Umfjöllun: ÍBV - KR 2-2 | Eyjamenn stálu mikilvægu stigi Stefán Snær Ágústsson skrifar 3. september 2023 20:00 Guy Smit fór á kostum í dag Vísir/Anton Brink ÍBV og KR gerðu stormasamt jafntefli í Vestmannaeyjum í lokaumferð Bestu deildar karla 2023. Bæði liðin sýndu baráttuvilja en leikurinn einkenndist þó aðallega af ofsaveðri sem var ekki til að ýta undir fallega spilamennsku. Leikurinn hófst rólega en ljóst var að hann yrði erfiður sökum veðurs. Vindurinn var á köflum svo sterkur að markspyrnur náðu varla út fyrir vítateig og leikmenn áttu erfitt með að mæla hreyfingar knattarins. Það lá því í stormasömu loftinu að leikurinn yrði ekki gæðamikill en þó var vilji frá báðum liðum til að lenda sigri. KR-ingar vissu að með einu stigi væru þeir gulltryggðir í efri hluta deildarinnar en Eyjamenn áttu einnig séns á að rísa um nokkur sæti í töflunni sem myndi færa þeim auka heimaleiki í neðri hluta. KR-ingar voru ferskari á fyrsta korterinu og þurfti Guy Smit að vera vel á verði. Jóhannes Kristinn var stanslaus ógn til að byrja með en kólnaði þó þegar leið á. Um miðjan fyrri hálfleik voru heimamenn farnir að láta til sín taka enda með vindinn í bakinu. KR virtist átta sig á að það yrði óumflýjanlegt að heimamenn myndu pressa hart að marki og hófu snemma tímaeyðslu. Simen Kjellevold í marki KR var helsta vopn gestanna í fyrri hálfleik en hann náði að eyða eins miklum tíma og mögulegt var án þess að fá gult spjald. Allt virtist ætla að falla KR í vil en liðið var að vonast eftir að fara markalaust inn í hálfleik og nýta sér svo vindáttina í þeim seinni. Það gekk þó ekki upp því í á lokamínútu fyrri hálfleiks komust heimamenn yfir. Guy Smit í marki ÍBV negldi boltanum lengst fram á völl, beint á hausinn á Halldóri Jóni, sem skallaði boltanum yfir háa varnarlínu gestanna og til fyrirliðans Alex Freys sem afgreiddi boltann snyrtilega undir Simen Kjellevold og ÍBV með forskot í hálfleik. Vindurinn réði öllu um þróun leiksins Það var öllum ljóst að seinni hálfleikurinn yrði allt annar. Nú voru KR-ingar með vindinn með sér í liði og hófu strax skothríð úr öllum áttum. Þeim til fyrirstöðu var þó Guy Smit í marki ÍBV, sem varði ítrekað glæsilega. Hollendingurinn varði nokkur skot frá Aroni Kristófer við upphaf seinni hálfleiksins en það var varsla gegn skoti Jóhannesar Kristins sem voru aðal tilþrif leiksins, sterk hönd markmannsins kom skyndilega eins og þruma úr heiðskíru lofti til að verja skot sem lá nánast í markinu. Guy Smit er þó ekki ódauðlegur og gat því ekki stöðvað aðsókn KR-inga þegar þeir náðu loks jöfnunarmarki. Benoný Breki með snjallt spil upp vinstri kant sem endaði með lykilsendingu á Kristin Jónsson. Kristinn lagði boltann snyrtilega á Kennie Chopart sem negldi honum í slána og inn og setti þannig sitt fyrsta mark í sumar. KR-ingar voru ekki hættir en korteri seinna komust þeir yfir í fyrsta sinn. Benoný Breki lék illa á Eið Aron í vörn ÍBV, náði að snúa og negldi boltanum upp í slánna og inn. Frábær afgreiðsla eftir sterka frammistöðu unglingsins sem skoraði sitt fjórða mark í sumar. ÍBV hafði ekki sýnt mikið í seinni hálfleik en að lenda undir virtist koma þeim aftur í gírinn. Eyjamenn byrjuðu að spila fram á við á ný og söfnuðu hornspyrnum og hættulegum innköstum. Þeim var svo verðlaunað í uppbótartíma eftir langt innkast. Boltinn skoppaði um í teig KR-ingar og endaði hjá Richard King sem negldi honum upp í samskeytin. Glæsileg afgreiðsla og verðskuldað mark hjá heimamönnum. Þá leið að lokum, KR endaði í 6. sæti og er því komið í efri hluta deildarinnar en ÍBV í því 11. og mun nú keppa um líf sitt í Bestu deild karla í neðri hlutanum. Af hverju jafntefli? Það spáðu flestir jafntefli fyrir leik en það að einhver mörk voru skoruð í þessum veðuraðstæðum í Eyjum verður að teljast blessun. Leikurinn var kaflaskiptur og gæðalítill en meginreglan var sú að liðið með vindinn í bakið sótti og hitt liðið varði. Heimamenn tóku sér of langan tíma að nýta vindinn í fyrri hálfleik á meðan KR-ingar gerðu það strax frá upphafi seinni hálfleiks. Gestirnir áttu fleiri færi og hefðu unnið ef það væri ekki fyrir stjörnuframmistöðu Guy Smits í marki ÍBV. Þegar aðeins eitt mark var milli liðanna var ógnin um jöfnunarmark frá Eyjamönnum stöðugt til staðar og það gerðist fyrir rest. KR-ingar voru ekkert svo svekktir með það enda hentaði jafntefli þeim svo þeir eyddu tíma og kláruðu leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Hjá heimaliðinu var Guy Smit áberandi besti leikmaðurinn. Sumar vörslur frá honum voru í hæsta gæðaflokki og var skemmtilegt að fylgjast með honum. Fyrirliðinn og markaskorarinn Alex Freyr Hilmarsson var sterkur og stöðugur og var mikill missir þegar hann fór útaf meiddur með hálftíma eftir, staðan þá 1-0 fyrir heimamönnum. Benoný Breki Andrésson var áberandi í liði KR-inga. Vinnusemi ungliðans var mikilvæg í ofsaveðrinu þar sem hann náði að trufla vörn ÍBV og vinna boltann. Hann átti lykilsendingu fyrir jöfnunarmark KR auk þess sem hann skoraði seinna mark liðsins með frábærum snúningi og afgreiðslu. Hvað gekk illa? Liðin áttu erfitt með veðuraðstæður. Þegar boltinn fór upp í loftið var engin leið að vita hvert hann myndi lenda svo leikmenn voru mikið að giska. Sjálfklobbar, loftskot og sendingar beint út af vellinum voru algengar og erfitt var að sjá að þetta væri leikur úr efstu deild en ekki bumbubolti í fellibyl. Hvað gerist næst? Þótt mikið hefði verið í húfi fyrir leikinn þýðir jafntefli að liðin enda daginn í sömu stöðu og þau hófu hann. KR-ingar nældu sér í 6. sætið sem þýðir að þeir fá að keppa í efri hluta Bestu deildar í ár en ÍBV endar í 11. sæti og munu því hefja erfiða baráttu um líf sitt í efstu deild þegar neðri hluti deildarinnar hefst eftir landsleikjahlé. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍBV KR
ÍBV og KR gerðu stormasamt jafntefli í Vestmannaeyjum í lokaumferð Bestu deildar karla 2023. Bæði liðin sýndu baráttuvilja en leikurinn einkenndist þó aðallega af ofsaveðri sem var ekki til að ýta undir fallega spilamennsku. Leikurinn hófst rólega en ljóst var að hann yrði erfiður sökum veðurs. Vindurinn var á köflum svo sterkur að markspyrnur náðu varla út fyrir vítateig og leikmenn áttu erfitt með að mæla hreyfingar knattarins. Það lá því í stormasömu loftinu að leikurinn yrði ekki gæðamikill en þó var vilji frá báðum liðum til að lenda sigri. KR-ingar vissu að með einu stigi væru þeir gulltryggðir í efri hluta deildarinnar en Eyjamenn áttu einnig séns á að rísa um nokkur sæti í töflunni sem myndi færa þeim auka heimaleiki í neðri hluta. KR-ingar voru ferskari á fyrsta korterinu og þurfti Guy Smit að vera vel á verði. Jóhannes Kristinn var stanslaus ógn til að byrja með en kólnaði þó þegar leið á. Um miðjan fyrri hálfleik voru heimamenn farnir að láta til sín taka enda með vindinn í bakinu. KR virtist átta sig á að það yrði óumflýjanlegt að heimamenn myndu pressa hart að marki og hófu snemma tímaeyðslu. Simen Kjellevold í marki KR var helsta vopn gestanna í fyrri hálfleik en hann náði að eyða eins miklum tíma og mögulegt var án þess að fá gult spjald. Allt virtist ætla að falla KR í vil en liðið var að vonast eftir að fara markalaust inn í hálfleik og nýta sér svo vindáttina í þeim seinni. Það gekk þó ekki upp því í á lokamínútu fyrri hálfleiks komust heimamenn yfir. Guy Smit í marki ÍBV negldi boltanum lengst fram á völl, beint á hausinn á Halldóri Jóni, sem skallaði boltanum yfir háa varnarlínu gestanna og til fyrirliðans Alex Freys sem afgreiddi boltann snyrtilega undir Simen Kjellevold og ÍBV með forskot í hálfleik. Vindurinn réði öllu um þróun leiksins Það var öllum ljóst að seinni hálfleikurinn yrði allt annar. Nú voru KR-ingar með vindinn með sér í liði og hófu strax skothríð úr öllum áttum. Þeim til fyrirstöðu var þó Guy Smit í marki ÍBV, sem varði ítrekað glæsilega. Hollendingurinn varði nokkur skot frá Aroni Kristófer við upphaf seinni hálfleiksins en það var varsla gegn skoti Jóhannesar Kristins sem voru aðal tilþrif leiksins, sterk hönd markmannsins kom skyndilega eins og þruma úr heiðskíru lofti til að verja skot sem lá nánast í markinu. Guy Smit er þó ekki ódauðlegur og gat því ekki stöðvað aðsókn KR-inga þegar þeir náðu loks jöfnunarmarki. Benoný Breki með snjallt spil upp vinstri kant sem endaði með lykilsendingu á Kristin Jónsson. Kristinn lagði boltann snyrtilega á Kennie Chopart sem negldi honum í slána og inn og setti þannig sitt fyrsta mark í sumar. KR-ingar voru ekki hættir en korteri seinna komust þeir yfir í fyrsta sinn. Benoný Breki lék illa á Eið Aron í vörn ÍBV, náði að snúa og negldi boltanum upp í slánna og inn. Frábær afgreiðsla eftir sterka frammistöðu unglingsins sem skoraði sitt fjórða mark í sumar. ÍBV hafði ekki sýnt mikið í seinni hálfleik en að lenda undir virtist koma þeim aftur í gírinn. Eyjamenn byrjuðu að spila fram á við á ný og söfnuðu hornspyrnum og hættulegum innköstum. Þeim var svo verðlaunað í uppbótartíma eftir langt innkast. Boltinn skoppaði um í teig KR-ingar og endaði hjá Richard King sem negldi honum upp í samskeytin. Glæsileg afgreiðsla og verðskuldað mark hjá heimamönnum. Þá leið að lokum, KR endaði í 6. sæti og er því komið í efri hluta deildarinnar en ÍBV í því 11. og mun nú keppa um líf sitt í Bestu deild karla í neðri hlutanum. Af hverju jafntefli? Það spáðu flestir jafntefli fyrir leik en það að einhver mörk voru skoruð í þessum veðuraðstæðum í Eyjum verður að teljast blessun. Leikurinn var kaflaskiptur og gæðalítill en meginreglan var sú að liðið með vindinn í bakið sótti og hitt liðið varði. Heimamenn tóku sér of langan tíma að nýta vindinn í fyrri hálfleik á meðan KR-ingar gerðu það strax frá upphafi seinni hálfleiks. Gestirnir áttu fleiri færi og hefðu unnið ef það væri ekki fyrir stjörnuframmistöðu Guy Smits í marki ÍBV. Þegar aðeins eitt mark var milli liðanna var ógnin um jöfnunarmark frá Eyjamönnum stöðugt til staðar og það gerðist fyrir rest. KR-ingar voru ekkert svo svekktir með það enda hentaði jafntefli þeim svo þeir eyddu tíma og kláruðu leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Hjá heimaliðinu var Guy Smit áberandi besti leikmaðurinn. Sumar vörslur frá honum voru í hæsta gæðaflokki og var skemmtilegt að fylgjast með honum. Fyrirliðinn og markaskorarinn Alex Freyr Hilmarsson var sterkur og stöðugur og var mikill missir þegar hann fór útaf meiddur með hálftíma eftir, staðan þá 1-0 fyrir heimamönnum. Benoný Breki Andrésson var áberandi í liði KR-inga. Vinnusemi ungliðans var mikilvæg í ofsaveðrinu þar sem hann náði að trufla vörn ÍBV og vinna boltann. Hann átti lykilsendingu fyrir jöfnunarmark KR auk þess sem hann skoraði seinna mark liðsins með frábærum snúningi og afgreiðslu. Hvað gekk illa? Liðin áttu erfitt með veðuraðstæður. Þegar boltinn fór upp í loftið var engin leið að vita hvert hann myndi lenda svo leikmenn voru mikið að giska. Sjálfklobbar, loftskot og sendingar beint út af vellinum voru algengar og erfitt var að sjá að þetta væri leikur úr efstu deild en ekki bumbubolti í fellibyl. Hvað gerist næst? Þótt mikið hefði verið í húfi fyrir leikinn þýðir jafntefli að liðin enda daginn í sömu stöðu og þau hófu hann. KR-ingar nældu sér í 6. sætið sem þýðir að þeir fá að keppa í efri hluta Bestu deildar í ár en ÍBV endar í 11. sæti og munu því hefja erfiða baráttu um líf sitt í efstu deild þegar neðri hluti deildarinnar hefst eftir landsleikjahlé.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti