Barnalæknar og sálfræðingar vara við nýju Tik Tok-æði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. ágúst 2023 14:01 Erlendir miðlar hafa eftir sérfræðingum að uppátæki á borð við #eggprank geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér hvað varðar traust barnsins á foreldrum sínum. Getty Læknar og sálfræðingar í Bandaríkjunum eru afar gagnrýnir á og vara við nýju Tik Tok-æði, þar sem fólki er komið að óvörum þegar egg er brotið á höfði þeirra að því forspurðu. Svo virðist sem uppátækið hafi byrjað sem grín milli fjölskyldumeðlima og vina en það hefur nú þróast út í það að foreldrar eru að fá börn sín inn í eldhús undir því yfirskini að baka eða elda saman en bregða svo barninu með því að brjóta egg á enni þeirra. #eggcrackchallenge Aragrúa myndskeiða af þessu uppátæki má nú finna á Tik Tok og fleiri samfélagsmiðlum og viðbrögð barnanna eru misjöfn. Þau eru enda á öllum aldri en mörgum þeirra, sérstaklega yngri börnunum, verður augljóslega hverft við og stara sár eða grátandi á foreldrana á meðan þau hlægja að þeim. Sérfræðingar hafa nú stigið fram og tjáð sig um málið og þykir það í raun hið alvarlegasta. Fyrir það fyrsta geta hrá egg borið með sér salmonellu-sýkingu og þá hefur komið upp að börn hafa fengið ofnæmisviðbrögð eftir að hafa fengið egg í andlitið í kjölfar hrekksins. Barnalæknar og sálfræðingar hafa einnig áhyggjur af sálrænum áhrifum hegðunar foreldranna gagnvart barninu. Washington Post hefur eftir Cath Knibbs, barnasálfræðingur sem hefur sérhæft sig í áhrifum tækninnar á mannlega hegðun, segir að sér hafi þótt virkilega erfitt að horfa á sum myndskeiðin. „Við erum að tala um ofbeldi í grínbúningi,“ segir Knibbs. „Mikilvægasta sambandið sem bar á er við umönnunaraðilann, hver sem hann er. Og það felur í sér trúanaðartraust; að þessi manneskja passar upp á mig. Þetta snýst ekki bara um að brjóta eggið; þetta snýst um viðbrögð foreldranna... hláturinn. Börn upplifa þetta sem niðurlægingu. Þau upplifa þetta sem trúnaðarbrot.“ Kristyn Sommer, sem er með doktorsgráðu í uppeldissálfræði, segir foreldra gleyma því valdaójafnvægi sem ríkir á milli foreldrisins og barnsins. Þá virðist þau gleyma því að athæfið geti sært barnið, bæði líkamlega og andlega. Barnalæknarnir Anandita Pal og Samira Armin gagnrýna að þarna séu foreldranir að detta í hlutverk fyrsta aðilans sem stríðir barninu. Þannig eigi það ekki að vera. Börnin þurfi að finna til líkamlegs og tilfinningalegs öryggis, sem skipti sköpum til framtíðar. „Fyrir barn sem treystir á foreldra sína hvað varðar öryggi getur saklaus brandari vakið tilfinningar um svik,“ segja þær. Viðbrögðin velti, eðlilega, að hluta til á aldri barnsins. „Ímyndaðu þér að þú biðjir ungt barn þitt að hjálpa þér í eldhúsinu og það er svo spennt að verja tíma með þér og elda saman. Skömmu síðar brýtur foreldrið egg á höfði þess.“ Þetta sé ekki bara sársaukafullt fyrir barnið heldur sé svo hlegið að því í ofanálag. The #eggcrackchallenge trend involves parents cracking eggs on the forehead of their unsuspecting children. Experts warn it models bullying behavior. https://t.co/15T9iDxZjP— The Washington Post (@washingtonpost) August 25, 2023 „Hvað læra börn af foreldrum sínum sem gera þetta?“ spyr Sue Atkins, breskur höfundur og foreldraráðgjafi. „Sjokkið getur þýtt að þau fara að vara sig í kringum foreldra sína og vantreysta þeim.“ Sérfræðingarnir benda á að uppátækið geti einnig haft afleiðingar fyrir eldri börn, jafnvel þótt þau skilji að um brandara sé að ræða, ekki síst þegar því er svo deilt á samfélagsmiðlum og allir sjá viðbrögð þeirra við hrekknum. Sumir sérfræðinganna segja erfitt að fullyrða um skaðann af einu svona atviki. „Ég veit ekki hvernig þessar fjölskyldur eru. En ef [foreldrarnir] eru reiðubúnir til að brjóta egg á höfði barnsins síns þá hafa þau ef til vill minni samkennd með börnunum sínum heldur en foreldrar sem horfa á þetta og hugsa: Þetta er einelti. Ég myndi ekki gera þetta,“ segir Knibbs. Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mannréttindi Ofbeldi gegn börnum TikTok Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Svo virðist sem uppátækið hafi byrjað sem grín milli fjölskyldumeðlima og vina en það hefur nú þróast út í það að foreldrar eru að fá börn sín inn í eldhús undir því yfirskini að baka eða elda saman en bregða svo barninu með því að brjóta egg á enni þeirra. #eggcrackchallenge Aragrúa myndskeiða af þessu uppátæki má nú finna á Tik Tok og fleiri samfélagsmiðlum og viðbrögð barnanna eru misjöfn. Þau eru enda á öllum aldri en mörgum þeirra, sérstaklega yngri börnunum, verður augljóslega hverft við og stara sár eða grátandi á foreldrana á meðan þau hlægja að þeim. Sérfræðingar hafa nú stigið fram og tjáð sig um málið og þykir það í raun hið alvarlegasta. Fyrir það fyrsta geta hrá egg borið með sér salmonellu-sýkingu og þá hefur komið upp að börn hafa fengið ofnæmisviðbrögð eftir að hafa fengið egg í andlitið í kjölfar hrekksins. Barnalæknar og sálfræðingar hafa einnig áhyggjur af sálrænum áhrifum hegðunar foreldranna gagnvart barninu. Washington Post hefur eftir Cath Knibbs, barnasálfræðingur sem hefur sérhæft sig í áhrifum tækninnar á mannlega hegðun, segir að sér hafi þótt virkilega erfitt að horfa á sum myndskeiðin. „Við erum að tala um ofbeldi í grínbúningi,“ segir Knibbs. „Mikilvægasta sambandið sem bar á er við umönnunaraðilann, hver sem hann er. Og það felur í sér trúanaðartraust; að þessi manneskja passar upp á mig. Þetta snýst ekki bara um að brjóta eggið; þetta snýst um viðbrögð foreldranna... hláturinn. Börn upplifa þetta sem niðurlægingu. Þau upplifa þetta sem trúnaðarbrot.“ Kristyn Sommer, sem er með doktorsgráðu í uppeldissálfræði, segir foreldra gleyma því valdaójafnvægi sem ríkir á milli foreldrisins og barnsins. Þá virðist þau gleyma því að athæfið geti sært barnið, bæði líkamlega og andlega. Barnalæknarnir Anandita Pal og Samira Armin gagnrýna að þarna séu foreldranir að detta í hlutverk fyrsta aðilans sem stríðir barninu. Þannig eigi það ekki að vera. Börnin þurfi að finna til líkamlegs og tilfinningalegs öryggis, sem skipti sköpum til framtíðar. „Fyrir barn sem treystir á foreldra sína hvað varðar öryggi getur saklaus brandari vakið tilfinningar um svik,“ segja þær. Viðbrögðin velti, eðlilega, að hluta til á aldri barnsins. „Ímyndaðu þér að þú biðjir ungt barn þitt að hjálpa þér í eldhúsinu og það er svo spennt að verja tíma með þér og elda saman. Skömmu síðar brýtur foreldrið egg á höfði þess.“ Þetta sé ekki bara sársaukafullt fyrir barnið heldur sé svo hlegið að því í ofanálag. The #eggcrackchallenge trend involves parents cracking eggs on the forehead of their unsuspecting children. Experts warn it models bullying behavior. https://t.co/15T9iDxZjP— The Washington Post (@washingtonpost) August 25, 2023 „Hvað læra börn af foreldrum sínum sem gera þetta?“ spyr Sue Atkins, breskur höfundur og foreldraráðgjafi. „Sjokkið getur þýtt að þau fara að vara sig í kringum foreldra sína og vantreysta þeim.“ Sérfræðingarnir benda á að uppátækið geti einnig haft afleiðingar fyrir eldri börn, jafnvel þótt þau skilji að um brandara sé að ræða, ekki síst þegar því er svo deilt á samfélagsmiðlum og allir sjá viðbrögð þeirra við hrekknum. Sumir sérfræðinganna segja erfitt að fullyrða um skaðann af einu svona atviki. „Ég veit ekki hvernig þessar fjölskyldur eru. En ef [foreldrarnir] eru reiðubúnir til að brjóta egg á höfði barnsins síns þá hafa þau ef til vill minni samkennd með börnunum sínum heldur en foreldrar sem horfa á þetta og hugsa: Þetta er einelti. Ég myndi ekki gera þetta,“ segir Knibbs.
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mannréttindi Ofbeldi gegn börnum TikTok Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira