Það þarf ekki að sækja tekjur þar sem svigrúm er Kristófer Már Maronsson skrifar 25. ágúst 2023 14:01 Formaður Samfylkingarinnar telur eina helstu ástæðu stýrivaxtahækkunar vera að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgunni niður. Í fyrsta lagi er það hlutverk Seðlabankans að ná verðbólgu niður, en ríkisfjármálin spila auðvitað stóran þátt. Í öðru lagi spila aðilar vinnumarkaðarins enn stærra hlutverk en ríkisstjórnin og það sér það hver maður að verkalýðshreyfingin er ekki að tala fyrir því að samið verði um hóflegar launahækkanir. Slíkt birtist augljóslega í verðbólguvæntingum. Kristrún veit það vel að stýrivaxtahækkunin byggir ekki á því að almenningur hafi ekki trú á ríkisstjórninni. Hver er þróunin í helstu undirliðum verðbólgunnar? Húsnæðisliðurinn og alþjóðlegar verðhækkanir hafa minnkað frá síðustu vaxtaákvörðun og gengi krónunnar hækkað, sem ætti að gefa tilefni til þess að verð geti lækkað innanlands að öðru óbreyttu. Annað helst þó ekki óbreytt, heldur hafa laun hækkað um 10% undanfarið ár. Þá lentu mörg fyrirtæki í því að greiða afturvirkt laun eftir kjarasamninga í vor, en vörur og þjónusta höfðu verið seld á verði sem reiknað er út með þeim launum sem voru í gildi á hverjum tíma. Fyrirtæki þurftu að bregðast við með meiri hækkunum en ella til þess að fjármagna afturvirknina. Af hverju hækkuðu þá stýrivextir? Peningastefnunefnd, eins og markaðsaðilar og almenningur veit að fram undan er harður vetur. Kjarasamningar losna og samið verður um laun hjá flestum aðilum samfélagsins. Framleiðniaukning í landinu ber fyrrgreindar launahækkanir engan veginn. Það þýðir að verðmætasköpunin sem er að verða til í samfélaginu er minni en launahækkanirnar. Launahækkanir eru innistæðulausar til meðallangs tíma ef verðmætasköpun stendur ekki undir þeim. Það er eins og að hækka heimildina á kreditkortinu, á endanum kemur að skuldadögum og greiða þarf vexti af kreditkortaskuldinni. Í tilfelli óábyrgra launahækkana birtast skuldadagar sem verðbólga og við greiðum skuldina saman. Á hverjum bitnar verðbólgan verst? Verðbólgan bitnar verst á þeim sem lítið hafa á milli handanna. Þeir verkalýðsforkólfar sem hæst hrópa um kjör hinna verst stöddu þurfa að skoða samhengi hlutanna ef þeim er virkilega annt um þá sem verst hafa kjörin. Launahækkanir umfram framleiðniaukningu er einfaldasta uppskriftin að verðbólgu. Er aðilum vinnumarkaðarins einum um að kenna? Nei. Getur ríkisstjórnin gert betur? Já. Það þurfa allir að gera betur, ekki bara ríkisstjórnin og ekki bara aðilar vinnumarkaðarins. Það þarf samspil peningastefnu, ríkisfjármála og aðila vinnumarkaðarins auk stöðugleika í helstu viðskiptalöndum okkar til að halda stöðugu verðlagi á Íslandi. Að sækja tekjur í bankana Samfylkingin vill hækka bankaskattinn aftur til að fjármagna svokallaðan kjarapakka. Það þarf að hafa í huga að við lifum í dýnamísku samfélagi. Ef bankaskattur hækkar, þá hækkar nauðsynlegur vaxtamunur banka. Bankarnir bregðast hratt við - eins og þeir lækkuðu vexti á lánum þegar bankaskatturinn var lækkaður. Hækkun bankaskatts þýðir að vextir verða hærri en ellegar - m.a. á húsnæðislánum og fyrirtækjalánum. Ef Kristrún vill gera eitthvað fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu sem eru með lán þá ætti hún að tala fyrir afnámi bankaskattsins og annarra sértækra skatta á fjármálafyrirtæki sem ekki þekkjast annars staðar í heiminum. Afleiðingarnar yrðu lægri vextir á húsnæðislánum og lægri vextir til fyrirtækja - sem stuðlar að lægra vöruverði. Það er alvöru aðgerð gegn verðbólgu. Hvað þarf þá að gera? Það er alveg á hreinu að það er engin þörf á því að sækja tekjur þar sem svigrúm er. Verðbólgan er sameiginlegur óvinur ríkisins, atvinnulífs og borgara. Samningsaðilar þessara aðila þurfa að koma sér saman um að lækka ríkisútgjöld og semja um launahækkanir til langs tíma sem taka fyrst og fremst mið af framleiðniaukningu. Þá þarf að einfalda regluverk og lækka sértæka skatta sem skuldsett heimili borga með hærri vöxtum og hærra verðlagi. Þá lækka verðbólga og vextir í kjölfarið. Það er besta kjaraaðgerð sem hægt er að fara í fyrir íslenskan almenning í vetur, sérstaklega þá sem minnst hafa á milli handanna. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar telur eina helstu ástæðu stýrivaxtahækkunar vera að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgunni niður. Í fyrsta lagi er það hlutverk Seðlabankans að ná verðbólgu niður, en ríkisfjármálin spila auðvitað stóran þátt. Í öðru lagi spila aðilar vinnumarkaðarins enn stærra hlutverk en ríkisstjórnin og það sér það hver maður að verkalýðshreyfingin er ekki að tala fyrir því að samið verði um hóflegar launahækkanir. Slíkt birtist augljóslega í verðbólguvæntingum. Kristrún veit það vel að stýrivaxtahækkunin byggir ekki á því að almenningur hafi ekki trú á ríkisstjórninni. Hver er þróunin í helstu undirliðum verðbólgunnar? Húsnæðisliðurinn og alþjóðlegar verðhækkanir hafa minnkað frá síðustu vaxtaákvörðun og gengi krónunnar hækkað, sem ætti að gefa tilefni til þess að verð geti lækkað innanlands að öðru óbreyttu. Annað helst þó ekki óbreytt, heldur hafa laun hækkað um 10% undanfarið ár. Þá lentu mörg fyrirtæki í því að greiða afturvirkt laun eftir kjarasamninga í vor, en vörur og þjónusta höfðu verið seld á verði sem reiknað er út með þeim launum sem voru í gildi á hverjum tíma. Fyrirtæki þurftu að bregðast við með meiri hækkunum en ella til þess að fjármagna afturvirknina. Af hverju hækkuðu þá stýrivextir? Peningastefnunefnd, eins og markaðsaðilar og almenningur veit að fram undan er harður vetur. Kjarasamningar losna og samið verður um laun hjá flestum aðilum samfélagsins. Framleiðniaukning í landinu ber fyrrgreindar launahækkanir engan veginn. Það þýðir að verðmætasköpunin sem er að verða til í samfélaginu er minni en launahækkanirnar. Launahækkanir eru innistæðulausar til meðallangs tíma ef verðmætasköpun stendur ekki undir þeim. Það er eins og að hækka heimildina á kreditkortinu, á endanum kemur að skuldadögum og greiða þarf vexti af kreditkortaskuldinni. Í tilfelli óábyrgra launahækkana birtast skuldadagar sem verðbólga og við greiðum skuldina saman. Á hverjum bitnar verðbólgan verst? Verðbólgan bitnar verst á þeim sem lítið hafa á milli handanna. Þeir verkalýðsforkólfar sem hæst hrópa um kjör hinna verst stöddu þurfa að skoða samhengi hlutanna ef þeim er virkilega annt um þá sem verst hafa kjörin. Launahækkanir umfram framleiðniaukningu er einfaldasta uppskriftin að verðbólgu. Er aðilum vinnumarkaðarins einum um að kenna? Nei. Getur ríkisstjórnin gert betur? Já. Það þurfa allir að gera betur, ekki bara ríkisstjórnin og ekki bara aðilar vinnumarkaðarins. Það þarf samspil peningastefnu, ríkisfjármála og aðila vinnumarkaðarins auk stöðugleika í helstu viðskiptalöndum okkar til að halda stöðugu verðlagi á Íslandi. Að sækja tekjur í bankana Samfylkingin vill hækka bankaskattinn aftur til að fjármagna svokallaðan kjarapakka. Það þarf að hafa í huga að við lifum í dýnamísku samfélagi. Ef bankaskattur hækkar, þá hækkar nauðsynlegur vaxtamunur banka. Bankarnir bregðast hratt við - eins og þeir lækkuðu vexti á lánum þegar bankaskatturinn var lækkaður. Hækkun bankaskatts þýðir að vextir verða hærri en ellegar - m.a. á húsnæðislánum og fyrirtækjalánum. Ef Kristrún vill gera eitthvað fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu sem eru með lán þá ætti hún að tala fyrir afnámi bankaskattsins og annarra sértækra skatta á fjármálafyrirtæki sem ekki þekkjast annars staðar í heiminum. Afleiðingarnar yrðu lægri vextir á húsnæðislánum og lægri vextir til fyrirtækja - sem stuðlar að lægra vöruverði. Það er alvöru aðgerð gegn verðbólgu. Hvað þarf þá að gera? Það er alveg á hreinu að það er engin þörf á því að sækja tekjur þar sem svigrúm er. Verðbólgan er sameiginlegur óvinur ríkisins, atvinnulífs og borgara. Samningsaðilar þessara aðila þurfa að koma sér saman um að lækka ríkisútgjöld og semja um launahækkanir til langs tíma sem taka fyrst og fremst mið af framleiðniaukningu. Þá þarf að einfalda regluverk og lækka sértæka skatta sem skuldsett heimili borga með hærri vöxtum og hærra verðlagi. Þá lækka verðbólga og vextir í kjölfarið. Það er besta kjaraaðgerð sem hægt er að fara í fyrir íslenskan almenning í vetur, sérstaklega þá sem minnst hafa á milli handanna. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun