Laxismi Lárus Karl Arinbjarnarson skrifar 1. september 2023 07:00 Sjókvíaeldi hefur ekki notið mikilla vinsælda á Íslandi, ríkir Norðmenn græða meðan íslenskir firðir fyllast af sjónmengandi kvíum. Úr kvíunum sleppa eldislaxar sem leita upp í íslenskar ár og eru veiddir af laxveiðimönnum. Margir laxveiðimenn hafa áhyggjur af þessum „flóttalöxum.“ Á veturna, þegar lítið sem ekkert er veitt, fyllast Facebook-hópar stangveiðimanna af innleggjum um flóttalax: hvernig stöðugt fleiri flóttalaxar reyna að smygla sér inn í íslenskar ár, hrifsandi pláss frá hreinum, villtum íslenskum löxum og verst af öllu, að flóttalaxar og hreinir íslenskir laxar æxlist og eignist saman afkvæmi. Slíkt óhreinkar íslenska laxastofnin og veldur því að… … einhverjir snobbaðir fluguveiðimenn sem borða ekki það sem þeir veiða fá aðeins minna fyrir peninginn sinn. Það er skiljanlegt að laxveiðimönnum sárni að borga hálfa milljón fyrir veiðileyfi og veiða síðan fisk sem tekur sig illa út á mynd. Það er þó ekki vandamál sem hefur áhrif á neina aðra en laxveiðimenn og enn fremur veiðifélögin sem hafa hækkað verð á laxveiði upp úr öllu veldi, samhliða því að takmarka leyfilegt agn og fjölda fiska sem má hirða. Að laxveiði á Íslandi sé ekkert annað en gróðatækifæri fyrir menn eins og Jim Ratcliffe ætti ekki að vera síður pirrandi en að norskir auðmenn mengi íslenska náttúru. Loks má benda á að íslenska þjóðin ætti að sýna flóttalöxum skilning, þeir hafa þurft að þola þjáningar sem við Íslendingar gætum aldrei skilið. Fögnum fjölbreytileika meðal laxa á Íslandi og bindum enda á kerfisbundinn laxisma! Höfundur er stjórnmálafræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sjókvíaeldi hefur ekki notið mikilla vinsælda á Íslandi, ríkir Norðmenn græða meðan íslenskir firðir fyllast af sjónmengandi kvíum. Úr kvíunum sleppa eldislaxar sem leita upp í íslenskar ár og eru veiddir af laxveiðimönnum. Margir laxveiðimenn hafa áhyggjur af þessum „flóttalöxum.“ Á veturna, þegar lítið sem ekkert er veitt, fyllast Facebook-hópar stangveiðimanna af innleggjum um flóttalax: hvernig stöðugt fleiri flóttalaxar reyna að smygla sér inn í íslenskar ár, hrifsandi pláss frá hreinum, villtum íslenskum löxum og verst af öllu, að flóttalaxar og hreinir íslenskir laxar æxlist og eignist saman afkvæmi. Slíkt óhreinkar íslenska laxastofnin og veldur því að… … einhverjir snobbaðir fluguveiðimenn sem borða ekki það sem þeir veiða fá aðeins minna fyrir peninginn sinn. Það er skiljanlegt að laxveiðimönnum sárni að borga hálfa milljón fyrir veiðileyfi og veiða síðan fisk sem tekur sig illa út á mynd. Það er þó ekki vandamál sem hefur áhrif á neina aðra en laxveiðimenn og enn fremur veiðifélögin sem hafa hækkað verð á laxveiði upp úr öllu veldi, samhliða því að takmarka leyfilegt agn og fjölda fiska sem má hirða. Að laxveiði á Íslandi sé ekkert annað en gróðatækifæri fyrir menn eins og Jim Ratcliffe ætti ekki að vera síður pirrandi en að norskir auðmenn mengi íslenska náttúru. Loks má benda á að íslenska þjóðin ætti að sýna flóttalöxum skilning, þeir hafa þurft að þola þjáningar sem við Íslendingar gætum aldrei skilið. Fögnum fjölbreytileika meðal laxa á Íslandi og bindum enda á kerfisbundinn laxisma! Höfundur er stjórnmálafræðinemi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar