Sigur fyrir hvalina, fyrir Ísland og fyrir mannkynið Ralph Chami skrifar 24. ágúst 2023 12:00 Til hamingju Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Ísland fyrir að stöðva hvalveiðar í sumar og koma þannig í veg fyrir dráp á 150 langreyðum. Með þessari ákvörðun tekur þjóðin afstöðu með umhverfinu. Ekki er einungis um að ræða sigur fyrir hvalina, heldur fyrir hafið, fyrir umhverfið, fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum og mannkynið allt. Hvalir eru hluti náttúrunnar sem er nauðsynleg til þess að viðhalda lífi mannkyns.Hvalir gegna lykilhlutverki þegar kemur að heilbrigði sjávar og án þeirra höfum við hvorki heilbrigt haf né getum við lifað af. Hafið getur náð sér aftur, en einungis ef líffræðileg fjölbreytni er höfð í forgrunni. Hvalirnir eru prófsteinn á okkur og verndun hafsins. Á árum áður héldu milljónir hvala til í hafinu. Hafið dafnaði vel og sömuleiðis við. Nú vitum við sem eraðlangreyðar binda kolefni. Með því að halda hvölunum 150 á lífi hefur Ísland komið í veg fyrir kolefnislosun í andrúmsloftið sem því nemur. Efnahagslegt virði þess er nálægt 700 þúsund bandaríkjadölum (sem eru um það bil 92 milljónir íslenskra króna) í kolefnisbindingu og allt að 500 milljónir bandaríkjadala (ca 66 milljarðar íslenskra króna) ef tekið er tillit til æviframlags 150 langreyða til kolefnisbindingar í umhverfi sjávar. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur að stöðva veiðarnar hefur verið gagnrýnd af ýmsum aðilum út frá meðalhófsreglunni í íslenskum lögum. En réttmætu markmiði að vernda hvali, heilbrigði sjávar og loftslagið er ekki hægt að ná öðruvísi en að einfaldlega koma í veg fyrir dráp á þeim. Auk þess er ávinningurinn af því að vernda hvali mun meiri en allt það sem fengið er með því að drepa þá. Því er þessi ákvörðun Íslands ekki einungis réttlætanleg heldur nauðsynleg. Bann Íslands við veiðum á þessum hvölum bjargar þeim fyrir hönd alls mannkyns. Þegar allt kemur til alls, skilar hvalurinn ávinningi í hafsvæði allra landa sem hann heimsækir. Allar þjóðir njóta góðs af hlutverki hvalanna gegn loftslagsbreytingum. Sagt er að þegar við sjáum ljósið getum við ekki lengur dvalið í myrkrinu. Við vitum sem er að hvalirnir eru mikilvægir hafinu og mannkyninu og þess vegna getum við ekki haldið áfram að setja kíkinn fyrir blinda augað og látið eins og ekkert sé. Við stöndum á tímamótum þar sem loftslagshamfarir blasa við. Það er okkar hlutverk að vernda jörðina okkar, veita henni tækifæri til þess að jafna sig og taka stefnuna í átt að betri framtíð. Þar getur Ísland gengið fram með góðu fordæmi. Stöðvun hvalveiða er mikilvægur liður í því. Vel gert, íslenska þjóð. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi yfirmaður hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Til hamingju Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Ísland fyrir að stöðva hvalveiðar í sumar og koma þannig í veg fyrir dráp á 150 langreyðum. Með þessari ákvörðun tekur þjóðin afstöðu með umhverfinu. Ekki er einungis um að ræða sigur fyrir hvalina, heldur fyrir hafið, fyrir umhverfið, fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum og mannkynið allt. Hvalir eru hluti náttúrunnar sem er nauðsynleg til þess að viðhalda lífi mannkyns.Hvalir gegna lykilhlutverki þegar kemur að heilbrigði sjávar og án þeirra höfum við hvorki heilbrigt haf né getum við lifað af. Hafið getur náð sér aftur, en einungis ef líffræðileg fjölbreytni er höfð í forgrunni. Hvalirnir eru prófsteinn á okkur og verndun hafsins. Á árum áður héldu milljónir hvala til í hafinu. Hafið dafnaði vel og sömuleiðis við. Nú vitum við sem eraðlangreyðar binda kolefni. Með því að halda hvölunum 150 á lífi hefur Ísland komið í veg fyrir kolefnislosun í andrúmsloftið sem því nemur. Efnahagslegt virði þess er nálægt 700 þúsund bandaríkjadölum (sem eru um það bil 92 milljónir íslenskra króna) í kolefnisbindingu og allt að 500 milljónir bandaríkjadala (ca 66 milljarðar íslenskra króna) ef tekið er tillit til æviframlags 150 langreyða til kolefnisbindingar í umhverfi sjávar. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur að stöðva veiðarnar hefur verið gagnrýnd af ýmsum aðilum út frá meðalhófsreglunni í íslenskum lögum. En réttmætu markmiði að vernda hvali, heilbrigði sjávar og loftslagið er ekki hægt að ná öðruvísi en að einfaldlega koma í veg fyrir dráp á þeim. Auk þess er ávinningurinn af því að vernda hvali mun meiri en allt það sem fengið er með því að drepa þá. Því er þessi ákvörðun Íslands ekki einungis réttlætanleg heldur nauðsynleg. Bann Íslands við veiðum á þessum hvölum bjargar þeim fyrir hönd alls mannkyns. Þegar allt kemur til alls, skilar hvalurinn ávinningi í hafsvæði allra landa sem hann heimsækir. Allar þjóðir njóta góðs af hlutverki hvalanna gegn loftslagsbreytingum. Sagt er að þegar við sjáum ljósið getum við ekki lengur dvalið í myrkrinu. Við vitum sem er að hvalirnir eru mikilvægir hafinu og mannkyninu og þess vegna getum við ekki haldið áfram að setja kíkinn fyrir blinda augað og látið eins og ekkert sé. Við stöndum á tímamótum þar sem loftslagshamfarir blasa við. Það er okkar hlutverk að vernda jörðina okkar, veita henni tækifæri til þess að jafna sig og taka stefnuna í átt að betri framtíð. Þar getur Ísland gengið fram með góðu fordæmi. Stöðvun hvalveiða er mikilvægur liður í því. Vel gert, íslenska þjóð. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi yfirmaður hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar