfa öll að koma að samningaborðinu, verkalýðshreyfingin, Samtök Atvinnulífsins og ríkisstjórnin. En það er ekki gæfulegt þegar fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir að það sé ekki í verkahring ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu í landinu heldur bendir á Seðlabankann í því samhengi. Svo ekki er við miklu að búast á þeim bænum. Forysta Samfylkingarinnar hefur lýst því yfir að hún vill aukið samráð og meiri tengingu við verkalýðsfélögin í landinu eins og í upphafi síðustu aldar þegar fólkið í ASÍ var með tengingu í Alþýðuflokkinn. Forysta Samfylkingarinnar hefur sagt að Samfylkingin á að vera fyrir hinn venjulega vinnandi mann. Með því að endurvekja verkalýðsmálaráð í upphafi síðasta árs var grunnurinn lagður að þessari tengingu. Við í verkalýðsmálaráði munum vinna að því í vetur að efla þau tengsl og með því auka vægi verkalýðsfélaga innan flokksins til framtíðar. Sýna fólkinu í landinu að við viljum byggja með því réttlátara samfélag allra. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Stéttarfélög Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi síðustu aldar var lífsbaráttan hörð á Íslandi, alþýða landsins bjó við kröpp kjör. Fólk reyndi að sýna samstöðu í baráttunni fyrir bættum lífskjörum og stofnuð voru verkalýðsfélög um land allt. Fljótlega var stofnað Alþýðusamband Íslands eða árið 1916, á sama tíma var Alþýðuflokkurinn stofnaður. Undir merkjum Alþýðusambandsins voru unnir stórir sigrar, má þar nefna vökulögin 1918, lög um verkamannabústaði 1928, almannatryggingar 1936, vinnulöggjöfin 1938, orlofsréttur 1942, atvinnuleysistryggingar 1956 og svo má lengi telja. Með samstilltu átaki alþýðu landsins undir merkjum Alþýðuflokksins, jafnaðarmannaflokks Íslands sem klofnaði fljótlega úr því að vera einn flokkur í félag kommúnista, síðar sósíalista og þar næst bandalags. Samhliða baráttunni og í kjölfar sundrungar var reynt að búa til samfylkingu alþýðunnar með sameiningu jafnaðarmanna og sósíalista en ekkert gekk fyrr en um aldarmót með stofnun Samfylkingarinnar sem hefur tæpum 25 árum síðar náð vopnum sínum og stefnir til sigurs í næstu kosningum ef marka má skoðanakannanir og að þær gangi eftir. Samstaðan um landhelgina Ekki má gleyma samstöðu fólksins í landinu fyrir útærslu landhelginnar. Þjóðin stóð saman í því að standa vörð um fiskveiðilögsögu landsins. Haldnir voru margir fjölmennir samstöðufundir á Lækjartorgi um miðja síðustu öld um mikilvægi þess að tryggja útfærslu landhelginnar og að koma úr lögsögu okkar erlendu togurunum sem voru á veiðum hér allt í kringum landið. En undir lok aldarinnar var sett á kvótakerfi undir forystu sjávarútvegsráðherra Framsóknarflokksins í samstarfi við Landsamband íslenskra útgerðarmanna (LÍÚ), sem hefur leitt af sér síðar að fiskimiðin eru komin á hendur örfárra aðila í landinu. Húsnæðisvandinn er mannanna verk Félagslega íbúðarkerfið var lagt niður af Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki í lok síðustu aldar, þrátt fyrir mikla mótspyrnu jafnaðarmanna og fór þar fremst í flokki Jóhanna Sigurðardóttir, sem hélt lengstu ræðu í sögu Alþingis þegar hún talaði í rúmar 10 klukkustundir, að öðrum ólöstuðum. Hún sagði m.a. í upphafi þeirra ræðu: „Herra forseti. Það mál sem við ræðum hér er rothögg fyrir láglaunafjölskyldurnar á Íslandi og stærsti skellurinn sem láglaunafólk hefur orðið fyrir í marga áratugi“ Fólkið í landinu sýpur seiðið af þeirri ákvörðun Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks núna um allt land. „Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref........“ Síðasta vetur var kjarabaráttan hörð en samið var til skamms tíma og eru svo til allir kjarasamningar lausir núna í kringum áramótin. Þetta verður erfiður vetur á sama tíma og að verðbólgan er há. Í samningunum þurfa öll að koma að samningaborðinu, verkalýðshreyfingin, Samtök Atvinnulífsins og ríkisstjórnin. En það er ekki gæfulegt þegar fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir að það sé ekki í verkahring ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu í landinu heldur bendir á Seðlabankann í því samhengi. Svo ekki er við miklu að búast á þeim bænum. Forysta Samfylkingarinnar hefur lýst því yfir að hún vill aukið samráð og meiri tengingu við verkalýðsfélögin í landinu eins og í upphafi síðustu aldar þegar fólkið í ASÍ var með tengingu í Alþýðuflokkinn. Forysta Samfylkingarinnar hefur sagt að Samfylkingin á að vera fyrir hinn venjulega vinnandi mann. Með því að endurvekja verkalýðsmálaráð í upphafi síðasta árs var grunnurinn lagður að þessari tengingu. Við í verkalýðsmálaráði munum vinna að því í vetur að efla þau tengsl og með því auka vægi verkalýðsfélaga innan flokksins til framtíðar. Sýna fólkinu í landinu að við viljum byggja með því réttlátara samfélag allra. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar